Ljósvakinn - 01.07.1925, Qupperneq 6
54
LJÓSVAKINN
fer í heim, fer það í gömlu fötin. Maður
sparifötin, þegar maður fer að heiman,
en slítur gömlu fötunum (gamla mann-
inum út heima). Þar leyfir maður sjer
að vera stygglyndur, ókurteis, ólipur
óþolinmóður o. s. frv. Væri ekki rjett
að grafast eftir orsökum til þessa ástands?
Á heimilinu kemur það allra best í ljós,
hvort kristindómurinn er ófalsaður eða
ekki, þar verður hann að geta staðist
prófið. Kristilegt heimili verður að vera
bænaheimili. Ef kristindómur föður og
móður, er innilegt samlíf við Guð, mun
það hafa sín miklu og góðu áhrif á
börnin. Hversu annríkt sem vjer
eigum, megum vjer ekki vanrækja hinn
daglega lestur Guðs orðs og bæn-
ina á heimilum vorum. Allir meðal
fjölskyldunnar mæta daglegum freisting-
um. Söfnum því saman fjölskyldu vorri
á hverjum degi og lesum Guðs orð,
biðjum hann að vernda þá, sem vjer
elskum mest, hvort sem þeir eru heima
eða þeir eru fjarverandi, felum alt í
hans hendur og biðjum hann að blessa
alt, sem gjört er á heimilum vorum.
Stjórnist maður af Guðs anda og hafi
maður kærleika Guðs i hjarta sínu, verða
slíkar stundir oss dýrmætari eftir því
sem þær verða fleiri, þær munu oss
seint úr minni líða. Bænir guðhræddr-
ar og ástríkrar móöur, hafa bjargað
mörgum villuráfandi syni og dóttur frá
glötun.
P. E. B.
Ekkert þroskar hæfileika mannsins eins
og lestur Guðs orðs.
O
Engin hamingja í heiminum getur jafnast
á við þetta eina, að heyra Guði til.
Biblian
og fyrsti dagur vikunnar.
Fyrsta frásögn Bibliunnar um þetta
atriði sýnir, að það var unnið á sunnu-
deginum, hinum fyrsta degi vikunnar.
Petta gjörði skaparinn sjálfur. 1. Mós.
I, 1-5.
1. Guð skapaði jörðina á sunnudegi,
getur það þá verið synd þó að vjer
yrkjum hana á sunnudegi?
2. Drottinn fyrirskipar mönnunum að
vinna á fyrsta degi vikunnar. »Sex
daga skalt þú erfiða og vinna alt
þitt verk; en sjöundi dagurinn er
hvíldardagur, helgaður Drotni Guði
þínum«. 2. Mós. 20, 8.—11. Er það
synd að hlýða Guði?
3. Enginn af ættfeðrunum eða spámönn-
unum hjelt helgan hinn fyrsta dag.
4. Drottinn sjálfur kallar hann virkan
dag. Ez. 46, 1.
5. Guð hvíldist ekki á honum.
6. Hann blessaði hann ekki á sjerstak-
an hátt.
7. Kristur hvíldist ekki á lionum.
8. Postularnir hvildust ekki á lionum.
9. Hann hefir aldrei verið helgaður
eða blessaður.
10. Guð hefir aldrei fyrirskipað að
halda hann heilagan, og því getur
það ekki verið synd að vinna á hon-
um, »Því að þar sem ekki er lög-
mál, þar er heldur ekki yfirtroðsla.
Róm. 4 15., 1. Jóh. 3, 4.
II. í Nýjatestamentinu er hvergi bann-
að að vinna á honum.
12. Engin hegning er lögð við vanhelgun
hans.
13. Engin blessun við helgihaldi hans.
14. Pað er hvergi minst á hvernig eigi
að halda hann heilagan, myndi þá