Kennarinn - 01.05.1902, Blaðsíða 8

Kennarinn - 01.05.1902, Blaðsíða 8
40 KENNARINN sem þú sagðir; en eg segi yður, að eftir þetta munuð þér sjá mannsins son sitj- anda til hægri handar hins alvalda guðs, og komanda í skýjum himins. SEYTJANDA LEX. [pálmasunnud.], 23. Marz: — ,,Innreið konungsins": Matt. 21, 1—11. Minnist. í 9.: Hósanna syni Davíðs! blessaður sé sá, sem kemur í nafni drottins. Hósanna í hæstum hæðum. ÁTJÁNDA LEX. [páskadag], 30. Marz: — ,,Konungurinn slítur af sér fjötra dauðans": Matt. 27, 62—66; 28, 1—6. Minnist.: 6. Hann er ekki hér, því hann er upp risinn.eins og hann sagSi; komið og sjáið staSinn, þar sem herrann lá. NÍTJÁNDA LEX. [1. sd. eftir páska], 6. Apr.: — ,,Upprisukveðja kon- ungsins": Matt. 28, 7—15. Minnist. : 9 Og er þær voru á leið komnar til að segja lærisveinum hans fráþessu, kom Jesús móti þeim og sagði: Sælar verið þið! En þær gengu til hans og föðmuðu fætur hans og veittu honum lotningu. TUTTUGASTA LEX. [2. sd. eftir páska], 13. Apr.: — „Konungurinn á meðal sinna manna“: Matt. 18, 1—6, 10—14, 19, 20 Minnist. : 20. Hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar vil eg vera mitt á meðal þeirra. TUTT. OG FYRSTA LEX. [3. sd. eftir páska], 20. Apr.:—,,Agi konungs- ungsins": Matt. 18, 8, 9, 15—18, 21, 22. Minnist.: 18. Eg segi yðurþaðfyrir sann, að hvað þér bindið á jörðu, skal á himni bundið vera, og hvað þér leysið á jörðu, skal á himni leyst vera. TUTT. OG ÖNNUR LEX [4. sd. eftir páska], 27. Apr.: — ,,Hásæti kon- ungsins": Matt. 20, 20—28. Minnist. : 27. Og hver sem vill vera fremstur meðal yðar, hann sé þjónn yðar, 28. Eins og mannsins sonur kom ekki til þess, að aðrir skyldu honum þjóna, heldur til að þjóna öðrum og láta líf sitt til lausn- argjalds fyrir marga. TUTT. OG ÞRIÐJA LEX. [5. sd. eftir páska], 4. Maí: — ,,Konungurinn ummyndast": Matt. 17, 1—13. Minnist.: 5. Þessi er minn elskulegi sonur, sem eg hefi velþóknun á; hlýðið þér honum. 6. En er lærisv. heyrðu raustina, féllu þeir fram á ásjónur sínar og urðu mjög óttaslegnir. TUTT. OG FJÓRÐA LEX. [6. sd. eftir páska], 11. Maí:—,,Konungurinn sýnir, hver sé undirstaða ríkis hans": Matt.16,13—20. Minnist.—sjábls.33. TUTT. OG FIMT LEX.A [hvítasunnud.], 18. Maí: — ,,Syndin á móti heilögum anda": Matt. 12, 31—36:43—45. Minnist.—sjá bls. 33. TUTT. OG SJÖTTA LEX. [trínitatis], 25. Maí:— „Faðirinn, sonurinn og heilagur andi"; Matt. 11, 25—27; 16,27—28; 23,8—9; 28,16—20. Mt.—bls.37. AÐ LESA DAGLEGA. — Mán.: Pc. 15, 22—41. ÞriS.: Pe. 16, 1—18,. MiSv.: Pg. 16, 19— 40. Fimt.: Pt'. 19. I—15. Föst.: Pll. 18, 12—28. Lauu.: Pg. 19, 23—41. KÆRU BÖRN! í dag farið þið yfir alt það, sem þið hafið lært í sunnu- dagsskólanum hálfa árið, sem leið. Þið sjáið þá, livað þið hafið lært og hvort ykkur hefir farið fram. Það er gagnlegt fyrir ykkur stundum að stansa og horfa til baka og gá að, hvort ykkur hefir miðað áfram eða þið hafið staðið í stað. Nú getið þið eiginlega ekki staðið í stað. Verðið annaðhvort að láta ykkur fara fram eðaaftur. Þið verðið annaðhvort betri eða vb'rri. Aðal-framförin ykkar er nú fólgin í því.að þið verðið betri. Og er tilgangurinn með það, sem þið lær- ið á sunnudagsskólanum, einmitt þetta, að þið getið orðið betri. Þroskist sem guðs börn. Upp á við til guðs. Það er svo gott að þroskast á þann hátt. Hugsið um það, börnin mín Og liugsið um, að láta ykkur nú fara vel fram á hálfa árinu, sem byrjar. Að lesa vel lexíurnar ykkar. Og hlusta vel á það.sem ykkurerkent. Og koma reglulega í sunnudagsskólann. Og svo biðja guð að hjálpa ykkur. Því megið þið ekki gleyma. Heldur ekki því, börn, að biðja guð vegna Jesú að fyrirgefa ykkur, þegar þið hafið verið vond. Munið það. Þá fer ylckur fram. Það er alveg víst og satt. ,,í syndum ef eg sofna dátt, mig náðar hendi hríf, svo eg af svefni þeim mig vek þú brátt; til himins aftur finni veg,"

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.