Ljósvakinn - 01.02.1924, Side 3

Ljósvakinn - 01.02.1924, Side 3
LJÓSVAKINN 11 það er einmitt það, sem oss hættir svo mjög við, í stað þess að lyfta hugan- um upp til hans, sem hefir sagt: »Eg mun alls ekki sleppa þér eigi heldur yfirgefa þig«, Frelsarinn biður oss að athuga blóm vallarins og fugla him- insins og sjá þá umhyggju, sem Guð ber fyrir öllu þessu og hann bætir við: »Fyrst Guð nú skrýðir svo gras valiar- ins, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér lítiltrúaðir. Segið því ekki áhyggjufullir: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? eða! Hverju eigum vér að klæðast? því að eftir öllu þessu sækjast heiðingjarnir, og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa«. Hvað eigum vér að segja um þetta? Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss? Hann, sem ekki þyrmdi sinum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki líka gefa oss alt með honum?« í Guðs orði eru mörg dýrmæt fyrir- heiti fyrir þá sem aðþrengdir eru. í einum stað lesum vér þetta. »Sjá, sæll er sá maður, er Guð hirtir, lítilsvirð því eigi ögun hins almáttuga, því hann særir en bindur um, hann slær en hendur hans græða. Úr sex nauð- um frelsar hann þig, og í hinni sjöundu snertir þig ekkert ilt«. Job. ö, 17, 19. Mætir þú raunum í tímanlegum efn- um, þá mundu, að þú átt vin, sem bæði vill og getur hjálpað þér. »Því að ekki höfum vér þann æðsta prest, er eigi geti séð aumur á veikleika vorum, heldur þann, sem freistað var á allan hátt eins og vor«. Vera má að þú spyrjir: Hversvegna *tlur Guð slíkt viðgangast, hvers vegna þarf eg að mæta slíku? Drottinn svarar þessu sjálfur fyrir munn Esajasar spá- manns: »Fyrir sakir míns nafns sefa eg reiði mina og vegna lofs míns hefti eg hana þér í vil, svo að eg uppræti þig eigi. Sjá, eg hefi hreinsað þig, þó eigi sem silfur, eg hefi reynt þig í bræðsluofni hörmunganna. Mín vegna, sjálfs mín vegna geri eg það — því að hversu mjög er nafn mitt vanhelgað — og dýrð mína gef eg eigi öðrum«. Es. 48, 9—11. Dýrð Drottins getur ekki opinber orðið á neinum öðrum en þeim, sem fyrir þrautir og móllæti hafa öðl- ast það hugarfar, sem honum er þókn- anlegt. Brátt mun síðasta óveðrið skella á í algleynringi, og þá munu þeir einir fá staðist, sem hafa lært að hvíla í Guði. Horfurnar voru dapurlegar fyrir Abra- ham, þegar hann var að fara meö ís- ak son sinn til Mórea, en bak við raunamyrkrið beið hans margföld bless- un. Guð hefir ákveðinn tilgang með því mótlæti, sem hann sendir oss. Það, sem heimurinn kann að telja hina mestu óhamingju er mjög oft mesta hamingja. Þegar hjörlu vor þjást af hrygð og óró- semi, eigum vér að þrá gleðina og frið- inn i Guði, þenna frið, sem yfirgengur allan skilning. Sérhver raunastund ætli að knýja oss lil að leita athvarfs og hvíldar hjá Guði, lijá honum er ekkert, sem kall- ast tilviljun, á öllum stöðum getum vér verið jafn öruggir og óhultir, sérhvert tjón getur orðið oss að ábata. »Alt verður þeim til góðs, sem Guð elska«. 0. B. Nic.

x

Ljósvakinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.