Kennarinn - 01.05.1902, Side 6

Kennarinn - 01.05.1902, Side 6
3« KENNARINN um við? — I skírninni eru börnin lögð þríeinum guði í faðm og hann tekur þau inn í ríki sitt.—Dýrðlegt!—,,Komið!" (20). Skírðu börnunum á að vera kent, svo þau læri að þekkja guð, sem gerði sáttmála við þau, og lifi í samfélagi við hann. — Foreldrar og kennarar! Sjáið skyldu ykkar. . AÐ LESA DAGLEGA-—Mán.: Pe. 3, 1—10. Þrið.: Pu'. 4, I—2. Miðv.: Pg. 5, 20—42. Fmu.: Pg. 6, l—15. Föst.: Pg. 7. 37—60. Laug.: Pg. 8, 26—40. KÆRU BÖRN ! Þið hafið nú í hálft ár verið að lesa og læra um konung- inn okkar, Jesúm Krist. Þið hafið lært að þekkja hann betur. Má eg ekki vona það? Og ykkur er sjálfsagt farið að þykja vænna um hann. Og þá viljið þið hlýða honum. Er það ekki svo? Hann er dýrðlegur konungur. Lexían í dag sýnir það greinilega. Hann er drottinn himins og jarðar. Getur gert alt, sem hann vill. Það segir hann. Hann er sannur guð eins og hann er sannur maður. Þiðgetiðþá með sanni sungið: ,, Víst ertu, Jesú, kóngur klár, kóngur dýrðar um eilíf ár." En Jesús kennir ykkur líka að þekkja föður sinn sem föður ykkar á himnum. Þegar þið trúið á Jesúm og hlýðið honum, þá elskar faðir hans ykkur sem börnin sín og vill vera faðir ykkar vegna Jesú.— En svo segir Jesús ykkur líka frá heilögum anda. Og heilagur andi vill nú einmitt hlálpa ykkur til þess að lifa eins og guðs börn í trúnni á Jesúm. Guð er góður og dýrðlegur, sjáið þið, börnin mín. Því hann er faðirinn, sonurinn og heilagur andi. Og í skírninni urðuð þið börnin hans, hins góða guðs. Hann á ykkur. Þið þurfið því að Iæra að þekkja hann og hlýða honum. Það viljið þið. ,,Ó, sannleiks andi, ljóssins leið að trúar reglu réttri frá mig leið þú, svo um æfiskeið, ei reiki’ eg, hvað sem þola má. “ TIL LEIÐBEININGAR.—Tal einfaldlega við börnin um, að guð hafi með Jesú opinberað sig sem fadirinn, sonurinn 0% heilas'ur andi. Kristin kirkja játi öll þá trú, og hafi játað. Sú játning aðgreini kristna menn frá öðrum, t. d. fráUnítörum.—Tal um skírnina. Skírnar-náðina. Og skuldbinding skírnarinnar. -----V-0-5-C3—<------ FRYSTI SD. EFTIR TRÍN.—l. Jtíní. Hvaða sunnud. er í dag? Hvert er guðspjall dagsins? Hinn auðugi mað- ur og Lazarus. Hvar stendur það? Lúk. ig, ig—31. • Hvað meinar guð með því, sem hann segir um boðorðin? Guð hótar að hegna þeim öllum, sem þessi boðorð brjóta; þess vegna eigum vér reiði hans að óttast, og ekki móti slíkum boðorðum að breyta. En þeim öllum, sem þessi boðorð halda, lofar hann náð og öllu góðu; þess vegna eigum vér og hann að elska, honum að treysta og eftir hans boðum gjarna að breyta. Hver er lexían í dag? — Yfirlit allra lexíanna hið síðastliðna hálfa ár. EFNI LEXÍANNA OG MINNISTEXTAR (1. Des. igoi til 23. Maí igo2). FYRSTA LEXÍA (1. sd. í aðventu) 1. Des. 1901:—, ,Nýr konungur í vondri veröld'1: Esaj. 61, 1—4, 6—8, 10 —11. Minnistexti: 10. Ég vil gleðja mig í drotni; mín sála skal glaðvær vera í guði mínum; því hann hefir klætt mig klæð- um hjálpræðisins og lagt yfir mig kyrtil réttlætisins, eins og þegar brúðgumi læt- ur á sig prýðilegan höfuðbúning og brúður býr sig í skart sitt. ÖNNUR LEX. (2 sd. í aðv.), 8. Des.: — ,,Konungurinn, sem menn út- skúfuðu, verður að síðustu dómari vor": Matt. 11, 16—24, 27. Minnist.: 21. Vei þér, Kórazin! Vei þér, Betsaída! Ef þau kraftaverk, sem í ykkur hafa gerð verið, hefðu verið gerð í Týrus og Sídon, þá mundu þeir fyrir löngu hafa iðran gert í sekk og ösku. 27. Alt er mér af mínum föður í valtl geíið, og eng-

x

Kennarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.