Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.08.1900, Blaðsíða 2

Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.08.1900, Blaðsíða 2
58 MANAÐARTIÐINDI. II. ÁRG. Sjómannalið vort. Það er frítt lið og ágætir krapt- ar sem á vorin leggja frá landi á þilskipum vorum. Margir góðir drengir fá atvinnu á þeim, og þetta líf, sem að vísu getur opt verið fullt af vosbúð og erfiði, og hætt- um, en þó vel lagað til þess að styrkja kraptana og herða ungling- ana. En það er áríðandi að allir sjómenn vorir, sem elska ættjörðu vora, gæti varhuga við, að hið sið- ferðislega líf unglinganna ekki spill- ist eða lamist. Þetta sjómannalíf, sem er svo fagurt og kröptugt hefur í sér fólgnar margar hættur Það eru hættur um borð, ef þar á að þolast allskonar guðleysi, sið- leysi og ruddaskapur. Ef ungling- urinn lærir þar að blóta og ragna og það, setn því er enn þá verra að klæmast og guðlasta, slíkt set- ur eitur í hinar ungu sálir. Það eru líka hættur í landi, þegar sjó- mennirnir koma inn áhöfnogfara beina leið inn á einhverja drykkju- knæpuna til þess að eyða því, sem þeir hafa aflað og gjöra sjálfa sig að svínum, — Það er hörmuleg sjón að sjá unga velvaxna karl- menn, þegar þeir koma inn, drag- ast í 18 hlykkjunum um göturnar fulla og frávita, eða liggja fyrir hunda og manna fótum. Það er sorglegt að sjá farið á þann hátt með þenna ágæta stofn á þjóð vorri. Og þetta gefur hræðilega skrípamynd af sjómannastétt vorri, og fyllir hvern þann, er ann þessu hraustasta liði þjóðarinnar, með kvíða og sorg. Þetta er þó sá liluti þjóðarinnar, sem stendur þar sem orustan er hörðust í framsókn- arbaráttu vorri, og setn þarf því á mestum krapti Iíkamlegum og siðferðislegum að halda. En ef siðleysi um borð, og drykkjuskap- ur í landi fær að drottna, þá eru horfurnar ekki góðar, og þá fer að verða ábyrgðarhluti fyrir for- eldra hinna ungu að senda sonu sína nýfermda út í slíka spillingu. — Það eru smámunir að missa þá í sjóinn í samanburði við þá hættu, að þeir drukkni í siðleysi og drykkjuskap. — Þetta má eigi svo til ganga. Sjómannalýður vor verður að fyllast af nýjum anda, lifandi tilfinningu fyrir gildi sínu og þýðingu, lifandi trú á framtíð þessarar stéttar, og kröptugri fram- kvæmd til þess að hreinsa og bæta siðferði og andlegt líf hjá sér. — Hver kapteinn hefur ábyrgð óend- anlega mikla á því að þetta geti orðið. Hver háseti liefur einnig feiknar ábyrgð gagnvart stétt sinni. og sjerhver skipsdrengur hefur sinn hluta af ábyrgðinni. Sjómenn mega ekki þola, að neinn meðal þeirra gjöri þeim skömm til, og hver einasti sjómað- ur allt frá skipstjóra og niður í matsvein hefur þá skyldu að sjá um sóma og velferð stjettarinnar. Allir fyrir einn og einn fyrir alla eiga að vinna að því göfuga marki að lypta upp sjómannah'finu og

x

Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags
https://timarit.is/publication/493

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.