Kennarinn - 01.05.1902, Síða 3

Kennarinn - 01.05.1902, Síða 3
KENNARINN 35 Jesús lærisv. sína? 2. Hverju svöruðu þeir? 3. Hvað sagði Jesús við Pétur? — Hver er lex. í dag? Hvar stendur hún? Lesura hana á víxl. Les upp minnis- textann. SYNDIN Á MÓTI HEILÖGUM ANDA. Matt. 12, 31—36; 43—45. (Sbr. Mark. 3, 28—30. Lúk. 12, 10, II, 24—28.) Minnistexti v. 33. 31. Þess vegna segi eg yður, að hverskonar synd og löstun mun mönnum fyrirgefin verða, en löstun gegn andanum mun mönnum eltki fyrirgefast. 32. Þótt einhverlasti mannsins son, mun það honum fyrirgefið verða, en ef nokkur talar lastyrði gegn heilögum anda, þámunhonum það ekki fyrirgefast, hvorki í þessu né komanda lífi. JJ. Ef trcff CV gott, C> U Og ávextimir góffir, cn sc þaff vont, cru avextirnir vondir; því af ávextin- UDl þckklSt trcff. 34. Þér, nöðru-kyn, livernig megið þér gott mæla, þar þér sjálfir eruð vondir ? Því af gnægð hjartans mælir munnurinn. 35. Góður maður framber gott úr góðum sjóði, en vondur maður framber ilt úr vondum sjóði 36. Eg segi yður: Fyrir hvert það illyrði, er menn mæla, skulu þeir á dómsins degi reikningsskap lúka. 43. Þegar hinn óhreini andi fer út af mann- inum, þá ráfar hann um eyðimerkur, leitar hælis, og finnur ekki. 54. Þá segir hann með sér: Eg vil aftur snúa til húss míns,þaðan er eg fór, og er hann kemur aftur, finnur hann það tómt, sópað og prýtt. 45. Þá fer hann síðan og tekur með sér sjö aðra anda sér verri, og er þeir eru þangað innkomnir, byggja þeir þar; verður svo hið síðara ásigkomulag mannsins verra en hið fyrra. Eins mun fara fyrir þessari vondu kynslóð. Jesús hafði læknað djöfulóðan mann. Vakti undrun fólksins. Farísear bera honum á brýn, að hann sé í bandalagi við djöfulinn. Vilja eyða áhrifum hans á fólkið. Jesús sannar, að þeir viti betur. Sýnir þeim svo fram á, hvaða synd þeir sé að drýgja. Um það er lexían. — Allar syndir verða fyrirgefnar, ef menn iðrast þeirra og trúa, — jafnvel þó illa sé talað um Jesúm að því leyti, sem hann kemur fram sem maður (,,mannsins sonur"). Manneðli hans hylur guðseðlið. Synd vanþekkingarinnar (1. Tím. 1, 13).—En þegar hið guðdóm- lega vald hans birtist og mennirnir verða fyrir hinum heilögu áhrifum hans og finna í samvisku sinni, að þau eru heilög, en veita þeim samt mótstöðu og eigna þau hinum vonda eða kalla þau ill, þá eru þeir að syndga á móti heilögum anda í þeirri merking, sem hér er átt við. Forherði þeir sig á móti heilögura anda og fái hann ekki að snúa þeim til iðrunar og trúar, fá þeir aldrei fyrir- gefning. Engin fyrirgefning möguleg fyrir þá nokkurn tíma, sem ekki ij5rast og trúa (31 og 32). — En „lastyrði" faríseanna merki þess, hvernig stóð á hið innra hjá þeim. Hið ytra mannsins eins og hinn innri maður hans. —í hjarta sínu fráhverfir guði og andstæðir > ,,nöðru-kyn") hljóta þeir að koma fram eins og þeir gera. — Hve nauðsynlegt að verða aS ,,góðu tré" og eignast ,,góðan hjartasjóð" fyrir sanna iðrim og trú á Jesúm.— „Illyrðin", ónytjuorðin öll, sem gögnuðu engum, gerðu að eins tjón, rísa upp á móti okkur til dóms á dómsdegi, af því þau sýna vondan hjartasjóð (33—36). — Hvernig er okkar

x

Kennarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.