Ljós og sannleikur - 01.12.1919, Side 3
Ljós og sannleikur
75
hvetja þá til a'ö vaka og vera viöbúnir þeim mikla
degi. — Ó, eg vildi að eg gæti látið hjörtu brenna
af þeim sannleika, að Drottinn kemur skjótt.
Já, vegurinn er þröngur, en hann er nógu breið-
ur handa Jesú og mér. Eg er ekki laus viö óvild
-annara, en hann hefir borið það fyrir mig, og
eg er fús til að bera hxað sem helst er fyrir hann,
því hann hefir sagt: „Ef heimurinn hatar yður,
þá vitið, að hann hefir hatað mig á undan yður.“
(Jóh. 15, 18). Eg lofa Jesúm fyrir það, að hann
úthelti sinum heilaga anda yfir mig. Allir geta
átt kost á því. Biðjið Drottinn um regn á vortím-
unum.“ (Zak. 10, 1). Lausn yðar er i nánd. Dýrð
sé Drotni Jesú! Hann fullnægir oss öllum. Full-
nægir hann þér? Er hann þinn elskaði vinur?
Sé ekki svo, þá bíð þú í þolgæði. Hann kemur
(Hebr. 10, 36. 27.). Hvert orð vors guðs er satt
og bregst aldrei. Legðu alt í sölurnar, því hann
er langt um meira verður en alt, sem þú getur
i sölur lagt. Hann mun vel fyrir sjá. Hann kemur
og, ef vér erum trúir, þá munum vér ríkja með
honum.“ (Opinb. 1, 5. 7.). En þar sem hann er
mér svo dýnnætur og eg fæ að lifa i himneskum
veislufagnaði, þá er sú hlutdeild eigi handa mér
einum. Eg verð að fara út á hvítu akrana og
segja öllum frá þessum fagnaðarboðskap, sem
mér hefir verið birtur af honum. Eg er svo þakk-
látur fyrir það, að hann hefir veitt mér rétt til
að fara; eg trúi honum einum fyrir líkama mín-
um, sál og anda. Hann hefir lofað að sjá mér
fyrir öllu, sem eg þarf við, samkvæmt þessu
orði: „Minn Guð mun uppfylla allar þarfir yðar
af sinni dýrðlegu nægt, vegna Jesú Krists.“ (Fil.
4, 19)-
Eg bið hvern ykkar fyrir sig, sem eruð i sam-
félagi við Krist, að bera mig á bænarvængjum
og lofgerðar, til þess að eg megi varðveitast i
auðmýkt, negldur á kross Krists, til þess að hans
megi verða dýrðin í öllum greinum, og hann megi
fyrir mig ávinna sér til handa margar dýrmætar
sálir.
Einn og alla Kristur kallar:
„Komið, lítið á
hvíta aki'a, verkmenn vantar,
vinni hver sem má.“
Komum, helgum hirði vorum
hjarta vort og líf,
því aö hann og enginn annar
er í s t a r f i hlíf. —
Guðleg lækning.
Hér er um líkamlega lælcningu að ræða. Ritn-
ingin segir, að það sé ein af náðargjöfum Guðs,
trúuðum mönnum til handa, að þeir geti læknað
ýmsa sjúkdóma með bæn fyrir hinum sjúku.
Það var sérstaklega faliö öldungum safnað-
anna eða prestunum. Og þess eru dæmi nú á tím-
um, að tæring, krabbamein, taugaveiki og hita-
sóttir m. fl., hefir verið læknað á þann hátt.
Prestur nokkur segir frá þvi nú fyrir skemstu,
að kona hafi beðið sig að lækna sig með smurn-
ingu og bæn. Hann færðist undan því. Hann
kvaðst egi hafa nógu sterka trú til þess. Og að
þvi yrði dregið dár, ef hann færi að fást við
þær lækningar og hefði eigi trú.
En þetta varð til þess, að hann fór að rann-
saka orð Guðs um þetta efni, og sannfærðist þá
um, að það ætti að vera eitt af hlutverkum orðs-
ins þjóna, að framkvæma þessar lækningar í
nafni Jesú Krists, eins og Kristur gerði og post-
ular hans.
Um Krist var þessu spáð: Vorar þjáningar
voru það, sem hann bar og vor harmkvæli, sem
hann á sig lagði o. s. frv. (Jes. 53, 4, 5). Alla
þá, sem sjúkir voru, læknaði hann (Matth. 8, 16
—17). Hann læknaði larna manninn bæði andlega
og líkamlega (Mark. 2).
Presturinn komst að þeirri niðurstöðu, að Guð
hefði sent son sinn til að lækna menn, ekki sálir
manna einar, heldur og allan manninn, líkama,
sál og anda. Samkvæmt því ætti kirkjan, söfnuð-
ur Krists, að bæta jafnt úr líkamlegu sem and-
legum meinum manna með krafti Guðs. Hún á
að prédika það, hún að kenna það. Drottinn gaf
kirkjunni presta og þjóna. Þjónar hans áttu að
boða fagnaðarerindið öllum þjóðum, samkvæmt
orðum Krists: „Farið og kristnið allar þjóðir og
kennið þeim að halda alt, sem eg hefi boðið yður.£’
(Matt. 28, 19. 20.). Þetta atriði um það, að frið-
þægingin eigi að ná til m a n n s i n s a 11 s, má
þá heldur eigi undan fella.
í bréfi Jakobs, „bróður Drottins“, segir Drott •
inn: „Sé einhver sjúkur yðar á meðal, þá kalli
hann til sín öldunga safnaðarins og þeir skulu
smyrja hann meö olíu í nafni Drottins og biðjast
fyrir yfir honum, og trúarbænin mun gera hinn
sjúka heilan, og Drottinn mun reisa hann á fætur