Ljósvakinn - 01.11.1926, Blaðsíða 26

Ljósvakinn - 01.11.1926, Blaðsíða 26
70 LJÓSVAKINN systra, hætti okkur við að vilja hafa það, sem best var, ef einhver munur var. Pessi sama tilhneiging gerði vart við sig hvort sem það var sælgæti eða eitthvað annað, sem um var að ræða. Vera má að þú hatir ekki verið svona, en ég man, að svona var ég, ég reyndi alt af að ná í það besta lianda sjálfum mér, vitanlega gerum við það ekki á sama hátt nú, siðan við urðum eldri en ef til vill er þó sjálfselskan ekki minni hjá okkur nú en þegar við vorum börn. I*egar mynd er tekin af hóp manna, þar sem við erum einnig með, og sýnishornið af myndinni kemur, að hvaða andliti leitum við þá fyrst? Besta vinar okkai? Eða nágrann- ans? — Nei, alls ekki! Við leitum að okkar eigin andlitsmynd, og fyrst þegar við höfum skoðað hana nákvæmlega, lítum við á hinar. Hvað er það, sem orsakar það, að við ryðjumst áfram og því nær troðum aðra undir þegar við erum að komast um borð í skip, upp í vagn, jáinbrautir eða önnur flutn- ingatæki, inn á ýmsa fjölmenna samkomu- staði o. s. frv.? Við verðum að svara þessu hver fyrir sig. Til þess að ekki sé það út á mál vort að setja, gætum við þess nákvæmlega, að segja »þú og ég«, en ekki »ég og þú«, en þegar til veruleikans í lífinu kemur, hætlir okkur við að segja jafnan »ég« fyrst. Hvað orsakar það, að við getum eytt 50 kr. í einn eða annan óþarfa handa sjálfum okkur, en timum varla að sjá af einni krónu til ein- hvers góðgerðafyrirtæbis? Hvernig stendur á þvi að heimilisfaðir eyðir stundum mest öllu vikukaupi sínu i óþarfa fyrir sjálfan sig, en lætur heimilisfólk sitt liða skort? Þannig er hægt að halda áfram að lelja upp ávexti sjálfselskunnar. Hún er í raun og veru rót flestra galla vorra. En þrátt fyrir það að sjálfselskan heflr búið í oss frá blautu barnsbeini og þrátt fyrir að hún heflr ef til vill stjórnað flestum athöfnum vorum á fullorð- insárunum, er þó mögulegt að vinna sigur á henni fyrir Krist. Til eru bæði menn og konur, sem barist hafa harðri baráttu á þessu sviði og unnið sigur. Pað er bægt að benda á menn sem áður voru þröngsýnir, sjálfselskufullir og lifðu einungis fyrir sjálfa sig, en lifa nú fyrir aðra. Þeir eru nú fúsir að Iáta á móti sér alt, sem óþarfi getur tal- ist, já, jafnvel að takmarka sínar eigin þarfir til þess að geta bætt úr annara skorli. Því nær hvert skip, sem fer um heimshöfin flytur eitthvað af þessum mönnum og kon- um úttil heiðingjalandanna — óeigingjarnar sálir, sem leggja sig i sölurnar fyrir þá, sem ekki þekkja Iírist. Óhöggnir steinar sýna síðasta hvíldarstað margra þessara kristni- boða sem hafa látið sitt líf, til þess að aðrir gætu lifað. Þegar sjálfselskan er horfin, hefir lífið tekið algerlega aðra stefnu. Vort eigið »Eg« lútir í lægra haldi, vér keppum eftir því að hjálpa öðrum, á heimilinu, í nágrenninu, já, í öllum heiminum. Það var þessi andi, sem Jesús frá Nazaret stjórnaðist af — hann sem á að vera fyrirmynd vor og leiðtogi. Hann gekk um kring og gerði gott, en hann hafði hvergi höfði sinu að að halla. Lif hans var gefið í þjónustu annara. C. L. P. blað S. D. Aðventista, kemur út í þremur heftum á næsta ári. Árgangurinn kostar 2 kr. 75 aura. Gjalddagi fyrirfram. Útg: Trúboðsstarf S. D. A. Ritstjóri O. J. Olsen. Pósthólf 262. Af- greiðslumaður: J. G. Jónsson, lngólfsstræti 19 — Reykjavík. PRENTSMIÐJAN GUTENBERG

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.