Mánaðartíðindi kristilegs unglingafélags - 01.08.1900, Side 7
HI. ÁRG.
MANAÐARTÍÐINDI.
63
•samastað; þú þa: ft ekki að vera þar
lengur en þjer sýnist, auminginn, jeg
bý svo um hnútana".
Tryggvi tekur siðan þetta fyrnefnda
verkfæri úr barmi sínum, og býr til
með því dálitla holu, á að gizka 1 fet
á alla vegu. Hann hafði hana eins og
inn undir sig, svo hún var eins og
hellismynduð. Að því búnu lætur hann
hellu sem fjell fyrir þennan litla hellis-
munna, en hafði smugu til að hleypa
rottunni inn um. —- Síðan kom aðal-
stórvirkið, sem hann vilaði ekki fyrir
sjer að framkvæma. — Hann opnaði
•dyrnar á gildrunni og byrgði fyrir þær
með báðum höndum, og sætti svo lagi
að grípa dýrið, þegar það hljóp að dyr-
tinum og smeygði því með það sama
niður um glufuna á litla jarðhúsinu; svo
tók hann kjötbitann úr gildrunni og
.annan soðinn upp úr vasa sínum, sem
rnóðir hans hafði gefið honum í nestið,
þegar hann fór á stað, og ljet þá báða
inn ti! dýrsins urn leið og hann sagði:
„Vertu nú ánægð, greyið litla; nú
hefurðu gott hús og nóg að jeta, að
minnsta kosti í dag, og svo getur líka
■vel verið, að þú fáir bráðum lagskonu
þjer til skemmtunar, ef’ þú u'nir þjer
-vel“.
Svo birgði hann fyrir glufuna og ljet
rjett vera ofurlítil sniágöt í kringum
helluna, svo dýrið hefði nóg lopt þarna
inni.
Tryggvi fór síðan að tjörninni með
gildruna og rak hana ofan í vatnið til
þess hún sýndist blaut þegar heim
kæmi. — Svo hjelt hann nú lieirn; en
Á leiðinni var hann að hugleiða með
sjer, að nú yrði hann að skrökva að
föður sínum, þegar heim kæmi og hann
færi að spyrja hann um, hvernig þetta
hefði gengið ,og yrði það í fyrsta skipt-
ið. En hann komst þó að þeirri nið-
urstöðu við sjálfan sig: ,Úr þvíjeghef
komið músinni fyrir, þá er það vægari
synd að skrökva í þessu efni, þó það
sje að vísu ljótt í flestum tilfellum, held-
ur en að níðast á varnarlausri skepnu
pg drepa hana'.
Nú kom Tryggvi loksins heim og
þótti föður hans hann hafa verið nokk-
uð lengi og mælti:
„Þú hefur ekki svikist um það. sem
jeg beiddi þig um, Tryggvi minn, nfl.
að halda gildranni niðri í vatninu, þang-
að til þú værir viss um, að rnúsin væri
dauð“.
„Nei“, sagði Tryggvi, nokkuð sein-
lega. _____
Svona gekk það í fjóra daga sam-
fleytt, að allt af var mús í gildrunni og
hafði Tryggvi þá iðju, að koma þeim
fyrir og hafði sörnu aðferðina við þær,
sem þá fyrstu.
En þó var eitt að athuga og það
var það, að þegar Tryggvi kom með
þessa músina að jarðhúsinu var sú farin
burt, sem hann kom með næst á und-
an, og var hún þá búin með kjötbit-
ann, senr hann gaf henni að skiinaði.
—En ekki gat hann áttað sig á, hvern-
ig þær hefðu komizt burt, eða hvert
þær hefðu farið. En svo mikið var víst,
að' ekki komu þær aptur heim til bæj-
ar, því eptir að buið var að fanga þess-
ar fjórar mýs, þá varð ekki vart við
að fleiri væru þar eptir.
Munið eptir honurn Tryggva litla og
farið að dærni hans, þegar þið verðið
vör við, að einhverri skepni líður mið-
ur en skyldi; og svo skuluð þið athuga
eitt erindi úr hinu fagra kvæði („Æsku-
ljóð“) eptir þjóðskáld vort Matth. Joch-
umsson;
Grætið svo aldrci J)á aumustu mtís,
og angrið ei fuglinn, sem ekki á sér htís.
Ef skcpnunum sýnið þið vinscmd og vörn,
“ verðið þið lángefin höfðingja börn.
=0—