Ljósvakinn - 01.11.1926, Page 12
56
LJÓSVAKINN
sér fyrir hendur að ransaka Krist til að
geta gert sér grein fyrir honum á náltúr-
legan hátl; en allir hafa þeir lokið ransókn
sinni, á sama hátt og Lowis Wallace —
komist til fastrar trúar á guðdóm Krists.
Hver er þessi Kristur sem var á ferð
fram með Galíleu-vatninu og hélt fáeinar
prédikanir, sem aukist hafa að krafti öld
eftir öld? Hver er
hann þessi ólærði
kennari, sem geng-
ur á hólm við alt
brjóstvit og heim-
speki veraldarinn-
ar, sem segir með
svo undarlega ör-
uggri, rólegri full-
vissu: »Sjá, hér er
hann, sem er meiri
en Salomó«. »Eg
er Ijós heimsins«.
»Himinn og jörð
munu líða undir
lok, en orð mín
munu aldrei undir
lok líða«.
Hversvegna kom
aldrei neinum til
hugar að kalla
þetta hræðilega
frekju? Ef einhver
annar en hann
hefði gert slíkar
kröfur til guðlegrar
tignar, þá mundu þær hafa virst ósann-
gjarnar; en af því að þær koma frá Kristi,
þá sýnast þær alveg náttúrlegar. —
Hverja grein eigum vér að gera oss fyrir
Kristi? Getur þú eina svipstund látið þér í
hug koma, að hann hafi öðlast hreinleika
sinn af óhreinleika annara, þekkingu sína
af ófræði annara, frjálslyndi sitt af þröng-
sýni annara, viðkvæmni sína af harðýðgi
annara, viðgang sinn af kyrstöðu annara,
göfuglyndi sitt af litilmensku annara, kær-
leika sinn af óumræðilegu batri annara.
Því að hið siðferðilega og andlega and-
rúmsloft, hinar þjóðlegu erfikenningar og
metnaður, hin hefðarkenda óframfærni,
hnýsni og andúð gegn Kristi, lýsti algerðu
skilningsleysi á öllu, sem hann haíði ásett
sér að koma til vegar.
Hinn ungi maður kemur frá fyrirlitnum
smábæ i Galíleu, ólærður i vísindagreinum
heimsins — ungur
trésmiður,semhafði
víst aldrei komið
út fyrir landamæri
Gyðingalands.
Og fyrsta opin-
bera ræða hans,
fjallræðan, er hin
frumlegasta og
byltingasamlegasta
ræða, að því er
raunverulegar sið-
ferðishugmyndir
snertir, sem nokk-
urntímahefirhaldin
verið í heiminum.
Hún kollvarpar öll-
um siðferði-kerfum
Gyðinga og heið-
ingja. Hvorki fyrr
né síðar hefir nokk-
ur maðurtalað.eins
og hann talaði.
Hvaðan kom hon-
um kraflur hans
og speki? Enginn
vantrúa spekingur hefir getað gefið full-
nægjandi skýringu á því.
Allur heimurinn hefir verið undrun sleg-
inn við orð hans. Tíminn hefir ekki getað
dregið úr ljósi þeirra né veikt kraft þeirra.
Þó að einhver hafi haft náin kynni af þeim
þá hefir það ekki eylt gróðurmagni né
ilmi þeirra.
Orðin hans eru hin blíðustu, viturleg-
ustu og einföldustu, sem nokkurnlíma hafa
verið töluð til manna; þau skína enn jafn
skært og áður. tSvo sönn eru þau, svo
»IIann var sœrður vegna vorra synda og kram-
inn vegna vorra misgerðau.