Ljósvakinn - 01.11.1926, Page 13

Ljósvakinn - 01.11.1926, Page 13
LJÖSVAKINN 57 máttug í allri einfeldninni, svo einföld í öllum sínum mætti, svo auðskilin, svo vel fallin til að gera lífið friðsamlegt, farsælt og heilagt, að menn, sem ekki aðkyllast kristindóminn, viðurkenna, að orð hans séu hin viturlegustu orð, sem nokkru sinni hafi töluð verið. Mestu hugvitsmenn heimsins í skáldskap, sönglist, málaralist og myndhögglist, hafa varið öllu sínu hugviti til að boða dýrð hans. Og þó var hásæti hans ekki annað en krossinn. Hugsjón mannliynsins. Kristur er sú persóna, sem er fremst allra í bókmentunum, mestur allra manna í heimspekinni, frumkennari í guðfræðinni, nauðsynin mikla í trúarbrögðun- um, og hjartan- legasti vinur hverjum einstök- um manni, hon- um er alt segj- andi. Krislur bygði enga kirkju, ritaði enga bók, lét enga fé- muni eftir sig, slofnaöi engan her, fór engar herferðir til landvinninga, réö ekki fyrir neinu landi, reisti engan minnisvarða, efndi ekki til neinnar kaupsýslu, samt er jörðin full af kirkjum honum til vegsemdar. og þúsundir bóka á öllum tungumálum segja frá honum. — Kristur er sem insti kjarni eða miðdep- ill veraldarsögunnar. Alt í sögunni bendir fram og aftur til hans. Allar línur koma saman í honum og ganga út frá lionum. Þegar Jesús kom í heiminn, þá voru Rómverjar hróðugir af hervaldi sínu og Grikkir af sinni yfirburða speki. Gyðingar skiftust í andstæða flokka og hötuðu kúg- ara sína og allar aðrar þjóðir. Hver ofsa- maðurinn hefði þar þótt líklegur til höfð- ingja eða flokksforingja, hver svikarinn hefði getað smjaðrað fyrir hvaða trúarflokki sem var, með því að fletta ofan af göllum hinna flokkanna eða þeir hefðu getað áunnið sér hylli flokkanna með því að fyrirdæma kúgarana. Kristur kemur þar á móti fram, sem sjálfstæður kennari, vítti alla galla þeirra, fyrirdæmdi alla flokkana, og gerði ekkert til að afla sér hylli þjóðarinnar eða kúg- ara hennar. Enginn gat gengið að þeim kröfum hans, að þeir skyldu vera auð- mjúkir og fúsir að fyrirgefa, elska óvini sína og lifa svo að allar kynkvíslir, og allir menn æltu að vera jafnir fyrir Guði; en samt hélt hann kröfum sínum fram með hinum mesta áhuga og þolgæði og ruddi þeim til rúms. En sá kraftur sem með honum bjó! Löggjafar- vald Gyðinga og rómverska keis- aradæmið lögð- ust á eitt á móli honum, en gátu ekki veitt hon- um viðnám né komið honum fyrir fyr en verki hans var lokið. — En hve hann var hreinn og syndlaus! Bók- mentamennirnir hafa öldum, árþúsundum saman verið að reyna að skapa fullkomnar hugsjónir eða fyrirmyndir; en aldrei hafa þeir getað hugsað sér neinn svo hreinan og flekklausan, að ekkert hafi verið hægt að finna honum til foráttu. Jesús bað: »Faðir, (yrirgef þeim«, en hann bað aldrei »fyrirgef mér«. Hann fullyrti, að hann væri án syndar. En sú óskammfeilni, ef það liefði ekki verið satt! En hve hann var fullur kærleika! Hann var vinur tollheimtumanna og bersyndugra. Virðum hann fyrir oss seinast í pínunni, húðstrýktan, hræktan, hæddan, svívirtan, útskúfaðan, hataðan, negldan á krossinn, sökum haturs leiðtoga Gyðinganna. En

x

Ljósvakinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.