Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.06.1991, Side 2
Alþýðublað Hafnarfjarðar
Listahátíö í
Hafnarfiröi
Listahátíð í Hafnarfirði er að hefjast og mun
standa yfir í mánuð. Mikill uppgangur og gróska
hefur verið í öllu menningar- og listalífi í Hafnarfirði
á undanförnum árum. Listamönnum hefur verið búin
betri aðstaða í Hafnarfirði til að vinna að listsköpun
en þekkist vfðast hvar annars staðar. í Hafnarborg er
aðstaða til sýninga- og tónleikahalds eins og best
gerist hér á landi og þótt víðar væri leitað. Auk þess
er að finna gistivinnustofu í Hafnarborg þar sem
fjölmörgum erlendum sem innlendum listamönnum
hefur gefist kostur að vinna að list sinni í lengri eða
skemmri tíma. Sýningarhald hef ur staðið með miklum
blóma í Hafnarborg en þangað koma þúsundir gesta
á hverju ári.
Þá mega Hafnfirðingar vera stoltir af
listamiðstöðinni í Straumi. Þar hefur að frumkvæði
listamanna risið einhver athvglisverðasta
vinnuaðstaða fyrir listamenn sem þekkist. Bærinn
hefur stutt dyggilega við uppbyggingu í Straumi og
þá starfsemi sem þar hefur farið fram. Sfðast liðin
hálfan mánuð hefur staðið yfir alþjóðleg vinnustofa
höggmyndara og er hún þriðja sinnar tegundar í
heiminum. í Straumi hafa því verið að vinna að
höggmyndagerð, skúlptúr, fjöldi erlendra og
innlendra listamanna. Þeir hafa ákveðið að gefa
Hafnfirðingum verk sín að lokinni sýningu á verkum
sínum sem verður í miðbæ Hafnarfjarðar. Munu verkin
mynda grunninn að Höggmyndagarði Hafnarfjarðar
sem rísa mun á Víðistaðasvæðinu. Verður hann
einstakur í sinni röð á íslandi.
Auk höggmyndasýningar verður á Listahátíð í
Hafnarfirði boðið upp á myndlistarsýningar og
tónleikahald ýmis konar. Stærstu rokktónleikar sem
haldnir hafa verið hér á landi verða til að mynda
haldnir á Kaplakrika. Munu þekktar hljómsveitir
erlendar og innlendar leika á tónleikunum. Búast má
við að Hafnarfjörður verði iðandi að lífi ogfjöri næsta
mánuðinn eða meðan á Listahátíðinni stendur.
Alþýðublað Hafnarfjarðar óskar hafnfirskum
listamönnum og Hafnfirðingum öllum til hamingju
með það merka framtak sem Listahátíð í Hafnarfirði
er.
Aöalfundur Rauða
Krossins
Dagana 7. og 8. júní hélt
Rauði Kross íslands
aðalfund sinn hér í
Hafnarfirði. Fundarsetning
var mjög virðuleg og fór
hún fram í Hafnarborg. Þar
var forseti íslands frú
Vigdís Finnbogadóttir
viðstödd en ávörp fluttu
Guðjón Magnússon form.
RKÍ, Gunnhildur Sigurðar-
dóttir form. Hafnarfjarð-
ardeildar RKI og Ingvar
Viktorsson form. bæjar-
ráðs Hafnarfjarðar.
Tónlist léku þeir
Gunnar Gunnarsson,
skólastjóri Tónlistar-
skólans og Helgi Bragason
yfirkennari og Kór Öldu-
túnsskóla söng undir
stjórn Egils Friðleifssonar.
Fögnuðu viðstaddir
þessu hafnfirska tónlistar-
fólki innilega. Loks voru
heiðraðir nokkrir er skilað
höfðu miklu og ágætu starfi
fyrir RKI og í þeim hópi var
Hjörleifur Gunnarsson
fyrrum bæjarfulltrúi í
Hafnarfirði en hann var
Gunnhildur Sigurðardóttir formaður Hafnarfjarðardeildar RKI flytur
ávarp við setningu aðalfundar Rauða Krossins.
einn af stofnendum
Hafnarfjarðardeildarinnar
og hefur lengi setið í stjórn
hennar.
Fundurinn hélt síðan
áfram í húsnæði Hafnar-
fjarðardeildarinnar að
Bæjarhrauni 2, en þar er
aðstaða hin besta til fund-
arhalda.
Á þessu ári varð
Hafnarfjarðardeild RKI 50
ára og kom glögglega
fram á fundinum að hún
nýtur mikils trausts og
virðingar innan raða
Rauða Krossfólks.
Alþýðublað Hafnar-
fjarðar óskar deildinni
innilega til hamingju með
áfangann og væntir
áframhaldandi góðs
starfs af henni bæjar-
búum til heilla.
Knattspyrnuvertíöin hafin
Nú er fótboltinn farinn að
rúlla áfullu. Hafnarfjarðarliðin
FH og Haukar hafa leikið sína
fyrstu leiki í deildunum.
FH sem leikur í 1. deild
byrjaði illa og tapaði sínum
fyrsta leik gegn Víkingum í
Kaplakrika 2-4, en gerði síðan
jafntefli í næstu leikjum 0-0 gegn
KR og 1-1 gegn Vestmanna-
eyingum.
Haukar leika í 2.deild og
hafa tapað báðum sínum
leikjum til þessaí deildinni enda
att kappi við sterkustu liðin.
Haukar - IA1-4 og Haukar - Þór
Ak 3-4. Haukar hafa hinsvegar
leikið tvo leiki í Bikarkeppninni
og sigrað í báðum eða Leikni 2-
0 og Gróttu 6-3.
Við hér á Alþýðublaði
Hafnarfjarðar óskum báðum
félögunum góðs gengis í sumar
og hvetjum bæjarbúa til að
koma og fylgjast með
heimaleikjum þeirra.
✓ ✓ * * *
DAGSKRA 17. JUNI HATIÐAHALDANNA 1991
15.00 Við Strandgötu.
08.00 Skátar draga fána ad háni. Skátatívolí. Minigolf.
10.00 Kaplakriki. Hestaleiga Sörla við Hafnarborg.
Hátíöamót íþrótta og leikjanámskeida. Bátaleita skáta við Hvaleyrarvatn.
Vídistadatán. 17.00 íþróttahús Strandgötu.
Knattspyrna yngri flokka Hauka og F.H. 17. júní mót í handknattleik F.H. og Hauka.
13.30 Hellisgerði. 17.00 Thorsplan.
Láðrasveit Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir. Unglingahljómsveitir halda tónleika.
13.45 Hellisgerði. 20.30 Thorsplan. Kvöldskemmtun.
Helgistund, prestur séra Einar Eyjólfsson. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur.
14.15 Hellisgerði. 21.00 Avarp nýstúdents.
Skráðganga frá Hellisgerði. Gengið er frá Hellisgötu Danssýning Islandsm. í samkvœmisdönsum.
um Reykjavíkurveg, Arnarhraun, Tjarnarbraut, Hljómsveitin íslandica.
Lœkjargötu og Fjarðargötu að Thorsplani. Margrét Eir syngur.
15.00 Thorsplan. Spaugstofan.
Setning. Arni Guðmundsson œskulýðsfulltrái Stjórnin leikur fyrir dansi.
Ávarp forseta bœjarstjórnar Jóna Ósk Guðjónsdóttir. 21.00 Vitinn.
Ávarp fjaUkonu. Dansleikur. Gömlu brýnin leika gömlu og nýju
Söngur leikskólabarna. dansana til kl. 01.00.
Dansatriði, Fimleikafélagið Björk sýnir.
Tóti trúður.
Bjartmar Guðlaugsson. Kór Flensborgarskóla heimsœkir sjúkrastofnani.
Karatesýning Hauka.
Rokkópera Flensborgarskóla. kaffi- og veitingasölu í Vitanum frá kl. 14.00.