Ljós og sannleikur - 01.01.1920, Síða 6

Ljós og sannleikur - 01.01.1920, Síða 6
86 Ljós og sannleikur Guðsþjónustan þín. Maður nokkur hafSi þann siS að segja viS konu sína á hverjum sunnudagsmorgni, þegar kirkjuklukkurnar hringdu: „Far þú til kirkju og biö þú fyrir okkur báðum.“ Konan var eink- ar trúrækin og var þaö hiö mesta hrygöarefni aö fara sífelt ein síns li'ös; henni féll það þungt, aö þau skyldu eigi vera samhuga í svo mikils- varSandi máli, en hún gat hvorki meS bænum sinum né áminningum haft nein áhrif til batn- aSar á þennan hugsunarhátt mannsins síns. Svo fór hún alein til kirkju sunnudag eftir sunnu- dag og bað fyrir þeim báöum. Svoa liðu mörg ár. Þá bar svo til einu sinni, a'ð manninn liennar dreymdi draum. Honum jjótti hann vera dáinn og konan hans líka, og svo stóöu þau bæði og biöu fyrir utan dyr himna- ríkis. Loksins kom Pétur postuli og lauk upp hliðinu og hleypti konunni inn, og sagöi um leitS: „Þú mátt ganga inn fyrir ykkur bæöi.“ SiSan var dyrunum lokað og maöurinn varð að híma úti fyrir fullur örvæntingar. Næsta sunnudag eftir fór maðurinn með konu sinni til kirkjunnar. Og upp frá því tók að birta yfir sálu hans; nú lá vegurinn til Guðs og frels- arans opinn fyrir honum. Nú vildi hann á hverj- um einasta sunnudegi njóta þessarar sælu gleði, sem hann var nú búinn aö kynnast. Nú skildi hann konu sína og þakkaöi Guöi fyrir, aö hann heföi leitt sig til hans meö drauminum. Sá, sem aldrei ratar til kirkju í þessu lífi, má auövitaö vera viö því búinn, að dyrum himna- ríkis veröi lokaö fyrir honum. Sá, sem aldrei skeytir neitt um Guö, í þessu lífi, þarf eigi þess aö vænta, aö Guð muni skeyta um hann í eilífð- inni. Leitaöu því Drottins meö allri kostgæfni, meðan þú dvelur hér á jöröu. Ef þú finnur hann, þá sleppir hann þér ekki; þá veröur hann þinn skjöldur og sól um tíma og eilífð. — Klukkan slær, tíminn líöur, eilíföin fer í hönd. Notum því timann dýrmæta og þjónum Drotni í allri kostgæfni; þá komumst vér áreiðanlega beim. Dæmisaga handa börnum. Þegar Guð skapaöi fuglana í öndverðu, þá voru þeir allir raddlausir. Þá bauö Guö einum hvíta englinum sínum að fara niður til jaröar og kenna fuglunum að syngja, kenna þeim að lofa skapara sinn, eins og góöu englarnir gera þaö á himnum. Engillinn geröi, sem Guö bauð honum. Hann stefndi íuglunum saman, og nú hófst kenslan. Fljótt kom þaö í ljós, að fuglarnir voru ekki all- ir jafn næmir. Sumir voru fjarska fljótir að læra og sungu brátt jafn vel og kennarinn, aðrir voru afarseinir og sífelt hjáróma. Þvi eítirtektarsam- ari sem fuglarnir voru, ])ví fljótari voru þeir aö ná hreinu og réttu hljóði; en ef þeir tóku illa eftir eða hlustuöu ekki á engilinn, heldur á hina fuglana eða gláptu út í bláinn, eöa á i'ðgræna, blómskrýdda jöröina, þá lærðu þeir annaöhvort ekkert eða sungu alt skakt. í þessari sögu er fólginn guðlegur sannleikur. Þið muniö eftir því, að Jesús sjáífur kendi oft í svipuðum dæmisögum. Guð vildi kenna litlu fuglunum að syngja, til þess þeir gætu lofað hann. Söngurinn var því betri, sem hann var skærari og hærri. Guö vill kenna litlu börnunum að syngja, kenna þeim aö tala og breyta svo, að hann geti haft gleði af þeim. En það geta þau ekki lært, nema þau hlusti á raustina hans, en raustin hans er o r ð i ð hans. Þvi betur sem þau taka eftir raustinni hans, þvi betur getur hann kent þeim aö syngja, ]>ví likari geta þau orðið honum. — Jesús er raust Guðs; hann er orðið hans; hann talar til ykkar í biblíunni, Guðs heilögu bók og i hverjum fögrum sálmi og versi, sem pabbi og mamma kenna ykkur.Á raustu Jesúeiga börnin að hlusta, henni eiga þau að hlýða, ef þau vilja verða sæl og glöð. Þið munið, að Jesú söng sjálfur lofsöng með lærisveinum sínum. Enginn liefir sungið eins og hann á himni né jörðu. En ef börnin gleyma að hlusta á það, sem Jesú segir og syngur, og hafa í þess stað allan hugann á leikföngunum sínum eða á öðr- um börnum, þá fer alveg eins fyrir þeim og litlu ftiglunum í sögunni. Þá læra þau alls ekki að syrigja, ])á læra þau alls ekki að tala og hegða sér svo, að Guð hafi gleði af þeim, eins

x

Ljós og sannleikur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljós og sannleikur
https://timarit.is/publication/479

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.