Ljósvakinn - 01.07.1923, Qupperneq 6
78
LJÓSVAKINN
Sá, sem lifir án samfélags við Krist, er
varnarlaus gegn freistingum óvinarins,
og gerir glappaskot í störfum sínum. Af
því að hann fylgir ekki réttum grund-
vallarreglum í því smáa, hlýðir hann
heldur ekki Guði i því', sem stærra er,
og, sem hann álítur hið rétta starfsvið
silt. Sama vanrækslan og hirðuleisið,
sem hann sýnir í smáatriðum lifsins,
mun einnig koma í Ijós í því, sem stærra
er. Hann breytir eins og hann hefir van-
ið sig á. Það, sem síelt er endurtekið,
verður að vana, vaninn mótar hug^r-
farið, og hugarfarið gerir út um forlög
vor, fyrir tíma og eilífð.
Hvað helst sem vér erum, býður Krist-
ur oss að takast á hendur þærskyldur,
sem falla oss í skaut. Séu skyldur þín-
ar á heimilinu þá kappkosta með alvöru
og fórnfýsi að gera heimilið aðlaðandi
og ánægjulegt. Ekkert líkist eins mikið
hinni upphaflegu Paradfs, eins og heim-
ili, þar sem guösótti, ást, íriður og ein-
ing rikir. Sért þú móðir, þá al börn þín
upp fyrir Krist; þetta er eins þýðingar-
mikið starf i Guðs augum eins og starf
prédikarans á ræðustólnum. Séu skyldu-
störf þín i eldhúsinu, þá gerðu þér alt
far um að vera þar trúr og samvisku-
samur verkamaður. Búðu til Ijúflengan,
hollan og nærandi mat, notaðu i hann
þær beztu vörutegundir, sem þú getur
fengið, og meðan þú starfar, þá láttu
hugann dvelja við það, sem hreint er
og gott. Sé það starf þitt að yrkja jörð-
ina eða þú hefir eitthvert handverk, í
stultu máli, hvers konar störf sem þú
hefir á hendi, þá gerðu alt vel og trú-
lega. Legðu krafta þína i starf þitll
Vertu vottur Krists í öllu, sem þú gerir!
Gerðu það eins og Kristur mundi hafa
gert þaðl
Hversu lítið sem pund þitt er, þá get-
ur Guð þó notað það. Sé eina talentan
iéttilega notuð, mun hún vinna sitl á-
kveðna verk. Séum vér trúir í hinum
allraminstu skyldustörfum vorum, þá
mun Guð láta það bera margfalda á-
vexti, og þau munu verða honum lil
dýrðar og vegsemdar.
Láttu lifandi trú vera rauða þráðinn
í allri starfsemi þinni, þá mun daglega
vinnan miða að kristilegum þroska. Ef
við höfum Jesú sífelt fyrir augum, mun
kærleikurinn lil hans verða líf og kraft-
ur í öllu, sem vér tökum oss fyrir hend-
ur. Með þvi að nota talentur vorar rétt,
leggjum vér brú til landsins hinum meg-
in. Pelta er helgunarverk; því helgunin
er í því fólgin, að vér með gleði innum
af hendi hin daglegu skyldustörf vor í
fullkominni hlýðni við Guð.
En það eru margir kristnir, sem bíða
eftir því að eitt eða annað stórt starf-
svið opnist fyrir þeim, en þegar það
ekki verður, finst þeim ekkert geta sval-
að löngun sinni, og svo vanrækja þeir
að gegna venjulegum skyldustörfum með
trúmensku. Peim finst ekki þeir geti
telt sig við blátt áfram störf.
Dag eftir dag láta þeir tækifærin til
að sýna Guði trúmensku, ganga sér úr
greipum, og meðan þeir eru að bíða
eftir því, að fá eitthvað mikilvægt stari,
líður æfin hröðum fetum, áforin þeirra
fá ekki framgang, og það, sem þeim er
ætlað að gera, verður ógert.
Dómurinn yfir hinum lata þjóni hljóð-
aði þannig: »Takið því af honum tal-
entuna og fáið þeim, er hefir tíu lalent-
urnar«. (Matt. 25, 28.) þetta sýnir oss,
ekki að eins hvað verða mun í dóminum
á efsta degi, heldur líka hinar óhjá-
kvæmilegu afleiðingar hér í lífi. Hver
sá hæfileiki, sem ekki er notaður mun
veslast upp og deyja. Slarfsemi er lög-