Jólatíðindi Hafnarfjarðar - 24.12.1913, Blaðsíða 1

Jólatíðindi Hafnarfjarðar - 24.12.1913, Blaðsíða 1
 17 JÓLATÍÐINDI HAFNARFJARÐAR r "n 1913. Gefin út af Hjálpræðishernum. Jólatíðindi óska lesendunum gleðiiegra jóla! 4 4 Jólakvöld organsmiðsins. Arensberg í Vestfal bjó Gerhard Sch. í afskektu húsi. Hann var organ- smiður og unni hljóð- færunum og iðn sinni. Eitt jóla- kvöid sat hann við orgel sitt og var aleinn. Jóla- söngs tónarnir hljómuðu hátt, og gegnum þá alla ómaði hærra og hærra: Dýrð sé Guði í upp- hæðum! Dýrð sé Guði í upphæðum! En skyndilega lét hann liendur falla og hallaðist aftur á bak í stólnum, því honum heyrðist að rödd segja: Hvað gjörir þú Guði til dýrðar? — Röddin kom frá lians eigin brjósi. Hann leit yfir líf sitt og sá ekki annað en afguðadýrkun og eigingjarnt líf— sína eigin lífsmynd. Tvö ár liðu. Al'tur er jólakvöld. — Aftur situr hann einmana á stól sín- um. Hanudreymir: Hann þykist ganga inn í gamla skuggalega kirkju. Augu hans stað- næmast á(iorgelinu. Það ergamalt, rj'kugt og óstilt. Hann sezt þegar og leitast við að hreinsa og stilla hljóðfærið. Hann sér brátt að org- elið er sérlega gotl, með undra- miklu hljómmagni og stórt að um- máli — en eyðilagl. Hann gerir við það svo sem kostur er á, reynir að spila, — en nóturnar láta ekki að vilja hans. Einungis ein nótnaáttund er með nothæfu hljóði. Þá heyrist honum rödd segja: Þetta er eina hljóðið, sem stígur upp frá lijarta Gerhards Sch.s, Guði til dýrðar. — Svo leið heil vika. Organ- smiðurinn Iét engan sjá sig. í kyrð og einveru háði hann stríð við sjálf- an sig, og lærði að þekkja dulspeki Guðs. Á nýársdag lét hann aftur sjá sig. En þá ljómaði andlit lians af gleði. Frá þeim degi lifði hann setn Krists þjónn. Hann lifði fyrir látæka og nauðsladda. — Að honum látnum fundu menn þessi orð greipt í nótnaborð hans: Veröldin er orgel Guðs. Lif hvers einstaks manns er hljóðpípa, sem á að gefa frá sér hljóð, Guði til dýrðar. EDINBORG selur allar vörur með gjafverði fram yfir nýár. — Til jólanna — höfum við flestar vörur, sem fölk þarfnast, og ]tar á meðal nýtt og saltað kjöt, sem daglega er selt frá íshúsinu.

x

Jólatíðindi Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólatíðindi Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/474

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.