Ljós og sannleikur - 01.01.1920, Qupperneq 2
82
Ljós og sannleikur
Ófriöarbáliö með grimdar gný
geisar nú örjjjáðum heimi í.
Bræður, ó, verum á verði því:
Jesús, hann kemur senn.
Lifandi vottar.
Allir kristnir menn eiga að vera vottar Jesú,
„Þér skuluð vera v ot t a r mínir,“ sagði Jesú
við lærisveina sína.
En til eru 1 i f a n d i vottar og til eru dauð-
ir vottar í kristnum söfnuðum.
Lifandi vottar hafa 1 i f a n d i t r ú;
trú, starfandi í kærleika. þeir eru glaðir í von-
inn, brennandi í andanum, j^olgóðir i þiáning-
unni og staðfastir í bæninni.
Dauðir vottar hafa dauða trú, trú, sem ekki
er nema köld játning með vörunum og betrar
hvorki hjartað né lífernið. Þeir hafa v o n, en
sú von er engin v i s s a, þeir eru hálfvolgir í
andanum, möglandi í j)jáningunum, og biðj-
andi eru jæir ekki. „Eg heilsa Guði“, sagði al-
jjektur vantrúarmaður, „en við tölumst aldrei
við.“ Svonar eru dauðir vottar. Þeir bera meiri
eða minni virðingu fyrir ytri siðum kirkjunnar
og fylgja venjunum, en þeir biðja ekki. Þeir
láta skrá nöfn sín í kirkjubækurnar, þeir gjalda
til prests og kirkju nokkurn veginn umyrðalaust,
þeir láta skíra börn sín og ferma og fara með
þeim til altaris; en j)á er lika lokið. Þeir fylgja
siðunum, lengra fara J>eir ekki. — Að öðru leyti
lifa þeir, eins og regluleg veraldarbörn.
Ekkert er þeim ver við en ákveðinn, lifandi
kristindóm. Ef einhver er svo djarfur að segja
þeim, að trú þeirra sé ó n ý t, því að hún sé
ekkert nema litur utan á þeim, þá reiðast þeir
sannleikanum. Þeir halda dauðahaldi í „gömlu
fötin“, sem Jesú talar um og vilja í hæsta lagi
láta eitthvað bæta þau; en að fá sér ný föt,
algerlega nýog fleygja gömlu tötrunum,
þykir þeim hin mesta óhæfa. Þeir vilja ekki
þigfgrja. brúðkaupsklæðið, náð Guðs fyrir
Jesú Krist. Þeir vilja koma á fund hins
heilaga Guðs í sínum eigin fötum.
En hvernig geta dauðir vottar orðið lifandi?
Geta þeir það af eigin skynsemi eða krafti?
Nei, því getur ekkert til leiðar komið, nema
Vik fyrir deginum, dimma nótt!
Dýrðlegi brúðgumi, kom j>ú fljótt!
Veit þú oss gleði og vonarþrótt:
Jesús, hann kemur senn.
Guðs h e i 1 a g i a n d i m e ð o r ð i G u ð s.
Orð Guðs, sem er beittara hverju tvíeggjuðu
sverði, smýgur inn milli sálar og anda hins
synduga manns. Honum opnast augu, hann sér,
að hann er aumur syndari í augum Guðs, stadd-
ur í dauðans háska í andlegu tilliti. Hann verð-
ur djúphyggur, eins og Pétur í garði æðsta
prestsins og biður og andvarpar eftir náð, j>ang-
að til páskadagsmorguninn rennur upp í lífi hans
og hann hittir sinn upprisna frelsara og fær aö
heyra fyrirgefningarorðin af vörum hans sjálfs.
Þá er hann orðinn lifandi vottur. Þá
verður vonin að lifandi vissu, að sannfæringu,
sem hefir fult vald á honum, j>á verður hann
þolgóður í hverri þjáningu, því nú þjáist hann
vegna Krists, sem elskaði hann að fyrra bragöi
og nú er orðinn einkavinur hans. Nú er hann
orðinn brennandi i andanum, nú villi hann vinna
verk Guðs, reisa þá, sem fallnir eru, eins og hann
var sjálfur, leiða þá til frelsarans. Þá getur hann
sungið af heitu hjarta:
Jeg vil með þér Jesú stríða,
eg vil finna týndan sauð,
eg vil lækna sár, er svíða,
seðja j)á, sem vantar brauð,
eg vil með j)ér líka liða,
lausnarinn góði, kross og nauð.
Nú verður hann í bæninni staðfastur. Nú ákil-
ur hann áminningar frelsarans. „Vakið og biðj-
ið, svo j)ér fallið ekki í freistni.“ Og nú biður
hann ekki eingöngu fyrir sér, heldur fyrir öðr-
um og biður urn það eitt, að Guðs ríki, Guðs
heilagi andi, komi til sín og þeirra og að Guðs.
vilji verði með sig og j>á.
„Gjör við mig, sem j>ú vilt,
j>inn v i 1 j i æ sé minn!“
„Bætið ráð yðar, og snúið yður, til þess að
syndir yðar verði afmáðar," segir Drottinn.
Ef j)eir, sem kristnir éru kallaðir, skildu al-
ment, livað þessi bót og betrun er, og vildu alt