Ljósvakinn - 01.11.1926, Page 8
52
LJÓ.SVAKINN
meiri, en hjá Austurlandaþjóðunum. íþeim
var falið einmitt það, sem Austurlanda-
búar þráðu mest. Hjá þeim vöknuðu von-
ir, og þegar styrjöldinni lauk, héldu þeir,
að þessar vonir mundu uppfyllast, en þeir
urðu fyrir sárum vonbrigðum, þeir fundu,
að þeim var gerður tvöfaldur óréltur.
Hvað þeim við kom, hefði naumast verið
verra, þó að striðið hefði endað með ó-
sigri bandamanna, þvi að þeir fengu ekki
óskum sfnum framgengt hvoit sem var.
Síðan hefir gremja þeirra farið sívaxandi
dag frá degi. Það er ekki einungis að
Auslurlandaþjóðirnar séu gramar Vestur-
landaþjóðunum, heldur hafa þær fengið
fyrirlitningu á þeim. Að heimsstyrjöldinni
lokinni, voru Austurlandaþjóðirnar búnar
að missa álit sitt á útlendingum. Þegar
Austurlandabúar sáu volduga Veslurlanda-
þjóð — þjóð, sem þeir höföu borið mikla
virðingu fyrir — þjóð, sem þeim í viss-
um skilningi hafði staðið ótti af, bíða svo
algerðan ósigur, — þegar þeir sáu hana
svifta rétti sínum á flestum sviðum, svifta
nýlendum sínum, verða til háðs og fyrir-
litningar frammi fyrir smáþjóðunum, þá
óx kjarkur þeirra og von um að geta
hrundið af sér oki útlendinga.
Margir, sem glöddust yfir óförum þýsku
þjóðarinnar, hafa nú fengið að smakka
lítið eilt af þvi sama. Þjóðverjar sem
áður voru svo voldugir, voru framvegis
Veslurlandabúar og útlendingar í augum
Austurlandabúa; og þegar nú svo var
komið, að Austurlönd voru búin að svala
sér með því, að hafa hönd í bagga með
að auðmýkja þessa jötna að vestan, þá
varð það einungis til þess, að þjóðina
þyrsti í meira af sama tagi. Það, sem
hafði orðið hlutskifti einnar þjóðarinnar,
hélt hún að gæti ef til vill einnig orðið
hlutskifti annarar.
Hatviö brýst út.
Austurrfki og Ungverjaland fengu sömu
útreiðina og Þýskaland, og svo kom röð-
in að Rússlandi. í Austurlöndum var litið
jafnsmáum augum á borgara þessara ríkja
og á borgara hinna auðvirðilegustu ríkja
í Austurlöndum. Þúsundum saman flökk-
uðu Rússar urn alt Kínaveldi, ýmist
sem betlarar, blaðasalar, eða þá að þeir
höfðu ofanaf fyrir sér með einhverju öðru,
sem enginn Evrópumaður í Austurlöndum
hingað til hafði viljað líta við — aitþetta
hafði geysimikil áhrif í þá átt, að rýra á-
lit það, sem þjóðin hafði haft á Vestur-
löndum.
Kínverjar sáu, að nú gátu þeir farið eins
með þessa útlendinga og farið hafði verið
með þá af útlendingum, og þeir notuðu
tækifærið til þess ítrasta.
Margir, sem hafa séð, hvernig Kínverj-
ar hafa troðið þessa úllendinga undir fót-
um sér og sýnt þeim hina megnustu fyr-
irlitningu, hafa farið að hugsa alvarlega
um það, ef ske kynni, að þeir sjálfir yrðu
að sæta sömu meðferð.
Eftir er í þessu sambandi að minnast á
England og Frakkland. Hvað viðvikur
Frakklandi, þá má með sanni segja, aðsá
mikli fjöldi Kínverja sem unnu sem burð-
arkarlar í Norðurálfustriðinu, lærðu margt,
sem þeir munu aldrei gleyma. Þegar þeir
komu aftur, voru augu þeirra opnuð og
álit þeirra alt annað á Frakklandi en ver-
ið hafði. Hver sem heyrt hefir Kínverja
tala um reynslur slnar í Frakklandi veit,
að þeir líta alt öðrum augum á það nú,
en fyrir ófriðinn. Bretaveldi eitt, er enn í
augum Kínverja hinn mikli, voldugi full-
trúi hinna drotnandi Vesturlanda. Breta-
veldi er að ætlun Kinverja sá þröskuldur,
sem erfiðastur verður á leið þeirra í þjóð-
ernisbaráttunni; af því er komin hin geysi-
mikla ólga* sem nú í dag er í blóði Kín-
verjans. Hið ytra verður Kína að Iúta
Englandi, en hið innra er hatur og fyrir-
litning. Það, sem býr inni fyrir hjá þjóð-
inni, hefir komið mjög greinilega í Ijós í
þvi, sem ált hefir sér stað nú nýverið,
þegar ráðist var á bresk yfirvöld, breskir