Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.06.1991, Page 1
ALÞYDUBLAÐ
HAFNARFJARÐAR
Listahátíö í Hafnarfiröi
Bærinn iðandi af lífi og fjöri í sumar
Gunnar Gunnarsson, Jóna Ósk Guðjónsdóttir og Sverrir Olafsson við skúlptúr eftir hinn heimskunna iistamann
Sebastian frá Mexikó. Þetta listaverk ásamt verkum fleiri listamanna mun verða staðsett til frambúðar í
Höggmyndagarði 1 lafnarljaröar.
Listahátíð í Hafnarfirði er
orðin að veruleika. Draumur
margra hefur ræst. Tekist
hefur stórkostleg samvinna
milli hafnfirskra listamanna og
bæjaryfirvalda. Frumkvæðið
er listamannanna en veruleik-
inn er til orðinn vegna
myndarlegs framlags Hafnar-
ijarðarbæjar. Þann 1. júní var
opnuð í Straumi alþjóðleg
vinnustofa sem síðan hefur
verið opin almenningi. Við hér
á blaðinu brugðum okkur
suður í Straum og hittum þar
að máli þau Sverri Ólafsson og
Gunnar Gunnarsson í stjórn
Listahátíðar í Hafnarfirði og
Jónu Ósk Guðjónsdóttur
forseta bæjarstjómar en hún
á einnig sæti í stjóm Straums.
Fyrst tókum við Sverri tali
og spyrjum hvernig hafi
gengið?
„Þetta hefur allt saman verið
stórkostlegt, opnun vinnustof-
unnar, en þar mættu hundruð
manna og síðan hafa komið
hingað þúsundir til að skoða og
fylgjast með“
Og hvað er framundan?
„Setning listahátíðar í
Hafnarborg 15. júní. Þarverður
mikið um dýrðir og verður
forseti Islands frú Vigdís
Finnbogadóttir heiðursgestur
þar. Að lokinni þeirri athöfn
verður opnuð alþjóðleg
skúlptúrsýning við Hafnarborg
og á Strandgötunni.
Síðan verða listaverkin flutt
á Víðistaðatún og þar verður
höggmyndagarðurinn formlega
opnaður 13. júlí. Það eru
listamenn frá níu löndum sem
sýna verk sín og færa þeir
Hafnarfjarðarbæ þau að gjöf í
lok Listahátíðar.“
Gunnar Gunnarsson var
spurður um tónlistina á
hátíðinni.
„Nú þegar hefur Kór
Hafnarfjarðarkirkju haldið
tónleika sem tókust alveg
einstaklega vel, uppselt var og
hrifning áheyrenda mikil. Næst
á dagskrá er síðan Sónötukvöld
í Hafnarborg á sunnudag-
skvöldið kemur, sama dag
verða síðan rokktónleikarnir í
Kaplakrika og ætti það að gleðj a
ungu kynslóðina. Sunnudaginn
23. júní mun síðan Óperu-
smiðjan flytja ljóðadag-skrá á
Jónsmessu í Hafnarborg.
Punkturinn yfir i-ið er síðan
samleikur hins frábæra
fiðluleikara Sigrúnar Eðvalds-
dóttur og Þorsteins Gauta
Sigurðssonar píanóleikara. Þeir
tónleikar verða spennandi og
örugglega frábærir, en þessir
listamenn hafaaldrei áður leikið
saman.
Síðast snérum við okkur að
Jónu Ósk, forseta bæjar-
stjórnar og spurðum hana
hvernig henni litist á
Listahátíðina.
„Þetta er stórkostlegt
framtak og ég er alveg í
skýjunum yfir því hversu vel
hefur tekist til nú þegar og ég
veit að allt á þetta eftir að ganga
vel. Það er gaman að vita til
þess hversu vei hefur tekist til
um samstarf listamannanna og
bæjaryfirvalda. Skemmtilegast
af öllu er það að listafólkið
skuli hafa frumkvæðið, það
hefur kraftinn og áhugann en
bæjaryfirvöld styðja síðan og
styrkja framtakið myndarlega.
Hafnarfjörður hefur með
þessari Listahátíð og
aðstöðunni hér í Straumi
skapað sér sérstöðu meðal
sveitarfélaga á íslandi."
Alþýðublað Hafnarfjarðar
hvetur alla bæjarbúa eldri sem
yngri til að taka þátt í dagskrá
Listahátíðar sér til ánægju og
yndisauka.
Ungllngar 13 ára og eldrl alllr í vinnu
Skólafólkið þyrpist út á vinnumarkaðinn að afloknum prófum.Þessar
hittum við í Hellisgerði í vinnu á vegum bæjarins. þær heita talið frá
vinstri Guðný Katrín, Sigríður Líndal, I lalla Dóra og Lára Sif.
Þegar sumrar og skólum
lýkur hópast unga fólkið út á
vinnumarkaðinn. Hefst þá
leitin að sumarvinnu.
Undanfarin ár hefur verið
dálítið erfitt um vinnu fyrir
unglinga og hafa þá bæjar-
yfirvöld á hverjum stað
gripið inn í og útvegað þeim
er ekkert hafa fengið, vinnu
til nokkurra vikna. Sumarið
1990 var mjög erfitt hvað
sumarvinnu unglinga varð-
aði og var þá fjöldi unglinga
sem fékk vinnu hér hjá
Hafnarfjarðarbæ. Þá brá hins
vegar svo við að unga fólkið
vildi frekar útivinnu en að
vinna í fiskvinnsluhúsum
bæjarins þó svo möguleikar
á tekjum væru meiri í
fiskinum. Þannig var bærinn
kominn í hörku samkeppni
við hinn almenna vinnu-
markað og þótti stöðvar-
mönnum það súrt í broti og
ekki sanngjarnt.
Nú í vor hefur hins vegar
verið beitt sömu aðferðum
og mörg undanfarin ár þ.e.a.s.
til þess er ætlast að ungling-
arnir reyni fyrir sér á hinum
almenna vinnumarkaði en
þeir sem ekki fá vinnu á þann
hátt fái þá vinnu tímabundið
hjá bænum.
Astandið í atvinnumálum
unglinga í sumar virðist miklu
betra en t.d. 1990 og eru nú á
skrá hjá Vinnumiðlun
unglinga alls um 40 unglingar
á aldrinum 15-20 ára og nú
hefur bæjarráð Hafnarfjarðar
samþykkt tillögu sem byggir
á greinagerð frá Æskulýðs-
og tómstundaráði þar sem
lagt er til að allir þessir
unglingar fái vinnu hjá
bænum í átta vikur frá og
með 20. júní.
Stærsti hópurinn er
unglingar sem eru fæddir
1975 og verða ekki sextán
ára fyrr en í haust en erfitt er
fyrir atvinnurekendur að
ráða fólk á þessum aldri
vegna tryggingamála.
En bæjarráð hefur sem
sagt samþykkt tillögu í þessa
veru og vísað henni til
bæjarstjórnar sem kemur
saman til fundar 18. júní.
MALGAGN JAFNAÐARSTEFNUNNAR