Ljósvakinn - 01.11.1926, Page 22
66
LJÓSVAKINN
sínum alt upp að landamærum borgarinnar,
einmilt á þeim slóðum sem hámúrar borg-
arinnar skygðu á forðum. En í grend við
rústirnar vilja þeir ekki koma.
Esekiel spáði því um Rabba, að Guð
mundi gera það »land að beitilandi fyrir
úlfalda« (25, 5) og um Ammon segir bann,
að það »skyldi verða að fjárbóli til þess
að þér viðurkennið, að ég er Drottinn«
(v. 6).
Ferðamaður, sem kom á rústir þessar,
ritar, að »það sé algengt á þessum slóð-
um, að hjarðmenn noti rústir af bygging-
um til skjóls handa hjörðum sínum«.
En um Babýlon er öðru máli að gegna.
Ferðamenn staðfeslu þessi orð spámannsins:
»Enginn Arabi skal þar slá tjöldum sín-
um«. (Jes. 13, 20).
Hvernig gat Jesaja vitað:
1. Að Arabar mundu verða við lýði, þegar
Babýlon væri orðin að dufti? Ekki
bjuggu nema fáeinir lítilmótlegir Arabar
fyrir 25 öldum síðan í kringum Babý-
lon, en þá voru Babýloníumenn ein-
hverjir hinir ríkilátustu drotnarar í
heimi. Því var spáö, að sú þjóð mundi
algerlega undir lok líða, og nú er ekki
til einn einasti maður i heimi af þeim
kynstofní. En spámaðurinn sagði líka
fyrir, að hin litla hjarðmannaþjóð,
Arabarnir, mundu uppi vera þúsundir
ára eftir það Babýloníumenn og borg
þeirra væri undir lok liðið.
2. Að Arabar skyldu haldast uppi i grend
við Babýlon? Par sem þeir voru ílökku-
þjóð, þá hefði verið eðlilegt að álykta,
að þeir mundu, er tímar liðu frarn,
hverfa burt af svo óvisllegum stað
sem Babýlon hefir reynst. En sam-
kvæmt orðum spámannsins hafa þeir
hafst við í kringum rústir Babýlonar
öldum saman og fram á vora daga.
En sá hæðnishlátur, sem biblíuvefengj-
endurnir mundu reka upp, ef engir
Arabar hefðust við hundrað mílna
fjarlægð frá Babýlon. Og hvað mund-
um vér hafa fengið að heyra ef allir
Arabar væru nú úldauðir, áður en
Babýlon gleymdistl
3. Að Arabar mundu búa í tjöldum? Nóg
var efnið i rústum Babýlonar til að
reisa borgir á bagkvæmari stöðum.
En Arabar búa í tjöldum enn þann
dag í dag.
4. Að Arabarnir mundu ekki leita skjóls
í þessum rústum? Margir landkönnun-
armenn og þátttakendur í leiðangrum
til fornmenjagraftar á seinni tímum,
skýra svo frá, að það sé ómögulegt að
'fá Araba til að vera nætursakir i rúst-
unum. Sex Arabar fylgdu Mignan höf-
uðsmanni, alvopnaðir, en bann segir,
að hann hafi ekki getað »haldið þeim
hjá sér til kvölds, sakir hræðslu þeirra
við illa anda«. Og þó vita allir, að
Arabar eru hinir vígdjörfustu og skeinu-
hætlir í orustum.
Og Jeremías segir: »Kaldea skal verða
að herfangi, allir, sem hana ræna, fá
nægju sína, segir Drottinn«. (50, 10).
í þessum spádómi er tvent, sem vér
viljum benda á: Fyrst og fremst orðið
»allir«. Pað bendir til, að bæði Babýlon
og aðrar borgir í Kaldeu muni oft verða
rændar. Aldrei var neinu slíku spáð um
Týrus, Sídon eða Niníve, né um þær mörgu
borgir og lönd, sem sagt var fyrir að
eyddar mundu verða. Og samkvæmt spá-
dómunum rændi hver þjóðin eftir aðra
rústir Babýlonar, fyrst Medar og Persar.
Ótæmandi auðæfi,
Og því næst: Hvernig gat spámaðuriun
vitað, að nóg mundi þar verða fyrir af
auðæfum til að freista hvers ræningjaskar-
ans á fætur öðrum og nægja þeim? Týrus
var ein hin auðugasta borg í heimi; en
þegar Nebukadnesar var búinn að fara einu
sinni ránshendi um hana, þá var ekkert
eftir, sem gæti freistað annars Iandvinn-
ingamanns til að bertaka hana. Öðru máli
var að gegna um auðæfin í Babýlon og