Kennarinn - 01.02.1905, Blaðsíða 6
14
KENNARINN
Jóhannes, og fer upp á hátt fjall, til þess að biðjast fyrir.
UMMYDNANIN.—En meðan Jesús er að biðja, ummynd-
ast hann. Andlit bans skin eins og sólin og fötin hans verða
björt eins og ljósið.
MÓSES OG ELÍAS.— Sjá, J)á birtast tveir hinir miklu
spámenn gamla testamentisins, Móses og Elías, og tala við Jes-
úm. Þeir tala við hann um pislir hans og dauða, sem bráðum
eigi fyrir honum að liggja í Jerúsalem. Við þctta vakna læri-
sveinarnir. Þeir höfðu sofið meðan Jesús var að biðja; þvi það
var nótt.
PÉTUR TALAR.—Móses og Elías fara. En Pétur lang-
aði til þess að þieir væru kyrrir. Hann hélt, að þeir gætu hjálp-
að Jesú að vinna verkið hans. Hann segir: „Það er gott að
vera hér, herra. Ef þú vilt, þá byggjum við þrjár tjaldbúðir
hér; eina handa þér, eina handa Móses og eina handa Elias.
SKÝIÐ OG RÖDDIN.—Meðan Pétur er að tala, kemur
bjart ský og hylur þá. Og rödd talar úr skýinu og segir: „Þessi
er sonur minn elskulegur, sem eg hefi velþóknun á. Hlýðið þér
honum“. En lærisveinarnir verða hræddir og falla niður á
ásjónur sinar.
JESÚS SEFAR ÓTTA ÞEIRRA.—Þá gengur Jesús til
þeirra, leggur höndina á þá og segir: „Risið á fætur, og verið
ekki hræddir". Þeir litu þá upp og sáu engan nema Jesúm
hjá sér.
SKIPAN JESÚ.—Þegar þeir fara niður fjallið, skipar
Jesús þeim að segja engum frá því, sem þeir höfðu séð, fyrr en
Mannsins sonur sé risinn upp frá dauðum.
K/ERU BÖRN! Þegar þið heyrið um ummyndun Jesú á
fjallinu, hvernig hann breyttist, og varð allur bjartur eins og
ljósið, þá er ykkur sagt frá dýrðinni, sem Jesús er í nú hjá föður
sínum. Og ykkur er líka sagt, hvað gott sé að vera hjá Jesú þar
í ljósinu. En svo er ykkur lika sagt, að þið fáið ekki að verá hjá
Jesú í ljósinu, nema þið breytist sjálí og líkist honum. En til
þess að þið breytist og verðið lik honum, þurfið þið að heyra
orð Jesú og hlýða honum.
Lesið upp og lærið vel allan sálm. 9 új* Barnasálni.
r - -«-vVV^-