Máni - 13.01.1917, Qupperneq 2
2
MÁNI
V egabréf.
Motto:
Satt og logið sitt cr hvað,
sönnu er bezt að trúa.
En hvernig á að þekkja það
þegar flestir Ijúga?
p. ó
Máninn er víðförull. Hann sér margt, og fleira en
flestir vita. Enginn veit hvað hann veit. Menn segja
að hann sé þögull. En þeim, sem komast á snoðir
um alt, og einnig það, sem í þeirra eigin skuggum
er hulið, hættir til þess, að eiga erfitt með að leyna
vitneskju siuni og fróðleik. Þeim verður eigi all-
sjaldan „fótaskortur á tungunni", eigi síður en gömlu
konunni á Leiti. Því er öllum vissara, bæði þeim,
sem heyra ummælin, og þeim, sem um er mælt, að
gjalda varhuga við öllu slíku, og taka sem fæst
„eins og gullvægt og gott“.
En þrátt fyrir alt þetta er máninn hreinasta gull.
Haun er bæði skáld og sagnfræðingur Norðurlanda.
Þegar hann fer á fætur standa allir með útbreiddan
faðminn, fullan af vonum, til þess að fagna honum.
Þegar hann er fullur — því einmitt þá er hann Ijós-
lifandi ímynd skáldskapar og vitsmuna — er hann
allra yndi. Hann er öllum stundum bjargvættur karl-
manna og mundstoð milli skugganna. Hann er íslands
skartmesti kvennaljómi, og öllum fremur kvenhollur
á kvöldin. Ilann er í orðanna fylsta skilningi heims-
barn og barnagull.
Þessi nýi máni, sem nú kemur fram á sínum nýárs-
himni, á að verða eftirmynd hins alkunna mána, er
nú hefir í fám orðum lýst verið. Hann á að reyna
að fylgjast með öllum hans einkennum og siðum,
tiðum og tíma. Þvi verður hann látinn birtast, sem
næst þeim tíma, sem tungl verður nýtt og fuit. Það
þykir siðferðislega éðlilegt, eftir atvikum. Og munu
flestir elskendur tungls og skjólstæðingar telja það
viturlega ráðið, til þess að hann ekki verði til trufl-
unar flóði og fjöru, né öðru því, er heimsbarnið, hinn
gamli máni, stjórnar með áhrifum sínum, hvort sem
er á sjó eða landi.
Hann brosir góðlátlega við öllum, og þótt einhver
vildi kalla bros hans glott, þá kippir hann sér ekki
upp við það, því slík orð hafa verið um hönd höfð
um hinn aldna mánann. Og þótt einhver rakkinn
skyldi þjóta upp, og geyja að honum háðslega — í
meinleysi þó — eins og títt er á beztu bæjum, um
konunginn gamla, þá lætur hann sér ekki bylt við
verða, en hlær bara enn þá hjartanlegar og hraðar förinni.
Hann vill alla gleðja, og hlær þegar að honum er
hlegið.
Hann veit vel að það er munur á því að segja satt
og að segja ósatt. En hann veit jafn vel, að það er
ekki heiglum hent, að vita muninn á því, hvað er
satt og hvað er ósatt, af því sem sagt er og haft
fyrir satt. Því vill hann ekki bera ábyrgð á því, sem
hann segir eða honum er sagt að segja.
Yerði honum það á, að segja ósatt um málefni eða
menn, þá er það auðvitað lygi. Og skyldi hann henda
það siys, að segja of-satt frá einhverju eða einhverjum,
þá er það líka lygi.
Á þetta að jafna sig upp, samkvæmt hans „kokka-
bók“, svo útkoman verður heill, hálfur, fjórðungur
eða bara eitt stórt núll, með öðrum orðum eins og
hver annar máni.
Því er hann nú 1 bleki baðaður og skal Máni heita.
Að nafnfesti er honum gefið alt það, er hann sér og
heyrir.
Er hann nú einnig vígður til hins mikla starfs
með þjóð vorri, sem hann er kallaður til.
Með þessari tvíþættu athöfn er hann friðhelgur ger
fyrir öllum og öllu.
Ráðherralaunin.
í ráði kvað vera að greiða laun hins nýja ráða-
neytis í álnum, þannig:
Forsætisráðherrann, Jón Magnússon, fær harðfisk
allan af Síðunni og æðardún úr Vestmannaeyjum.
Björn Kristjánsson fær öll selskinn úr Möðrudal og
rostungstennur úr Hafnarfjarðarhrauni.
Sigurður Jónsson fær öll vaðmál, sem ofin eru í
Surtshelli og hákarl allan úr Skjálfandafljóti.
Nú er það vitanlegt öllum mönnum að þetta er
ólöglegt, fyrir þá sök, að álnir eru ekki til. Verður
þetta því að greiðast i stikum, tugstikum og hund-
stikum.
En að öðru leyti eru að þessu þægindi mikil, hag-
ræði og sparnaður, þar sem iandssjóður losnar við
að greiða kaupið í peningum.
Aftur munu nú ýmsir líta svo á, sem þetta sé gert
til hagsmuna fyrir þá, svo þeir þurfi ekki að kaupa
þessa hluti. En hvað sem þvi .líður, þá er landssjóðs-
hagnaðurinn bersýnilegur.