Kennarinn - 01.02.1905, Side 8

Kennarinn - 01.02.1905, Side 8
i6 KENNARINN ráðast á hann, færa hann úr fötunum, særa hann, fara svo frá honum og skilja hann eftir nær dauða en lífi. PRESTURINN OG LEVÍTINN,—Þá vill svo til að prest- ur nokkur kemur þessa sömu leið. En þegar hann sér særða manninn, lætur hann hann liggja og fer fram hjá. Levíti nokkur kemur þarna að líka. Horfir á, en fer sömuleiðis frarn hjá. SAMVERJINN. — En þá kemur Samverji einn, sem var þarna á ferð. Þegar hann sér mannaumingjann, kennir hann í brjósti um hann . Fer til hans, bindur um sár hans, hellir í þau viðsmjöri og víni, lætur hann svo upp á asnann sinn, sem hann reið, fer með hann til gistihúss og hjúkrar honum. Næsta dag heldur hann áfram ferð sinni; en áður en hann fer, tekur hann upp hjá sér tvo peninga, fær gestgjafanum þá og biður hann að hjúkra manninum og segir: „Ef þú kostar meiru til, skal eg borga þér þegar eg kem aftur.“ HVER VAR NÁUNGINN---------Þegar Jesús var búinn að segja skriftlærða manninum þessa dæmisögu, spyr hann hann: „Hver af þessum þremur mönnum var náungi mannsins, sem féll í hendur ræningjunum?“ Hinn svarar: „Sá, sem gerði miskunnarverkið á honum.“ Jesús segir þá við hann: „Far þú og ger hið sama“. KÆRU BÖRN! Þeir voru vondir mennirnir báðir, sem fóru frarn hjá aumingjanum særða. Þið finnið til þess, og þið segið það líka öll. En þið segið: Hann var góður, maðurinn, sem ekki fór fram hjá, heldur hjálpaði. Viljið þið ekki vera svona góð, aldrei fara fram hjá neinum, sem á bágt og þið getið hjálpað? Jesús fór ekki fram hjá okkur, heldur kom hann til okkar til þess að frelsa okkur frá öllu illu, — líka til þess að frelsa okkur frá vondu hjarta, sem vill fara fram hjá. Biðjið hann að gefa ykkur gott hjarta, svo þið aldrei farið fram hjá þeim, sem bágt eiga. Lesið upp og lærið vcl 9. sálminn i Barnasálm.

x

Kennarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.