Liljan - 01.12.1916, Blaðsíða 12

Liljan - 01.12.1916, Blaðsíða 12
100 LILJAN rósum«, mælti hún. »Heldurðu að hann skilji ekki, að þær eiga að tákna heimilið okkar?« Champ Thorne og Barbara voru að aka í bifreið kringum Central Park, þótt framorðið væri. »Hversu undursamlegir eru vegir Drottins«, sagði Barbara. »Ef ungi maðurinn í Wall Street hefði ekki bjargað Mr. Hastings, hefði hann ekki getað hækkað kaupið þitt, þú hefðir ekki beðið mig að giftast þér og hefðirðu ekki gert það, hefði pabbi heldur ekki gefið mér brúðargjöf, og — « »Og« greip Champ fram í, »þá hefðu þúsundir þræla verið enn þá grafnir inni í fenjaskógnum, ræntir nærveru eiginkvenna og barna, sólarljósi og með- bræðrum. Þeir hefðu enn þá dáið þar úr hitasótt, sulti og misþyrmingum«. Hann tók báðum höndum um hönd hennar og bar fingurgóma hennar að vörum sér. »Og þeir fá aldrei að vita það«, hvíslaði hann, »að þeir eiga þetta alt þér að þakka«. Jimmy Reeder og riðilnautur hans, Sam Sturges,, vögguðu og rugguðu hvor í sínu strigahengirúmi úti á Hunters ey. Hitinn, tunglskinið og bitmýið vörn- uðu þeim svefns. »Pú gerðir vel í dag«, sagði Jimmy, »þegar þú bjargaðir hundinum. Hann hefði druknað, ef þú hefðir ekki verið«. »Nei, nei«, sagði Sam, sem vildi gæta sannleik- ans í hvívetna. »Vatnið var ekki svo djúpt«. »Jæja, skátahöfðinginn ætti þó að vita það«, hélt Jimmy áfram, »liann sagði, að í dag hefði þitt »góð- verk« verið það bezta«.

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.