Ljós og sannleikur - 01.09.1919, Side 5
Ljós og sannleikur.
53
var borð, og á borðinu voru noklcrir smá-
koddar með ýmsum litum og dökkblátt
gler. Á veggjunum héngu þúsundir af smá-
spjöldum, og á hvert spjald var ritað eití
mannsnafn.
„Hvaða spjöld eru þetta?“ spurði ekkjan.
„það eru nöfn þeirra, sem hingað bafa
komið, í lilcum tilgangi og þú núna.“
„Hvaða gler eru þetta, og til hvers eru
þessir koddar?“
„pað munt þú fá að vita.“
Konan gekk nú að borðinu, tók hvilan
kodda, og strauk honum yfir glerið.
„Yiltu líta í glerið? Hvað sérðu?“
„Eg sé hamingjusamt heimili; mann og
konu og tvö börn.“
„Fyrir þcssum börnum liggja mjög ólík-
ar lifsleiðir.“
Konan tók nú Ijósbláan kodda og strauk
yfir glerið. — „Hvað sérðu nú?“
„Eg sé ungan og fríðan mann, sem situr
við skrifborð, og ung og frið kona situr
hinumegin."
„það er drengurinn, sem þú sást áðan.“
Konan tók nú dökkbláan lcodda og straulc
yfir glerið.
„Líttu í glerið, og segðu mér hvað þú
sérð.“
„Eg sé unga konu, með fjögur börn i
kringum sig. Hún grætur. Fullorðinn mað-
ur liggur sofandi i rúmi, og andlitið er af-
myndað af ofdrykkju.”
„Konan, sem grætur, er litla telpan, sem
þú sást fyrst.“
„Vesalings barnið,“ andvarpaði ekkjan.
„Belra, að Guð hefði telcið hana til sín, þeg-
ar hún var barn.“
Konan tók nú svartan kodda og strauk
yfir glerið. — „Hvað sérðu nú?“
Ekkjan leit í glerið. „En hvað hann er
líkur manninum mínum sáluga,“ hugsaði
liún; „það geur ekki verið liann, hann var
alt af svo liciðarlegur og elskuverður. Nei,
það er einhver annar.“
„Hvað sérðu?“ spurði konan aftur.
Eg sé tvo lögregluþjóna, sem leiða á milli
sín mann, sem fjötraður er handjárnum.“
„Hefði ekki verið betra, að hann hefði
dáið, þegar hann var barn?“
„Aumingja maðurinn,“ andvarpaði
ekkjan.
Konan tók nú hvítan kodda, með ljós-
blárri rönd utan með og gyltri kórónu i
miðjunni.
Ekkjan leit í glerið.
„Drengurinn minn, elsku litla barnið
mitt!“ hrópaði ekkjan.
„Hvað sérðu?“ spurði konan.
,,Ó, eg sé litla dreginn minn. Hann er
klæddur hvítum skrúða, og heldur á hörpu
og leikur á liana ásamt mörgum börnum,
sem eru eins klædd og Ieika einnig á
hörpur.“
„Yiltu ekki fá hann til þín aftur?“
Ekkjan hugsaði sig um. — „Eg veit það
ekki. Get eg ekki komist þangað líka?“
„Ekki enn þá,“ sagði konan. „Bið þú Guð
að skapa í þér hreiní hjarta, og þá munt þú
fá að sjá hann og drenginn þinn, þegar þú
kveður heiminn.“
„]?á vil cg fá drenginn minn aftur!“ hróp-
aði móðirin í örvæntingu.
„Viltu fá að vita, hver maðurinn er, sem
þú sást seinast?"
Ekkjan hrökk við. „Hann, sem var svo
líkur manninum mínum sáluga,“ hugsaði
hún. — „pað er rétt, eg var húin að gleyma
honum.“
„það er drengurinn þinn, hefði hann lif-
að. Nú ræður þú, hvort þú krefst þess, að
fá hann aftur.
Konan, salurinn og höllin var horfin. —
Ekkjan lá vakandi i rúmi sínu.
„Var þetta draumur?“ hugsaði hún. „Já,
vissulega að eins draumur.“ — Síðan lokaði
hún augunum, og sagði: „Drottinn, eg
þakka þér fyrir að þú hefir ekki bænheyrt
mig. Eg þakka þér fyrir, að þú tókst barnið
mitt til þín, meðan það var saklaust. Já,
faðir, nú sé eg, að það ert þú, sem stjórnar
öllu og veist hvað okkur mönnunum er fyr-
ir bestu. Vertu mér náðugur og miskunn-
samur, svo að eg fái að sjá drenginn minn
þegar eg kveð þennan heim, og fái hlutdeild
í þinni eilífu sælu. Blessaði frelsari, heyrðu
mína bæn, sökum þinnar eilífu miskunn-
semi. Amen.“ M. í.