Máni - 29.01.1917, Blaðsíða 7
M Á N I
13
p er hver siðastur að verzla i Söluturninum.
Hver silkihúfan aftur af annari,
k
Á leið til Lundúna.
Propp-propp-promb. „It is a long way to Tipperary.
(„Pétur og Páll og þessir karlar" keppa við kapalinn).
At,
Sáralækning.
Páll með „ensku sýkina", kvað hafa fengið fulla
bót sára sinna frá því hann var í nefndinni sáluðu.
Nú kvað hann vera valinn til þrekvirkis þess að
koma á kné Bola þeim, er íslandi er ágengur og ýms-
um hefir með mjúkmælgi skeinuhættur orðið. Væri
vel ef hann eigi hlyti af viðureign þeirri kaun þau, er
eigi mega grædd verða. En vel mætti svo fara, ef
Iiann eigi tekur sinnaskiftum, og heitir á fulltingi hins
íslenzka Þórs, áður en herförin er hafin.
Mundi honum einnig holt að eta hákarl og hangi-
kjöt, og kneifa sjálfrunnið þorsklýsi áður atlagan hefst.
Kvað hann hafa svarið það við líf eg æru að koma
úr förinni sem sigurvegari, en — hvers — er ekki
getið — óvinarins er vonað, en ýmislegs til getið þó.
í liði með honum er ræðismaður og kaupmaður.
Vænta menn af þeim styrks og hughreystingar hon-
um til handa.
Nú kemur það sér að höndum hans er vel í skinn
komið.
Niðursetningar.
Eitt af því, sem mest ber á nú í „dýrtíðinni", er
hvað niðursetningum fjölgar með þjóðinni. Losni eitt
sætið, er það óðar fullskipað.