Máni - 13.01.1917, Blaðsíða 3

Máni - 13.01.1917, Blaðsíða 3
M Á N I 3 Upptíningur. Er afi hvörfum hnígur sól hagur sumra þrengist. Ýmsir fá hjá öðrum skjól unz að dagur lengist. Einn með Gísla Einar rær yfir á laudshrepp glaður. „Langsum" grætur, langsum hlær „langsum" ferjumaður. Þegar jóðsótt þingið tók það er í flestra minni. Biðin ama’ og æðrur jók eftir kollhríðinni. Um sængurfrúar setrin þröng sogaði köldum næðing. Ýmsir kviðu kvöldin löng keisaraskurðar-fæðing. Fljótar venju föng mundu' á feðrun vesaiingsins: „Höfuðin þrjú, þó or ekkert minna. Karli’ að halda’ á sína sveit sýndist trygstur friður. Hinum langs á húsgangs-reit holað verður niður. Mangi’ og Gvendur gistu hjá göfgum landsins bændum. Þjóðin telur þaðan í frá þríbura í vændum. Um föðurréttinn flugust á frægstu hetjur þingsin^. Það er, svei mór, svanna vörn að svona’ eru göfgir hugir, er í „púkki" eiga kvörn ait að fjórir tugir. * * * Fjölgar liði Ása í ár, ekki frjóvið þrýtur. Einn er rauður, einn er grár, og einn er næstum iivítur.

x

Máni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Máni
https://timarit.is/publication/492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.