Ljós og sannleikur - 01.09.1919, Blaðsíða 8

Ljós og sannleikur - 01.09.1919, Blaðsíða 8
56 Ljós og sannleikur Á þessum síðustu tímum ættu öll Guðs Lörn að vera vakandi. Yér erum ekki í neinum efa urn það, að hinn dýrðlegi dagur sé i nánd. Guðs heilaga kirkja, brúðir Krists, hefir ár eftir ár og öld eftir öld verið að búa sig undir að taka á móti brúðgumanum. Og senn mun hún sjá vonir sínar rætast. Innan skamms mun hinn blessaði brúðgumi koma og gleðja oss með návist sinni. pá mun fagnaðarsöngur- inn óma frá ótal sálum, er hafa þráð komu hans. Eftir hina myrku nótt mun hin fagra morgunstjarna Ijóma, og Drottinn vor Jesús Kristur mun lifa og rikja um aldir alda. „þreyið því hræður, þangað til Drottinn kemur. Sjá, akuryrkjumaðurinn bíður eftir hinum dýrmæta ávexti jarðarinnar og þrey- ir eftir honum, þangað til hann hefir fengið haustregn og vorregn. preyið og þér, styrkið hjörtu yðar, þ v i að koma Drottins nr í n án d. E. A. S. Vitnisburður. Eg er ekki ríkur af orðum,eneins og skrif- að stendur: Guðs ríki er ekki fólgið í orð - um heldur krafti. Eg vil því með Guðs náð og hjálp skrifa um það, sem hann hefir gert fyrir mig. Eg hefi verið sjómaður í mörg ár og að mestu leyti gengið mínar eigin göt- ur. En svo var það einn dag, að Guð sýndi mér, að eg var glataður syndari, og þá sá eg, að að eins fyrir blóð Jesú Krists, Guðs sonar, var frelsi að finna, þvi að hans blóð hreinsar oss af allri synd. Og það var einn æskuvinur minn, sem Guð notaði sem verk- færi i sinni hendi, til að leiða mig til sín. J?egar eg sá, hvað Guð hafð gert fyrir hann, gat eg ekki efast um, að Jesús væri máttug- ur til að frelsa mig. Og Jesús sigraði sáJ. mína. Lofað veri hans heilaga nafn. Eg endurfæddist til lifandi vonar, og var nú alt sem nýtt fyrir augum mér. Eg hætti nú við sjómenskuna til þess að geta verið meðal Guðs barna. Og nú gaf Guð mér stöðugt meira og meira ljós. Eg sannfærðist um, samkvæmt boði Jesú Krists, að mér bærý að láta skíra mig í vatni, úr því eg var endurfæddur. Eg gekk hlýðn- innar veg og það voru dýrðleg spor. Nú fór eg að biðja Guð að gefa mér heilagan anda, þvi að sál mína hungraði og þyrsti eftir Guði. En svo var það um tíma, að eg fór að ganga i mínum eigin krafti, og viltist burt af hinni einföldu braut, sem eg byrjaði að ganga. Og svo liðu fleiri mán- uðir, að eg var í villu og svima. Eg hafði hlustað á annarlegar raddir og var komin út í myrkrið. pá leit Guð enn í náð til mín og sýndi mér, að réttlæting fæst að eins fyrir lifandi trú á Jesúm Krist. Nú skein mér aftur Guðs ljós, og sál mín fyltist fögnuði. Mitt andlega líf þroskaðist dag frá degi, og loks slcirði Guð mig með heilögum anda og eldi. pá lofaði eg Guð hástöfum og talaði nýjum tungum, eins og postular Jesú gerðu. pá fann eg þá gleði og þann frið í sál minni, sem yfirgengur all- an skilning. Eg teigaði lífsins vatn, sem slekkur allan þorsta. Oft hafði Guð áður blessað sál mína, en þetta var svo dýrðlegt, að eg megna eklci að lýsa þvi með orðum. Hver og einn verður að finna þessa sælu sjálfur, ef hann á að geta skilið, hvað hún er dýrðleg. Kæra sál, þú sem enn hefir ekki fundið Guð, kom þú til Jesú, því að hann elskar þig, já, hann elskar þig svo mikið, að hann fórnaði lífi sínu fyrir þig. Hver sem á hann trúir mun ekki glatast, heldur hafa eilíft lif. Andinn og brúðurin segja: Kom þú! — Sá sem þyrstur er, hann komi. Hver sem vill, hann taki ókeypis lífsvalnið. (Opinb. 22 :17). Nú eru bráðum tvö ár liðin, síðan Guð frelsaði sál mína, og það hefir verið sæll tími. í hans náðarörmum hvili eg öruggur um tíma og eilífð. Jakob Larsen. FélagsprentsmiSjan.

x

Ljós og sannleikur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur
https://timarit.is/publication/479

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.