Liljan - 01.01.1916, Blaðsíða 12

Liljan - 01.01.1916, Blaðsíða 12
8 LILJAN Snúir þú þér til suðurs er austur til vinstri, vestur til hægri og norður að baki. Um nætur er hægt að finna norður með því að gæta að hvar Pólstjarnan er, en hún er altaf beint í norðri. Pól- stjörnuna getur þú fundið með því að hugsa þér línu dregna í gegnum afturhjólin á karlsvagninum og framlengja hana síðan, þá sker hún Pólstjörnuna. L i I j a n dregur nafn sitt af merki þvi er Skátar í öllum löndum hafa. Blöð hennar benda upp á við og minna skáta á að gera ávalt skyldu sína glaðir og brosandi. Pau minna á það að keppa hærra, því skátar eiga að setja markið hátt. Tilgangur blaðsins ,LIJjan‘ er að glæða þekkingu manna á heilbrigðu og góðu drengjalifi og munu því birtast í blað- inu greinar um það efni bæði frumsamdar og þýddar. Útgefendur eru Væringjar (skátar K. F. U. M.), sem fylgja þar sið félagsbræðra sinna erlendis. Efni blaðsins verður valið þannig, að það verði til gagns og gamans bæði fyrir skáta og alla aðra drengi. Sögurnar verður reynt að hafa hvetjandi og skemtilegar og getur fullorðið fólk cinnig liafl l'ull not þeirra. Blaðið kemur út einu sinni i mánuði og verður ýmist 4 eða 8 siður að stærð og kápa þar að auki. Verðið er 60 aurar á ári og greiðist fyrsta marz. Út um land kostar blað 1 kr. og greiðist fyrirfram. Blaðið er gefið út i trausti þess að almenningur skilji gagnsemi félagsins og styrki því þelta fyrirtæki sem drengirnir liafa ráðist í. Spakmæli. Prýddu sérhvern dag, sem líður, með góðu verki, þá mun gleði þín aldrei taka enda. Blaðið ábyrgist: A. V. Tulinius, yfirdómslögmaður. Afgrciðshi og inniiciintu annast Guðin. li. Pétursson Skólavörðustíg 11. Beykjavik. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.