Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.02.1900, Blaðsíða 2

Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.02.1900, Blaðsíða 2
IO MÁNAÐARTÍÐINDI. II. ARG Annaðhvorí — eða. »Hversu lengi haltrið þjer til beggja hliða? Sje Drottinn yðar guð, pd ■aðhylhst hann, sje Baal það, þá að- -hyllist hann. (i. Kon. 18, 21.). Þú æskmnaður, lofaðu mjer að tala við þig örfá orð nú í byrjun áisins og spyrja þig að þeirri spurningu: „Hver er þinn guð?“ Þú munt ef til vill svara: »Það er ekki til nema einn guð og því er þessi spurning óþörf«. Rjett er það að ekki er til nema einn sannur lifandi guð, en þú veizt, að menn geta val- ið sjer ýmislegt og gjört það að guði hjarta síns, og þess vegna spyr jeg þig, sem þetta lest: Hver er pinn guð? Hvern hefur þú valið fyrir guð hjarta þíns. Það er sjálfsagt að vjer eigum að þjóna þeim, sem er guð, iaga allt vort líf eptir vilja þess, sem vjer viðurkennum að sjé guð. Mjer finnst stundum, þegar jeg athuga líl þitt, breytni þína og háttalag, að jeg ekki vel viti, hvern þú hefur valið að guði þínum. Þegar þú kernur á fund þar sem orð hins þríeina guðs, þess sem kirkjan boðar og tilbiður, er les- ið upp, og þú beygir höfuð þitt til hinnar sameiginlegu bænar og situr hljóður og hlustar á það sem sagt er, stendur upp og játar með oss: »Jeg trúi á guð föður almáttugan o. s. frv., þá finnst mjer, að þú munir hafa val- ið drottinn himnanna þjer að guði. En svo þegar fundinum er lokið og þú byrjar strax á gázka og kesknis- orðum, hagar þjer ósæmilega, þegar út er komið, eða þegar jeg sje að þú 1 daglega lffinu ert svikull, blótsamur, sólginn í ljótar skemmtanir, lætur tæla þig eða tælir aðra til syndsam- legra nautna, hagar þjer eins og villi- dýr í skólanum, ert önugur og svör- ull á heimili þínu og óhlýðinn for- eldrum þínum o. s. frv., þá verð jeg að segja við sjálfan mig: »Þessi hef- ur þó enn ekki valið Drottinn fyrir guð, heldur heimssollinn, eða sjálfan sig, því breytni hans sýnir ljóslega, að hann ekki þjónar hinum heilaga guði, sem elskar allt gott og határ allt illt!« Góði vinur, þú mátt ekki láta þessa ósamkvæmni eiga sjer stað f lífi þínu. Það verður að vera: »ann- aðhvort — eða«. Sje Drottinn guð, þá áttu að þjóna honum, sje sollur- inn það, þá er sjálfsagtað þjóna hon- um af öllum krapti. Ef sollurinn er pinn guð, þá forðastu, kæri, að koma á samkomur kristinna manna, forð- astu guðs orð, forðastu að biðja, forð- astu að haga þjer siðsamlega, forð- astu að hlusta á áminningar foreldra þinna og hlýða þeim; allt sllkt er ó- trúmennska gagnvart sollinum, guði þínum! Þessvegna ef sollurinn með Ijettúðinni, strákskapnum, kæruleys- inu og .ósiðseminni erkonungur hjarta þíns, nú, þáaðhyllstu hann. Eða et þú hefur sett sjálfan þig sem guð, þá þjónaðu þjer einum, hlýddu að eins vilja þínttm og láttu eptir fýsnum þínum, gjörðu það sem þjer gottþyk- ir og hugsaðu ekki um aðra ensjálf- an þig. Ef eigingirnin er guð hjarta þfns þá aðhyllstu hana. — En ef þú trúir því og játar, að sá Drottinn, sem tók þig að sjer í hei- lagri skírn, að hinn þríeini guð, sem gjörvöll kristnin játar, sje guð, og et þú vilt að þessi trú sje meira en munnflapur og varajátning, þá láttu það sjást í lífi þínu, að hann sje sanna/iega guð. Ef hann er pinti

x

Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags
https://timarit.is/publication/493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.