Ljósvakinn - 01.02.1924, Page 1

Ljósvakinn - 01.02.1924, Page 1
Reykjavík, febrúar 1924. 2. tbl. „Kom þú og sjá.“ Þegar Filippus hitli Natanael og sagði honura frá því, að hann hefði fundið þann, sem spámennirnir hefðu ritað um, Jesúm frá Nazaret, þá spurði Natanael: »Gelur nokkuð gott komið frá Nazaret?« Filippus fór ekki að reyna að lýsa Jesú fyrir honum, he/dur segir hann: »Kom þú og sjá«. Filippus vissi að það var hægðarleikur fyrir Natanaelað kynn- ast Jesú, hann hefir vel skilið, hversu annara reynsla, annara sögusögn eða lýsing er ótullkomin og áhrifalílil í samanburði við það, sein maður reynir sjálfur. Mörgum af oss fer líkt og Natanael, vér spyrjum og spyrjum. Margar eru þær spurningar, sem koma upp í huga vorum, vegna þess að vér þekkjum ekki af eigin reynslu það, sem vjer þó gæt- um þekt og ættum að þekkja. Vegna þess höldum vér stundum þuð vonda goll og það góða vont. Vegna þess spyrja sumir enn í dag, hvort nokkuð gott geti komið frá Nazaret. Vegna þess spyrja sumir eða hugsa á þá leið, hvort lífið muni ekki vera dauft og gleðisnautt fyrir þá menn, sem ekki semja sig að háttum lieimsins, ekki taka þátt í nautn- um lians og munaði, af því þeir vita að það er gagnstætt Guðs vilja. Vegna þess verður sumum það, að líta smáum aug- um þá, sem trúa Guðs orði, og öðrum framar leitast við að breyta samkvæmt því, sem Guð hefir fyrirskipað. Filippus sagði: »Kom þú og sjá«. Hann sagði ekki: Kom þú og heyrðu hvað þessi eða hinn segir. Vér látum oss það all of oft nægja, að lieyra í staðinn fyrir að koma sjálfir og sjá og þreifa á. Að vísu er það svo, að vér að mörgu leyli verðum að lifa »i trú en ekki í skoðun«, meðan vér erum í þessum »dauðans líkama«. Marg- ir eru þeir leyndardómar Guðs, sem oss er ekki auðið eða ætlað að skilja í þessu

x

Ljósvakinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.