Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.06.1927, Blaðsíða 3

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.06.1927, Blaðsíða 3
mm. MANAÐARBLAÐ KFUM R E Y K J AV í K Júnl 1927 Hvítasunnan er hin 3ja stórhátíð kristinna raanna. Það er sólskin og sumarblær, sem hvílir yfir þeirri hátíð; það er ákaflega bjart yfir henni í hug- um allra trúaðra, því hún er minningardag- nr þess að Iteilagur Andi kom eptir loforði hins himinfarna frelsara niður með kraptinh frá hæðum og byrjaði sitt mikla starf í heim- inum. Jjærisveinarnir voru nú orðnir undir það búnir að taka á móti honum. Og hann fylti þá með fögnuði og undursamlegum krapti. Hinir litilsigldu og hræddu urðu nú sterkir og máttugir og þorðu óskelfdir að horfa mót allri raun. Hin undursamlegasta breyting var orðin á þeim. Pjetur. sem hafði orðið hræddur, er ein ambátt leit á hann í hallargarðinum, svo að hann þorði ekki annað en afneita meistara sínum og Drottni, hann þorir nú að ganga fram fyrir mikinn mannfjölda og vitna um hinn krossfesta, og kunngjöra þau gleðitíðindi að hann sje upprisinn, og sitji við hægri hlið hins eilífa Guðs. Nú þorði hann að segja þeim til syndanna, og það svo að þeir skárust í hjörtum sínum, og fundu að orð hans voru fram borin af guðlegum mynd- ugleik. Og þrjár þúsundir komu til trúarinn- ar á hinn krossfesta og upprisna drottinn Jesúm Krist. — tívo dýrleg var hin fyi-sta hvítasunna. Og enn stendur hún fyrir kristnu fólki sem hátíðisdagur til þess að minnast þess verks, sem Heilagur Andi hefur gjört og gjörir enn innan kristni sinnar. Hann starfar í heiminum, hann vinnur hið mikla verk Jesú Krists að leiða sálir til frelsis. Hann er lífsaflið í hjörtum sannra lærisveina, sem glæðir hjá þeim meðvitundina um náð- arstöðu þeirra og vitnar með anda þeirra að þeir sjeu guðsbörn fyrir trúna á Jesúm Krist. Það er náðarverk hans. Hann gefur þeim hæfileikann til þess að skynja nálægð hins lifandi frelsara; hann leiðbeinir þeim, sem þrá fyllra samfjelag við Guð og gefur máttinn til að komast inn í það og halda sjer við það. Hann upplýsir samvizkuna, svo að hún geti fellt rjettan dóm um siðferði þeirra; hann sannfærir um synd og rjettlæti og dóm, svo að lærisveinarnir geti skorizt i hjörtum sín- um, þegar þeir freistast til að gefa einhverju óleyfllegu rúm hjá sjer. Hann starfar að því að ala lærisveinana upp til þess að ná fyll- ingu hins guðdómlega svo mikilli sem menn geta rúmað hjer. Það er erfltt verk og þess- vegna verður hann svo opt að koma fram fyrir þá með andvörpunum sem ekki verður orðum að komizt. Hann hryggist opt af skilningsleysi, óheilindum, vantrú og göllum guðsbarna. Þess vegna áminnir postulinn oss um að hryggja hann ekki, heldur í auðsveipni gefa oss á vald handleiðslu hans á oss. Hann hryggist, er lærisveinar Krists fara að draga ok með óguðlegum og hugsa mest um þá hluti sem hevra veröldinni til, og eru sof- andi í sínum s duhjálparefnum, hálfvolgir og sjerlyndir. — Hann vill umfram allt að mynd Jesú Krists verði sem skýrust í lífi og breytni lærisveina Jesú. Hann er lifsaflið í trúnni á Jesúm Krist. Með orðum er auðvelt að segja

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.