Ljós og sannleikur - 01.12.1919, Side 8
8o
Ljós og sannleikur
jjurfandi mönnum. Óteljandi eru j)au félög og
stofnanir, sem vinna að jDví, að efla sanna vel-
ferð mannkynsins.
Hvað er kirkjan?
1) Heimili eða heimilsfólk, andleg fjöl-
skylda, með öllum jieim fögnuSi, áhrifum og
tryggingu, sem Jiví fylgir.
2) S k ó 1 i, jiar sem lærisveinarnir (nemendur)
eru aS læra lifsspekina af hinum guSlega kenn-
ara sínum.
3) S j ú k r a h ú s, jiar sem jieir, sem eru
sjúkir af synd, eru styrktir meS svo góSri meS-
ferS, sem unt er.
4) H e r, sem er alinn upp til aS taka þátt í
stríSi Drottins viS alla synd, alt ilt, hvarvetna.
5) Verkmannafélag, sem heldur uppi
verki Drottins og fullgerir kristniboSiS um heim
allan.
Lj ósgeislar.
„Afl þeirra hluta, sem gera skal.“
f>að er sagt, að hinn frægi lærdómsmað-
ur Tliomas frá Aqvinó, hafi einu sinni heim-
sótt páfann i Róm. Páfinn sýndi honum öll
auðæfi sín og mælíi: „Nú þarf kirkjan ekki
að segja: Silfur og gull á eg ekki!“ „Satt
er það að vísu,“ svaraði Thomas, „en nú
getur kirkjan ekki heldur sagt: Statt upp
og gakk!“
pað er ekki a u ð u r i n n, sem er afl
þeirra hluta, sem gera skal, í kristilegum
skilningi, heldur kærleiki Krists, sem
knýr oss til að efla dýrð Guðs og sanna
velferð mannanna.
„Vondur félagsskapur spillir góðiun siðum.“
pctta kristilega spakmæli má eigi
skilja svo, að eigi megi eyða vondum
siðum með góðum félagsskap. — Skáldið
milda, William Shakespeare, segir
einhverstaðar: „Sjúkdómurinn er næmur, en
heilbrigðin ekki.“ þetta er ekki nema hálf-
ur sannleikur. Heilbrigðin, þ. e. t r ú o g
s i ð g æ ð i, geti lika fyrir náðaráhrif Guðs
anda orðið næm. Næm var heilbrigðin á
hvítasunnudaginn fyrsta. ]?á eyddi góður fé-
lagsskapur, samfélagið við Drottin, vondum
siðum; alt varð nýtt.
„Ver traustur í orði og traustur í verki,
þeir taka það eftir, þú ljós sér þess merki,
því vit þú, að ekki er satt, þótt þeir segi,
að sjúldeikinn sé næmur, en heilbrigðin
eigi.“
Varðveitum í anda samfélagið við Krist; þá
eflast góðir siðir, — þá eyðast vondir siðir.
Ilmurinn af Icirnum, sem er i kringum
rósirnar, segir til, hvar leirinn hafi verið.
Merki hins vonda félagsskapar, sem vér höf-
um verið í, loða við oss, þrátt fyrir aít, sem
oss er unt að gera. pað lýsti af ásjónu Móse,
þegar liann kom ofan af Sínaífjalli og hafði
verið 40 daga með Guði.
Sjaldan batna menn við það, að hafa eigi
aðra fyrirmynd en sjálfa sig að líkja eftir.“
Persnesk dæmisaga.
Svo segir í persneskri dæmisögu: „Einu
sinni fann ferðamaður leirkökk; af honum
lagði svo sætan ilm, að ilmurinn fylti alt
herbergið. „Hver ert þú?“ spurði ferðamað-
urinn, „ertu einhver gimsteinninn frá Sam-
arkand (höfuðborginni í Persiu), eða nar-
dus-smyrsl i ljótum umbúðum eða önnur
dýrindis vara,“
„Nei, eg er ekkert annað en leirkökkur.“
„Hvaðan kemur þá þessi undursamlegi
ilmur, segðu mér?“
„Vinur minn, ef eg á að segja þér eins
og er, þá hefi eg verið hjá rósinni.“
petta er fögur, yndisleg dæmisaga. Oss
er svo kært að vera hjáSarons rósinni og láta
ilminn af henni berast út frá oss, hversu lág-
ir og lítilfjörlegir sem vér erum. Dvel hjá
oss, Drottinn, til þess að vér getum fengið
ferskan ilm frá þér og orðið meðbræðrum
vorum ilmur til lifs.
Félagsprentsmiðjan.