Hvöt - 01.05.1932, Blaðsíða 3
3
HVÖT
ekki vatnsveitu, verður bærinn
okkar skítugur bær. Það kom
einnig i ljós, að eptir því sem
bærinn stækkaði þá þrengdist
að hinum opnu svæðum hans,
Mlungu* hans minnkuðu. Þetta
gat engum hugsandi manni
dulist, og þvi var það að farið
var fram á það munnlega að
vísu, við þá sem ráðin höfðu
hér, að sjá í tfma við þessari
bæjarhættu, en þáverasdi um-
boðsmaður brosti einungis i
sinn breiða kamp og virtislíkar
uppástungur vettugi. Nú sjáum
við það,að slíkt fyrirhyggjuleysí
hefur orðið til stóríjóns.
Við áttum hér einn þann
stað í bænum, sem var sjálf-
kjörinn til þess að standa opinn
og óbyggður, og sem gat verið
einskonar Austurvöllur- þessa
bæjar, en það var Kokkhúslágin
gamla, svæðið norðan við
Hólmgarð, norður að Bataviu,
austan frá Vilborgarstaðavegi
(Heimagötu) vestur að Kirkju-
vegi. Þarna hefði með litlum
tilkostnaði mátt koma upp
barnaieikvelli. Staður sá er nær
miðsvæðis og þar er frekar
lygnt, eptir því sem hér getur
verið. En það var flýtt sér að
i>ví að gera þennan stað óhæfi-
legan, sem barnaleikvöll.
Sérhverjum menningarbæ
finnst sjálfsagt, að eiga innan
slnnan vébanda einhverja þá
staði, einn eða fleiri eptir
stærð bæjanna, þar sem mönn-
um eldri og yngri sé hægt að
njóta hvíldar, en sérstak-
lega eru slíkir staðir börnum
nauðsynlegir, til þess að halda
þeim frá götunni. Þessi opnu
svæði, umgirtu, sem kölluð hafa
verið, og það með réttu, »lungu
bæjanna“ vantar hér algerlega
Það er yfir höfuð hörmuleg
sjón, að sjá megin þorra barna
hér halda til á götunni, vera þar
að leikum og veltast þar iðulega
i forinni, forstöðulaus; vera þar
fyrjr öllu og öllum með þau
ein leikföng, sem gatan leggur
þeim tíl: óþveria glerbrot,
nagla og steina. Við erum
eflaust búin að horfa á þetta
nógu lengi og þekkjum þetta
öll eflaust of vel til þess, að
geta lengur unað við það. Um
þá hlið málsins þarf ekki að
fjölyrða, en um hitt er nær að
spyrja: hvar er svæðí fyrir
barnaieikvöil og hverjtr eru
liklegastir til að koraa þessu í
framkvamd ?
Staðirnir hér í bænum eru
orðinr fáir. Væri þó helst i því
sambandi líklegast að líta til
túnbletts þesB, sem fylgir
Vestra-Stakagerði. Á þann blett
hefur verið miqnst i þessu
augnamiði, en hann hefur sina
annmarka sem barnaleikvöllur,
aöallega vegna þess. að breyta
þarf jarðveginum og bera þar
nýtt efni, sand og möl ofaní,
svo að hann yrði nothæfursem
leikvöllur fyrir börn, því að i
moldarflögum og troðningum,
sem fijótt raundu myndast þar,
er óhugsandi að láta börn vera að
leikum. þar á móti væri staður
þessi tilvalinn verustaður fyrir
þá, sem vildu njóta hvildar úti
við, en sem af ýmsum ástæðum
eiga óhægt með að ganga út
fyrir bæinn.
Einn er sá staður hér, sem
frá mínu sjónarmiði er sjálf-
kjörinn leikvöllur fyrir börn,
og það er svæðið norðan við
Póstflatirnar, hart nærinnundir
Hlíðarbrekkum. Það er lygnasti
staður Eyjanna, að öllum jafnaði
og þar er óþrjótandi verkefni
fyrir börnin: sandur og möl.
Þar geta börnin bylt sér og
velt sér eptir geðþótta, án þess
að á þeim sjái, þar geta þau
byggt og brotið niður eptir
eigin vild, þvi að efnið er
nægilegt en með tilbreytingu
þó: sandur möl, skeljar kuf-
ungar.
Það er oflangt þangað, mun
einhver segja, en því er til að
svara að hér er í raun og veru
am engarvegaiengdir að ræða,
borið saman við annarstaðar.
En hverjir eiga svo aðj
framhværaa verk þetta? Næst 'J
liggur, að bærinn léti vinna að v
þvl, en kreppa sú sem hann áf
nú að berjast við, gerir honuml
þessar framkvæmdir óbægaM
með öllu, því að kostnaður, ogU
hann ekki svo lítill, mundi I
þessu samfara. Þvi að girðingl
að einhverju leyti er óhjákvæmi-
leg, ennfr. smáskýli og einhver
áhöid: rólur o. s. frv. En hór
í bænum eru ýms félög, sem eru
fús til líknar, og sem eflaust
hafa fullan skilning á að hér
er um verulegt liknarstarf að
ræða. Sum þessara félaga hafa
þegar sýnt það, að þau eru fær
um að lyfta ýmsum þeim Grettis-
tökum, sem óhreifð hafa staðið,
og að þau mundu eflaust ekki
ófús á að hjálpa til að lyfta einnig
þessu. Fyrir sameinaða krafta
slíkra félaga mundi verk þetta
framkvæmanlegt, þetta þarfa
og nauðsynlega verk, sem
mundi verða svo mörgum til
góðs og þessum bæ til þeirra
þrifa, sem um munaði, og sem
aflauat mætti telja með mestu
og bestu framfarasporum hans.
Um þetta mætti margt fleira
rita, en rúm og tími leyflrekki
íieira að þessu sinni. Það er
aðeins til þess að reyna að
koma hreyfingu á mál þetta,
að smágrein þessi er rituð, og
gæti hún orðið til þess að
vekja, þá er tilganginum náð.
J. A. G.
Gagnfrædaskólinn.
Gagnfæðaskólanum var sagt
upp 30. f. m. Daginn eftir var
haldm sýning á handavinnu
nemendanna. Var þar margt
prýðilega unnlð, þegar tillit er
teklð til þess, hversu handavinnu-
áhöld skólans er lítllfjörleg og
. fábreytt. Margt manna sótti
■ sýniuguna og virðist ýmislegt
benda til þess, að fólk hér veiti
þessu skólastarfi meiri athygli
|nú en áður. Væri æskilegt að
, foreldrar hér athuguðu það, að
fekki er góðu barni annað verra
fgert, en láta það ekkert hafa
|fyrir stafni um lengri tíma, svo
sem á sér oft atað hér haustið og
fram á veturinn. Margt gott
barnið verður með því móti
fórnardýr ýmsra lasta, Góðir
foreldrar kappkosta að veita
börnum sinum sem mesta og
besta þekkingar undirstöðu fyrir
líflð. Og hér er hægt um hönd
með það, þar sem kennsla
gagnfræðaskólans er veitt ung-
lingum fore'drunum að kostnaðar
lausu.
Unglingar! sækið og rækið
skólann ykkar!
Hangiökjöt, Saiikjöt,
Kæfa, Smjör og Egg
f»st hjá Ólafl Ólafssyni, Reyni.
Bjaxni Bjðrnss.
SÍÐASTA SINNl
f Alþýðuhúsinu suunu-
dag kl. 9.
HLÁTURINN LENGIR
LÍFIÐ.
t