Ljósvakinn - 01.03.1924, Síða 8

Ljósvakinn - 01.03.1924, Síða 8
24 LJÓSVAKÍNN ar. Það voru sömu orðiu og rituð höfðu verið silfurstöfum á vegginn, þar sem hún átti einu sinni heima! »Gangir þú gegnum vötnin, þá er ég með þér, gegnum vatnsföllin, þá skulu þau ekki flæða yfir þíg...........þú ert dýrmætur í augum mínum . . . . og ég hefi elskað þig« (Jes. 43, 2. 4). (Framh.). Hvildardagurinu. (Ugens möie og besvær). Enn er vika' á enda kljáö, enn þá gyllir sólin láö. Heilög veitir hvíidarstund hugró eftir nætur blund, :,:vekur frið í vorum rann, vekur lof um skaparann:,: Upp í friðar helga höfn horfum vér, af tímans dröfn, yflr hel og harmasafn heilagt fy.ir Jesú nafn. :,:f*aö er lif vort, ljós og skjól lifsins meðan rennur hjól.:,: Jesús, gef að boð þín blið boðist þannig öllum lýð, aö hver sáia fái frið föðurs bezta hjartað við. :,:Unz vér dýrðar öðlumst hag oss hvern blessa hvildardag:,:. Jón frá Hvoli þi/ddi. Les og ihuga! 1. Er líferni mitt Guði þóknanlegt? 2. Gleðst ég í samfjelaginu við Guð? 3. Ber ég kala eða hatur til nokkurs manns? 4. Les ég daglega i Biblíunni? 5. Hve mikinn tíma nota ég til að biðja Guð? 6. Hefi ég leitt nokkra sálu til Krists? 7. Hefi ég nokkurn tíma fengið áþreifan- lega bænheyrslu? 8. Dæmi ég rétt milli hins timanlega og hins andlega? 9. Vinn ég að sálubjálp nokkurs ákveðins manns? 10. Er nokkuð það, að ég geti ekki neitað mér um það vegna Krists? 11. Hverjir eru minir stærstu gallai ? 12. Hvernig er breytni mín í augum van- trúaðra? 13. Læt ég nokkuð sitja í fyrirrúmi fyrir trúarbragða-skyldum mínum? 14. Fer ég vel með fjármuni Drottins? 15. Hefi ég vísvitandi vanrækt nokkra skyldu ? 16. Verður heimurinn verri eða betri fyrir mitt líferni? 17. Geri ég nokkuð, sem ég álasa öðrum fyrir? 18. Hefi ég glöggan skilning á afstöðu minni í starfi Diottins? 19. Hvað geri ég til að flýta fyrir endur- komu Krists? 20. Geri ég þaö, sem Kristur mundi gera i minum sporum? L. M. Eitthvað cr boerið. Eftirfarandi, sem tekið er úr erlendu dagblaði, er eftir- tektarvert: Þjóðirnar peningalausar. Skuldirnar botnlausar. Stjórnmálahetjurnar ráðalausar. Kvaðirnar endalausar. Ráðagerðirnar þýðingarlausar. Ástriðurnar taumlausar. Fræðigreinarnar innihaldslausar. Fjárbrellurnar takmarkalausar. Horfurnar vonlausar. Hvernig mun þessu lykta? L JÓS VAKINN, málgagn S. D. Aðventista, kemur út einu sinni í mánuði. — Kostar kr. 2,75 árgangurinn. — Gjalddagi 15. jan. og fyrirfram. — Útg.: Trúboðsstarf S. D. Aðventista. — Ritstjóri: 0. J. Olsen. Sími 899. Pósth. 262. — Afgreiðslum.: J. G. Jónsson, Ingólfsstr. 21 B. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Ljósvakinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.