Ljósvakinn - 01.07.1923, Síða 4
76
LJÓSVAKINN
Umhyggja og kærleikur.
wÞví aö eg þekki þær fyrirætlanir,
sem eg kefi í hyggju með yður — segir
Drottinn, — tyrirætlanir til heilla, en
ekki til óhamingju, að veita yður vona-
ríka framtíð«. Jer. 29, 11.
»Því að mínar hugsanir eru ekki yðar
hugsanir, og yðar vegir ekki mfnir veg-
ir segir Drottinn, heldur svo miklu sem
himininn er hærri en jörðin, svo miklu
liærri eru minir vegir yðrum vegum og
mínar hugsanir yðrum hugsunum«. Es.
55, 89.
Ekkert er manninum eins yndislegt og
farsælt og það, að leggja sig alveg í
Guðs hönd, en samt virðist það vera
hið erfiðasta hlutverk í lífi manns að leyfa
Drottni að stýra gangi manns alveg.
Hvað er barninu betra en að hjúfra sig
að elskulegum föður eða móður og fá
leiðsögn þeirra eða verða fyrir ástar-
allotum /rá þeirra hendi? En samt sér
og heyrir maður daglega um börn, sem
ganga fram hjá ráðleggingum foreldra
sinna og snúa sér heldur að æfintýra-
lífi gatnanna með kunningjum sínum
og vinum þar. En í heitnakúsum getur
maður fundið mömmu eða pabba í bæn
til Guðs, um að hann hjálpi hinu frá-
vilta barni til að sjá að sér. Hver ætli
finni mest til undir þvílíkum kringum-
slæðum barnið eö'a foreldrin? Barnið
gleymir sér og að lokum sínum í glaumi
lífsins, en eftir situr sá eða sú, sem
elskar lífsafkvæmið sitt meira en sitt
eigið líf, og alt sem þau fá fyrir kærleika
er óhlýðni frá harnsins hálfu. Kærleiks-
ríkur faðir mun aldrei gefa fyrirskipan-
ir sem brjóta i bága við velferð sonarins,
og ástrík móðir mun heldur aldrei gefa
dóttur sinni þær ráðleggingar, sem verða
öðruvísi en til heilla, en barnið kýs
heldur að ganga sína eigin gölu og af-
leiðingarnar af því eru því miður oft of
bersýnilegar lil að veita því ekki eftir-
tekt. Ekki kemur föðurinn með fyrir-
skipanir sínar til þess að gera soninn
að þræli, heldur er hver fyrirskipun
kærleiksríks föður sett fram syninum lil
góðs, faðirinn lrefir reynsluna en sonur-
inn er að byrja lífsskeiðið. Syninum
finst oft ályktanir föður síns alt of úr-
eltar til þess að gefa þeim gaum að
nokkru eða öllu leyti, og tekur heldur
tillit til þess, sem jafningjar hans ráð-
leggja honum, föður sínum til ama og
hrygðar, en sjálfum sér í óhag. Reha-
beam konungur, sonur Salómons, misti
nærri alt ríki sitt, af því hann gaf ráð-
leggingum hins óreynda lýðs gaum, en
sneyddi hjá og virti að engu ráð hinna
reyndu. Aðrir hafa mist eigur sinar, aðr-
ir mannorð sitt og en aðrir líf sitt af
sömu ástæðu. Samt hefir óhlýðnin al-
drei verið á hærra stigi en einmilt núl
Þelta er all raunveruleiki þessa lífs; en
til er annað lif, sem Jesús er elskar oss
svo innilega, hefir gert alt lil að við
öðlumst. Vegur til frama hér i þessu lííi
er skilyrðum bundinn eins er vegur til
heilla og sælu heima hjá Guði bundinn
skilyrðum, sem hægt er að sameina í
einu orði: Hlýðni. Margir hafa þá röngu
hugmynd, að þeir geti sjálfir ákveð-
ið leiðina, og svo taki Guð það gilt
að lokum, en svo er ekki. »Ó að þú
vildir gefa gaum að boðorðum min-
um, þn mund; heill þín verða sem fljót
og réttlæti þitt sem bylgjur sjáfarins«.
segir Drottinn. Es. 48, 18. og en frem-
ur. »Ekk^mun hver sá, er við mig seg-
ir: Herra, herra, ganga inn í himnaríki,
heldur sá er gerir vilja föður míns, sem
er í himninum. Margir munu segja við