Ljósvakinn - 01.11.1926, Síða 27

Ljósvakinn - 01.11.1926, Síða 27
m av © q iSo Visindi og trú. Sagt er að 40 mikilsmetnir Amerikumenn hafl nýlega geflð út »boð« þess efnis »að það væri ekkert ósamræmi milli vísindanna og trúarbragðanna« Einn þeirra, sem undirskrifuðu þetta sönnunar- skjal var verslunarmálaráðherra Hoover; annar var atvinnumálaráðherra Davis. Á skjali þessu voru einnig þrír biskupar. En hinn nafnkunni talsmaður kristindómsins William J. Bryan s gir, að þessir herrar hafl »fest upp band úr hálnii, sem þeir síðan ráðist á með beillu sverði«. Hann viðurkennir að milli sannra vísinda og trúar sé ekkert ósamræmi. Vísindi séu nefnilega flokkuð þekking; þess vcgna séu það alls ckki vísindi, sem ekki er jafn- framt sannleikur. Og enginn sannleikur geti gei t Biblíunni nokkurn skaða. En »ósannaðar ágiskanir«, er haldið er fram sem sannleikur væri, getur hann að engu leyli tekið góðar og gildar. Og hér heflr hann auðvit^ð rélt fyrir sér. Mun ekki eiga vel við til margra nútimans manna við- vörunin, sem Páll postuli gaf samþjóni sinum Tímóteusi, er hann sagði: »Pú Tímóteus, varðveit það sem þér er trúað fyrir, og forðast hinar vanheilögu hégóma- ræður og mótsagnir hinnar rangnefndu þekkingar, sem nokkrir hafa játast undir og orðið frávillingar i trúnni«. (t. Tím. 6,20. það, sem getur átt sér stað ( kristinni kirkju. f einu víðlesnu blaði stóð ekki alls fyrir löngu það, sem hér fer á eftir: »Vér lif- um á undarlegum tímum. Svo undarteg- um, að menn halda egypskarguðsþjónustur í kristinni kirkju. Að kristinn prestur tæki að sér að stjórna slíkri guðsþjónustu, myndi fáum hafa úl hugar komið. Petta hefirþó i raun og veru átt sér stað i St. Markúsar biskupakirkjunni í New-York undir stjórn séra Williams Guthrie Guðsþjónusta þessi var helguð liinum egypska guði, Amon Ra, sem dýrkaður var fyrir 4000 árum. Pessi gamaldags egypska guðþjónusta í hinni amerísku nýlísku kirkju, fór fram sam- kvæmt forskriftum á gömlum pappírus- rúllum. Sérstakir rafmagnsljósstrauraar voru nötaðir til þess að setja dularfullan blæ á samkomuna. Presturinn og söfn- uðurinn söng tiænasönginn, sem er sam- anseltur af kvæðum Ossians. Guthrie kraup á kné og bað til Arnon Ra: »Heill sé þér, Amon Ra, þú sem drotnar yflr konungs- stólum jarðarinnar, þú sem viðheldur öll- um hlutum, herra sannlcikans og rétt- lætisins«. Gagnvart hinum miklu aðfinsl- um, sem Guthrie fékk, varði hann sig með því, að þetta væri gert til þess, að sýna einingu trúarbragðanna, það talaði meira til tillinninganna en skynseminnar og væri einskonar samvinnutilraun«. Fyrir skömmu var haldið kommunista- þing í Moskva, og af ræðu, sem hr. Sino- vjev liélt þar, getur maður fengið hugmynd um, hvernig Sovjetstjórnin beinir augum sínum að uppgangi Austurlanda og stríðs- hæltunni. Hér er tilfært lítið eitt úr þess- ari ræðu: »Löngu fyrir stjórnarbyltinguna sýndi Lenin okkur fram á það, að mikil- vægustu atvikin í hcimspólitikinni myndu eiga sér stað í Austurlöndum, þar sem hin ránfíkna keisarastefna er ríkjandi nú. Aust- urlandaþjóðirnar eru farnar að nálgast oss. Alþjóðapólitík vor er grundvölluð á vináttu við Austurlandaþjóðirnar og sam- bandi við þá, sem hafa verið kúgaðir siðan eftir hi't fyrsta keisaralega strið, Eg sagði hið fyrsta, það verður sem sé ekki hið síð- asta. Lenin heflr sagt, að það sem vér hingað til höfum orðið varir við, sé að eins forspil þess stríðs, sem bráðlega muni verða háð. Hvenær það byrjar er ekki unt að segja«. Bolsvíkingar eru ekki í þeirra tölu, sem gera sér óþarfar ímyndanir, heldur gefa þeir nánar gætur að því sem rás viðburðanna bendir þeim á að sé i aðsigi. Óskandi væri, að vér, sem höfum leiðbeiningu Guðs orðs, veittum eftirtekt og kynnum að meta rétt tákn timanna.

x

Ljósvakinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.