Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.02.1900, Blaðsíða 8

Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.02.1900, Blaðsíða 8
i6 MÁNAÐARTÍÐINDI. II. ÁRG. mönnum". (i. Tim. 2, 1). Þá er beð- ið fyrir kirkjunni, söfnuðinum, kon- ungi og valdstjórn, landi og lýð, fyr- ir sjúkum, sorgmæddum, fátækumog deyjandi. Þegar presturinn aptur stendur fyrir altarinu og hefurklæðst hinum heilaga skrúða sem minn- ir á skrúða rjettlætisins og kross- merki Krists, þá safnast hinir trúuðu enn þá einu sinni í bæn frammi fyrir náðarhástóli guðs. Þar næst lýsir presturinn með upplypt- um höndum blessun hms þríeina guðs yfir söfnuðinum, og óendanlegurkrapt- ur og náðarveiting fylgir þessu hátíð- lega atriði guðsþjónustunnar og veit- ist hverjum þeim sem vill taka móti því 1 auðmjúkri trú. — Eptir síð- asta sálminn biður söfnuðurinn þakk- arbæn og svo hljóma klukkurnar og hinn trúaði gengur glaður og styrkt- ur heim til sín, og sálu hans langar aptur innilega eptir drottins forgarði því betri er einn dagur í hans for- garði en þúsund aðrir. (sjá Davíðs- sálm 84). Þegar þú gengur ( guðshús inn, gæt þess vel sál mfn fróma, hæð þú þar ekki herra þinn með hegðun líkamans tóma. Beyg þú holdsins og hjartans knje, heit bæn þín ástarkveðja sje: Hræsnin mun síst þjer sóma! — Um sakramentisathöfnina verður skrif- að í næsta blaði ef guð lofar. -------------- Frá fjelaginu. Blaðasala vor gengur vel. Nær hundrað utanfjelagsmenn í Reykja vík hafa gjörst árskaupendur. Einn af velgjörðamönnum vorum skrifaði sig fyrir 20 eintökum og fal mér á hendur að útbýta þeim þangað, sem þau kæmu vel niður. Vjer höfum því getað sent riflegar fríblöð en áð- ur t. d. inn á holdsveikraspítalann.— Börnin í Hafnarfirði langar til að fá barnaguðsþjónustur hjá sér;, og er nú meiri von að þær verði byrjaðar sunnudaginn 11. febr. A Álftanesi eru þær komnar í gott horf, þar er líka að byrja bibl- íulestur unglinga, sem komnir eru undir og yfir femringu. Fyrir hvor- tveggja stendur barnakennarinn á nesinu hr. Jón Jónasson realstudent. Til athugunar fyrir börn og ung- linga á Seltjarnarnesi má geta þess- hjér, að sá sem heldur ræðuna á barnaguðsþjónustu í Rvík., fer næsta sunnudag og flytur ræðu á Nesinu út af sarna efni og hann talaði um: sunnudaginn áður. — Tóbaksbindindisflokkur innan fé- lags myndaðist í síðasta mánuði og geta þeir félagsmenn sem vilja ganga í hann snúið sér til Péturs Gunnars- sonar. — Af bókasafni voru helur ver- ið lánað út í janúnar 80—90 rit. Islendingasögur allt af á fart- inni. Við þyrftum að eiga miklu meira af þeim. — Pappír sá, sem var í fyrsta blaðinu var ekki til í þetta sinn, því pöntun með „Vestu" náði ekki í „Lauru", svo í þessu nr. er pappírinn ögn lakari en hann annars á að vera. Blaðið ábyrgist: Fr. Friðriksson cand. þhil. Grjótagötu 12. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags
https://timarit.is/publication/493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.