Mjölnir - 01.01.1902, Side 27

Mjölnir - 01.01.1902, Side 27
25 lengur en flaskan; „þá koma dagar og þá koma ráð“, segir Y og sýpur á. Þ skólapiltur drekkur, til að sýna að liann sje kominn undan aga foreldranna og sje óhræddur við kennarana. Æ drekkur út úr leiðindum, og heldur líklega að soi gin muni einhvern tima þreytast á að synda ofan á annari eins ólyfjan og hann lætur ofán í sig. Ö drekkur til að fylla „landskassann“ og tæma pyngj- una. Fátækt — víndrykkja. Það er eigi ætlan mín að fara hörðum orðum um fá- tæktina. Hún er hörð í horn að taka, hvar sem hún kemur. En ef þú gefur henni nákvæmlega gætur, og kynnir þjer hana, þá muntu fljótt sjá að fátæktin er sprott- in af margvíslegum orsökum. Oumflýjanlcgar kringum- stæður hafa steypt sumu fólki í örbyrgð og fátækt, en aptur eru aðrir, sem með eigin liendi hafa bakað sjer fá- tæktar. Vjer skulum virða fyrir oss hina feyknamiklu borg: Lundúnahorg. l’ar er nógur auður, en þar er líka nóg fátækt, já, hvílík voðaleg fátækt! Það er hægur vandi að komast að raun um, hver er aðal orsök þessarar fátæktar. Eyðsla, hugsunarleysi, leti, iðjuleysi, víndrykkja, þetta allt dregur dilk á eftir sjer, sem heitir fátækt.

x

Mjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/490

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.