Ljósvakinn - 01.02.1924, Side 8

Ljósvakinn - 01.02.1924, Side 8
16 LJÓSVAKINN »Hvers vegna ætti ég að óttast? Það eru tvö undur sem ég íhuga oft, og pau tala ætíð til min um traust á Guði. A daginn lít ég upp til himinsins; par sé ég skýin svífa í loftinu og hina stóru sól bak við þau. — Þau hafa engar festar er haldi þeim uppi, og þó falla þau ekki niður. A nóttunni horti ég aftur iil himins og sé hann alþakinn stjörn- um. Þær hafa engar stoðir, sem þær hvíliá, og þó bifast þær ckki. Síðan hugsa ég um hann, sem heldur sólinni, stjörnunum og skýjunum á braut þeirra. Honum er alt mögulegt. Hann gelur cinnig varðveitt mig og mitt starf. Hvi ætti ég þá að vera hrygg- ur? Eg þarf að eins að reiða mig á hann og gera skyldu míns«. Traust Lúlers á Drotni var óbifanlegl, og þess vegna gat Drottin framkvæmt mikið og dýrðlegt verk fyrir hann. Joliu XS.a.nilolpli, amerískur borgari, sagði einu sinni: »Eg væri orðinn ákveðinn fríhyggjumaður, ef ekki hefði eitt komið í veginn fyrir mig á þeirri leið, og það er endurminningin um þann tíma, þegar móðir mín að venju sinni tók í hönd mér sem barni og kraup með mér og bað: »Faðir vor, þú sem ert á hiranum«. Guðhrædd móð- ir er miklu dýrmætari en hundruð lærðra manna. Líkt og segull megnar hún að draga allra lijörtu til Guðs, og likt og leiðarstjarna beina sjónum allra til lians. Hversu mundi ckkí ástand heimilisins og mannfélagsins vera ólíkt því sem það nú er, ef að eins væru til slikar mæður, sem reyndu að sam- ansafna fyrir Guðs ríki með því að láta áhrif sín vera undir yflrráðum Guðs«. líanu íor með. Móse átti langa og erfiða ferð fyrir höndum, þegar hann skyldi leiða ísraels börn út. Hann þorði þess vegna ekki að leggja einn af stað i þessa ferð, hann vildi hafa Drottinn með sér, og hann vildi ekki Ijá sér hvíldar fyr en Drottinn hafði sagt: »Auglit mitt skal fara með og búa þér hvild«. Hér höfum vér fyrir oss það, sem vér getum lært mikið af. Pegar vér leggjum af stað frá heimili voru á morgnana, þá látum oss vera vissa um, að vér höfum Drottin með oss. Sé auglit hans með oss, þá mun- um vér í sannlcika njóta bvíldar. Pá heíir hann gætur á oss og vakir yfir oss, og þá mun hann lala til vor huggunarinnar lifg- andi orðum og andi lians leiða oss áfram á vegi lifsins og þá þurfum vér ekki aðóllast. Pegar Drottinn cr með oss, þá mun oss ekki finnast að vér séum cinsamlir og yfirgefnir. Tvoimur góðum mönnum hafði alvar- lcga sinnast. Siðar mn daginn kom öðrum í hug þessi áminning postulans: »SóIin gangi ckki undir yfir yðar rciði«, og rélt fyrir sólarlag drap hann á dyr hjá hinum. Gram- ur á svip opnaði vinur hans dyrnar og hörfaðí felmstfullur undan, er hann sá hver það var. Hinn sagði: »Sólin er að ganga lil viðar«. Þessi óvænta kveðja snarl hjarta vinar hans, og hann sagði: »Komdu inn bróðir, komdu inn; látum okkur sættast heilum sáttum. llil>lí;n>. Jesús sagði um bækur Gamla- lcstamcntisins (og hversu miklu fremur á það við um liið nýja?): »Pær eru það sem vitna um rnig« (Jóh. 5. 39.). Pær vilna um endurlausnarann, sem öll von vor um eilíft líf er bygð á. Öll Biblían vitnar um Krist. t henni lesum vér um verk lians og hlýðum á hans röddu, l'rá hinni fyrstu frásögn um sköpunina, (því án lians »cr ekkert til orðið, sem til er«), alt til hins síðasla fyrirheitis: »Sjá, ég kem skjótt«. Ef þú vill kynnast frelsara þínum, þá skaltu rannsaka Heilaga ritningu. LJÓSVAKINN, málgagn S. D. Aðventisla, kemur út einu sinni í mánuði. — Kostar kr. 2,75 árgangurinn. — Gjalddagi 15. jan. og fyrirfram. — Úfg.: Trúboðsstarf S. D. Aðventista. — Ritstjóri: 0. J. Olscn. Sími 899. Pósth. 262. — Afgreiðslum.: J. G. Jónsson, Ingólfsstr. 21 B. I'rontsmlðjan Gutenberg.

x

Ljósvakinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.