Ljósvakinn - 01.07.1925, Síða 2

Ljósvakinn - 01.07.1925, Síða 2
50 LJÓSVAKINN mönnum aögang að lifsins trje, vegna syndarinnar, kom bölvun syDdarinnar smám saman í ljós; með aldrinum urðu menn ellihrumir og urðu að lokum að hníga fyrir valdi dauðans. Einnig þetta hefir andstæðingur vor, Satan, gjört miklu verra og þungbærara fyrir oss en það hefði þurft að vera. Fyrir tilverkn- að hans heíir mannkynið i þessu tilliti verið mjög uppfyndingasamt sjálfu sjer til tjóns og eyðileggingar. Að hugsa sjer alt það, sem mennirn- ir hafa fundið upp til þess að svala nautnagirni sinni, það hefir stórkostlega stuðlað að því, að veikja hið eðlilega mótstöðuafl mannsins og láta hann verða sóltnæmum sjúkdómum að bráð. En jafnvel hvernig sem á stendur, býður hinn mikli læknir oss að koma og fá hjálp hjá sjer. Heyrum hvað hann segir: »Fær Guði þakkargjörð að fórn og gjald hinum hæsta þannig heit þín, og ákalla mig á degi neyðarinnar: jeg mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig«. Sálm. 50, 14. 15. Með tilliti til hins likamlega, er fátt ömurlegra en að sjá vel gefinn og efni- legan mann á besta skeiði æíinnar, hniga fyrir dauðans köldu hönd, og þar á vel við að segja, að dauðadagurinn sje neyðar-dagur, svo framarlega sem viðkomanda langar að lifa. Á þessum degi býður Drottinn oss að ákalla sitt nafn, svo að hann geti gjört mikla hluti fyrir oss og vjer getum vegsamað hann fyrir það. Vitniabnrðnr Jesú viðvíbjandi hans bðrnnm. »En þessi tákn skulu fylgja þeim er trúa: í minu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum, taka upp höggorma, og þó að þeir drekki eitt- hvað banvænt, þá mun það alls ekki saka þá, og þeir munu leggja hendur yfir sjúka, og þeir munu verða heilir«. Mark. 16, 17. 18. Þetta er blessunarríkur, innblásinn og máttugur vitnisburður! Petta er talað af frelsara vorum, rjett áður en hann fór upp að hásæti föðursins. Eigum vjer að trúa orðum Drottins í þessum efnum? Eigum vjer að færa oss þau í nyt? Vjer skulum heyra hve margir það það eru, sem Guð vill hjálpa: »Guð hefir gefið þá alla óhlýðninni á vald, til þess að hann gæti miskunnað þeim öllum. Hvílíkt djúp rfkdóms, speki og þekkingar Guðs! Hversu órannsakandi dómar hans og órekjandi vegir hans!« Róm. 11, 32. 33. Það er ekki ætlð sem maðurinn er sjálfur orsök í sjúkdómi sínum og oft erfitt að vita hvort það er eða eigi. Þú getur ímyndað þjer eitt eða annað, en einDÍg hjer er það Guð, sem veit best hið sanna, heyr hvað hann segir: »Og lærisveinar hans spurðu hann og sögðu: Meistari, hvor hefir syndgað, þessi maður eða foreldrar hans, að hann skyldi fæð- ast blindur? Jesús svaraði: Hvorki syndgaði hann nje foreldrar hans, held- ur er þetta til þess, að Guðs verk verði opinber á honum«. Jóh. .9, 2. 3. Það er oft að mennirnir grufla út f þá hluti, sem Guð af sinni miklu náð gengur fram hjá. Það, sem Guð fer eftir er þetta: Getur það orðið oss til eilífrar vel- ferðaroghans málefni til framfara. Þess vegna bætir hinn trúaði ætíð við: Ekki minn, heldur verði þinn vilji, Drottinn! Lækning fyrir bæn; afstaða hins sjúka. »Blessaður er sá maður, sem reiðir sig á Drottin og lætur Drottin vera at- hvarf sittcc. »I*ú von ísraels — Drottinn!

x

Ljósvakinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.