Kennarinn - 01.05.1902, Qupperneq 2

Kennarinn - 01.05.1902, Qupperneq 2
34 KENNARINtf þurfa að gera persónul. trúarjátning sína. Þó ekki nóg. Þarf að bera það með sér, að hún byggist ekki á hugmyndum um Jesúm, sem menn smíða sér, heldur á sannri þekkingu á honurn, stafandi frá guði '(i6, 17).—Þetta gerði játning postulanna (Pétur talar fyrir hönd hinna). —Hin lifandi, persónulega, guð- gefna játning postulanna á Jesú Kristi er ,,kletturinn1-, sem hann segist svo muni byggja á kirkju sína. Ríki hins vonda mun gera árás á hana, en hún fær staðist og sigrar fyrir fulltingi hinnar lifandi játningar (18). —Nýja testamentið er nú hin lifandi guðinnblásna játning postulanna á Jesú Kristi, sem útbreitt hefir og eflt (,,uppbyggt“) ríki hans á jörðunni. •—Þar sem hún er orðin að lifandi játning hjartnanna á Jesú Kristi, þar er guðs ríki—kirkja Krists. — Er játningin lifandi hjá okkur? —Hver svari fyrir sig. — Hið postullega orð lýkur upp og lokar himnaríki, Lýkur upp fyrir (,,leysir“=boðar fyrirgefning) þeim, er iðrast og trúa á Jesúm. Lokar fyrir (,,bindur“=syhjar um fyrirgefning) iðrunarlausum og vantrúuðum. Ákvæði orðsins er ákvæði guðs (19). — Vegur lífsins og dauðans greinilegur. Bann Jesú (20) af því, að fólkið var óundirbúið og tíminn ekki kominn. Pálmasunnudagurinn var tíminn. AÐ LESA DAGLEGA. — Mán.: Sak. 13, 7—p. Þrið.: Sak. 14, 1—21. Miðv.: Esaj. 66, 10—24. Fimt.: Jer. 46, 27—28. Föst.: Esaj. 32, 9—20. Laug.: Esaj. 57, 15—21. KÆRU BÖRN ! Jesús lagði spurningar fyrir lærisv., heyrðuð þið. Fyrst um það, hvað fólkið héldi um hann og svo þeir sjálfir. Þið munið svörin. Þið tókuð víst eftir því líka, að hopum þótti vænt um svarið, sem Pétur gaf. En það var líka svar hinna postulanna. Með spurningunni vildi hann einmitt fá þá til að játa sig opinberlega og láta þá finna til þess, að játning þeirra væri alt önnur en játning fólksins, sem trúði ekki á hann. — Nú vill Jesúslíka fá ykkur, börn, til þess að játa sig opinberlega. Þið urðuð læri- sveinar Jesú í skírninni. En þegar þið eruð búin að læra að þekkja hann, þá vill hann, að þið játið sig opinberlega—við ferminguna. Og ef sú játning ykk- ar kemur frá hjartanu, þykir honum vænt um hana. Þið skiljið þá líka það, að sú játning einmitt aðskilur ykkur sem limi kirkju Krists frá jreim, sem ekki vilja játa Jesúm. Góður guð gefi ykkur anda sinn, svo þið getið játað hann af hjarta. ,,Vor hvítasunnu-hátíð fer I þig, andinn helgi: hjá oss bú, að höndum nú; því biðjum vér | oss himingjöfum auðgaþú." TIL LEIÐBEININGAR.—Lát börnin skilja játning Péturs og postulanna og mismuninn á henni og hugmyndum fólksins um Jesúm. Að þetta sé kirkj- unnar játning. Hennar einkenni. Geri hana ósigrandi. Þurfi að vera lif- andi játning meðlimanna. Kirkjan á orð postulanna, sem ,,bindur“ og ,,leysir“. Skýr það. IIVÍTASUNNUDAO—18. Maí. Hvaða sunnudagur er í dag? Hvert er guðspjall dagsins? ,,Sásemelsk- mig". Hvar stendur það? Hjá Jóh. 14, 23—31. Les upp útskýringu Lúters á fimm síðustu boðorðunum. Hvert var efni og minnistexti lex. á sunnud. var? 1. Að hverju spurði

x

Kennarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.