Kári - 10.09.1918, Blaðsíða 6
14
K Á R I
þjóðfjelaginu, piltunga, sem við eigum og
getum heimtað að látnir sjeu sæta hegningu
og útskúfaðir úr samfjelagi heiðvirðra manna.
Eins og fram er tekið áður, hurfu þeir
sem skrifað höfðu nöfn sín á oft áminst
skjal frá neitun sinni á nöfnunum, þegar
þeir sáu sín eigin handar nöfn. Þó var það
fyrst, þegar jeg aftur var orðinn frjáls mað-
ur, að þeir gáfu út skrifflegar yfirlýsingar
um, að þeir hefðu aldrei ætlað að saka mig
nje aðra um að hafa falsað nöfn þeirra, en
hefðu þeir leiðst út i að synja fyrir nöfnin
a/ því að þeim hafði verið sijnt eftirrit af
skjaliiiu —, og lauk svo rannsókn málsins
á þeim slóðum. Bæjarfógetinn hjer sendi
svo Einari Arnórssyni útskriftirnar af próf-
unum i Árnessýslu svo og af vitnayfirheyrsl-
unni hjer, sem, þegar alt var borið saman,
ótvírætt sannaði sakleysi mitt. Hefir bæjar-
fógeti auðvitað talið sjálfsagt að Einar Arn-
órsson mundi þegar i stað skipa sjer að
lúka rannsókninni, þegar hann sá hvernig
málinu horfði við, en það var nú öðru nær.
Einar sendi bæjarfógeta skjölin aftur og ljet
þeim skipun um að láta halda rann-
sókninni áfram. Þetta var milli jóla og ný-
árs, en um þrettánda krafðist bæjarfógetinn
enn að nýju ályktunar Einars Arnórssonar,
sem svo viku síðar sendi honum brjeí með
tilkynningu um, að stjórnarráðið hefði á-
kvarðað, að ekki skyldi frekar gert í mál-
inu. Mun honum þá hafa þótt lárviðarlaufa-
dyngja sú, sem Oddur, Eirikur og hann
höfðu hlaðið sjer af málum þessum, vera
orðin nægilega þykk til þess að þeir fyrst
um sinn gætu hvílst á henni.
Þegar jeg loksins fjekk aftur frelsi miti,
var ein af fyrstu alhöfnum mínum sú, að
ganga upp í stjórnarráð, til þess að biðja
um afrit af kærunni, sem jeg hefði verið
lekinn eftir, bæjarfógetinn lofaði mjer að
hún skyldi verða send með mjer til Eyrar-
bakka og sem einnig var lesin upp fyrir
mjer i byrjun rjettarhaldsins þar. Kæra
þessi sagði Eiríkur sýslumaður mjer þá, að
væri undirskrifuð: Páll Jönsson, Oddur
Gíslason eftir umboði, en ekki sá jeg nöfn
þessi á skjalinu, enda bað jeg ekki um að
fá að sjá þau, þar eð jeg hafði enga ástæðu
enn þá fengið til þess að gruna Eirik um,
að hann færi ekki með rjett mál. Þegar jeg
kom í stjórnarráðið, var mjer þverneitað
um afrit af kærunni og sneri jeg mjer þá
til málafærslumanns og bað hann reyna að
ná þvi. Hann tjáði mjer síðar að hann hefði
hvorki fengið afrit af kærunni nje einu
sinni fengið að sjá hana, en hetði hann
fengið nóg af vöflum og vifilengjum um,
að stjórnarráðið mundi nú geta látið höfða
sakamál án þess að slcrifleg kæra lægi fyrir,
og að það mundi nú líklega engin skriíleg
kæra vera í þessu máli. Jeg þóttist nú vita
að Einar Arnórsson hefði ekki verið svo
mikill asni að láta Odd Gíslason siga sjer
út í þetta mál, án þess að hafa eitthvað
skriflegt að bakhjarli, ef alt færi út um þúf-
ur. G^ekk jeg því heim til Odds Gíslasonar
og spui-ði hann i einlægni að því, hvort
hann hefði skrifað á mig kæru eða hann
hefði ekki gert það. Hann sagði mjer jafn
einlæglega ad hann liefði skrifað á mig kœru,
en ekki kvaðst hann muna, hvort hann
hefði skrifað hana í eigin nafni eða i nafni
Páls Jónssonar í Seljatungu. Og jafn ein-
læglega sagði hann óviðkomandi manni frá
því all-löngu síðar, að hann hefði sagt mér
frá þessu og sór sá maður þá umsögn hans
upp á hann í rjettinum, þegar hann ómenslc-
aðist við að reyna að þræla fyrir þau orð
sin. Þegar dómsmálaskrifstofustjórinn frjetti
það, að Oddur hefði meðgengið fyrir mjer,
að hann hefði skrifað kæruna, játaði hann
lika, að kæran væri geymd þar, en neitaði
nú enn fastara en áður að sína hana eða
að láta i tje eftirrit áf henni. Gerði jeg itrek-
aðar tilraunir til þess að fá einhvern botn
i þessu, en alt árangurslaust.
Mig tók nú að gruna, að hjer hlyti að
vera eitthvað myglað i pokahorninu, ef
kæran var til og undirskrifuð aí Páli í
Seljatungu, eða eftir umboði frá honum,
gat jeg ekki fundið nokkura skynsamlega
ástæðu fyrir þessari miklu leynd, sem yfir
henni var haldið. Og að kæran væri til gat