Ljósvakinn - 01.03.1924, Side 7

Ljósvakinn - 01.03.1924, Side 7
LJÓ SVJAKINN 23 að ég mundi, et til vill, ekki segja neitt er gæti stygt yður«. »Hvað' getur það verið«, spurði frú Lawrence aftur og varð skelkuð. »Og það er nú einmitt þetta: þegar eftir dagverð í gær, þá kom hingað hermaður, til að fínna yður, og sagði að hann hefði yður nokkrar fregnir að færa af manni yðar«. »Ó, hvað sagði hann?« hrópaði frú Lawrence, öll uppvæg á augabragði. »Segið þér mér það fljóttl Og hvert fór hann? Kemur hann aftur? Var hann í herdeild mannsins mins? »Nú, þér megið nú ekki sleppa yður um of«, sagði frú Brooks með hægð. »Hermaðurinn hafði nú i rauninni mjög fátt að segja. Hann er i sömu herdeild- inni og maðurinn yðar var i og hann var viðstaddur, þegar maðurinn yðar týndist. En þar fyrir utan hafði hann fatt að segja. Hann sagði bara undan og ofan af að sinni, en kvaðst koma til yðar klukkan hálf nfu í kvöld«. Frú LawreDce fanst næsta stund enda- laus. Ætlaði hermaðurinn nú aldrei að koma aftur? Henni var jafn órótt, eins og maðurinn bennar væri að koma. Þegar klukkan var kortér i níu, þá var barið að framdyrunum og var auð- heyrt, að hermaður var að koma. Hon- um var vísað inn í dagstofu frú Brooks. Og er hann hafði sagt til nafns sins, Dennis O. Bryan, þá fór hann aö segja sögu sfna. Frú Lawrence virti hann grant fyrir sér, og sá, að hann var þrek- legur og vel vaxinn, og á að giska hálf- fertugur að aldri, svipurinn ráðvandleg- ur og hispurslaus, eins og á lrlendingi, og eitt var einkennilegt — hann var nær hvitur á hár. »Vænt þótti mér um að eg hitti yður þó að lokum, frú Lawrence«, sagði hanu, og tók hjartanlega i hendina á báðum frúnum, »af því að eg lofaði manni yðar að ef eitthvað kæmi fyrir hann þá mundi eg reyna, að fínna yður við fyrsta tækifæri og segja yður upp alla söguna. Ég hefi aldrei fengið orlof fyr úr þjónustunni sfðan; en eg mundi bafa komið miklu fyr til yðar, en það tók nokkurn tfma fyrir mér að finna utaná- skriftina til yðar, sem hann fékk mér. En ég er nú samt kominn h>ngað og ég bygg, að yður langi til að vita, hvað ég hefi að segja. »Jæja, ég og maðurinn yðar, komum báðir í sama mund til hersins og svo vildi til, að við urðum félagar og urð- um góðir vinir. Hann var, auðvitað miklu betur að sér en ég, en hann tók ástfóstri við mig, og þar sem annar okkar sást æ, var hinn að lfta. En svo var oss sagt eitt kvöldið, að daginn eftir mætti búast við hörðu á- hlaupi. Ég man það svo vel. Maðurinn yðar varð næsta alvarlegur í bragði og sagði að það legðist i sig, að eitthvað mundi henda sig daginn eflir. Hann bað og las talsvert i bibliunni. Og þetta gaf mér áminningu. Seint um kvöldið, reif bann upp bfað úr biblíunni sinni, með merktum texta á, og fékk mér það blað til að fá yður, ef eitlhvað ilt skyldi að hendi bera. Ég hefi það hérna«. Að svo mæltu lauk hann upp vasa- bókinni, tók út blaðið, og sömuleiðis mynd af hr. Lawrence, sem tekin var á Frakklandi og fékk þelta nú frú Lawrense. Þegar hún var lengi búin að virða fyrir sér myndina, þá leit hún á blaðið. Á því var partur af Jesaja 42. og 43. kapitula og er hún leit á merkta textann, þá varð hún fuli geðshræring-

x

Ljósvakinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.