Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.03.1900, Page 2

Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.03.1900, Page 2
MÁNAÐARTÍÐINDI. II. ÁRG. l8 HUGSJÓNIR Þegar þú leggur af stað i ferð, er nauðsynlegt fyrir þig að vita, í hvaða átt þú átt að fara, og því verður þú að hafa eitthvað til að leiðrjetta þig eþtir, — eitthvert markmið eða leið- arstjörnu. Þegar þú leggur af stað út í lífið, ungi maður, verður þú að gjöra þjer ljóst, hvert þú ætlar að halda,—hvaða takmarki þú ætlar að ná. Eigi nokk- uð að ligggja eptir þig í heimiuum, verður þú að kjósa þjer eitthvert starf, sem þú vilt helga alla krapta þína og líf. Sá sem aldrei er ráðinn í því, hvað hann á að gjöra, vinnur aldrei mikið gagn í heiminum. Hann byrjar á mörgu, en lýkur við fátt. Hefurðu kosið þjer nokkurt æfistarf, sem þú vilt leggja allt i sölurnar fyr- ir? Hafirðu ekki gjört það, og vilj- ir þú verða nýtur maður, eðamikill maður, þá ríður þjer lífið á, að gjöra það sem fyrst. Jeg held alla langi til að verða miklir menn, en það kunna ekki allir ráð til þess. Þeir virða fyrir sér með undrun og aðdá- un þá menn, sem kallaðir eru mikl- ir, en þeir láta þá ekki kenna sjer þennan leyndardóm. Og þó þarf ekki annað, en virða fyrir sjer líf þessara manna til þess. Allur leyndardóm- urinn er fólginn í því, að þeir hafa sett sér eitthvert takmark og reynzt trúir í starfi sínu. Vjer munum ept- ir heitstrengingum foríeðra vorra. Þeir hjetu því, að annaðhvort skyldu þeir koma fram áformi sínu eða liggja dauðir að öðrum kosti. Þeir ætluðu að meta meira að ná takmarki sínu, en að varðveita lífið; þess vegna unnu þeir líka svo mörg og glæsileg frægð- arverk. Sá sem meira hugsar um sitt eigið líf og tímanlega velferð, held- ur en að koma fram fyrirætlun sinni, verður opt að hætta við hálfnað verk. og úr lífi hans verður svo skelfing lítið. — Attu nokkra hugsjón? — Hugsjón er sú fullkomnunarfyrirmynd, sem maðurinn kýs sjer til að breyta ept- ir.'—Hefurðu kosið þjer nokkra slika fyrirmynd? Hafirðu ekki gjört það, þá er um að gjöra, að gjöra það, sem fyrst. Það hjálpar þjer opt, er þú ert í vanda staddur, að hugsatil þess, hvernig sá maður, sem þú í öllu vilt líkjast, mundi hafa hagað sjer.— Hugsjónir mannanna geta veriðmjög ólfkar, og út á það er ekkert að setja, sjeu þær að eins fagrar, en sorglegast af öllu væri það, ef þeir skyldu vera nokkrir, sem enga hug- sjón hefðu. Hugsjónin er leiðarstjarna mannsins að takmarki hans, og því eins nauðsynleg honum einskompás- inn sjómanninum. Aðalhugsjón hvers kristins manns, á að vera Jesús Kristur. Betlehems- stjarnan, sem lýsti vitringunum og vísaði þeim veginn til jötunnar í Betle- hem forðum, hún á einnig að vera leiðarstjarna vor allra á leiðinni frá vöggunni ti) grafarinnar. Ó, að all- ir gætu látið hana skína fyrir sjer og vísa sér leiðina heim til hans, sem er ljós heimsins. Jón Jónasson.

x

Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags
https://timarit.is/publication/493

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.