Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.04.1929, Blaðsíða 3
MANAÐARBLAÐ
KFUM
R EYK J AVÍ K
nprfl 1 929
4. bt.
Reiði Guðs.
PáH postuli skrifar í brjefinu til Rómverja
þessi orð: „Reiði Guðs opinberast af himni
yfir sjerhverjum óguðleika og rangsleitni
þeirra manna, sem drepa niður sannleikann
með rangsleitni“. Það er óvinsælt á vorum
dögum að tala um reiði Guðs. Kristindóm-
urinn hjá mörgum er orðinn svo máttvana
að hann hefur lítil áhrif. Menn eru orðnii
svo kveifarlegir, að þeir þola ekki neitt sem
kemur í bág við lítilmensku þeirra. Það verð-
ur allt að vera svo loðið og mjúkt, svo að
það raski ekki ró þeirra, ró doðans og hálf-
velgjunnar. Þessvegna er svo lítið af heil-
steyptum og heilhuga kristindómi; þess-
vegna er öll Guðs hugmynd svo lítilsigld og
þokukennd. Menn þora ekki að horfa framai
í raunveruleikann, og reyna á allar lundir
að umflýja hann með því að reyna til þess að
sjá hann ekki. Það er sagt um strútsfuglinn
að hann styngi höfðinu inn í runn til þess
að sjá ekki þá, sem elta hann, og heldur að
öllu sje vel borgið, ef hann sjer ekki hætt-
una. Jeg veit ekki hvort strútsfuglinn er
svona heimskur, en jeg veit að til eru menn,
sem þannig fara að í andlegum efnum. Ef
þeir geta lokað augunum fyrir óþægilegum
virkileika, þá halda þeir að hann sje ekki til.
Þessvegna er hugtakið reiði Guðs svo óvin-
'sælt, þessvegna svo lítil tilfinning fyrir synd
vorri, og synd, sem ekki hefur í för með sjer
hegning manna er að litlu metin. Menn hugga
sig við það, margir hverjir, að óguðleikinn
eigi aðeins heima hjá stærstu glæpamönnum
og illvirkjum, en að óguðlegur sje sá maður.
sem lifir án Guðs, hve fögru ytra lífi sem
hann lifi, það vilja þeir ekki heyra. Og þetta
um reiði Guðs yfir óguðleika og synd og
rangsleitni, það er þeim þyrnir í augum. En
fyrir trúarmeðvitund sannkristinna manna,
er reiði Guðs ægilegur virkileiki, eins og
syndin er virkileiki. Reiði Guðs er lýsing á
lians eilífa óumbreytanlega kærleika til sann-
leika og rjettar. Ekkert mál getur lýst þessu
viðeigandi; hugann sundlar er hann lítur nið-
ur í þetta leyndardóma djúp. Svo mikið er
víst að svo sannarlega sem syndin er virki-
leiki, þá er hún andstæði, mótspyrna, fjand-
skapur og uppreisn móti Guði og hans heil-
aða vilja. Þannig er hún samkvæmt opin-
berun Guðs.
Það eru til lýsingar á reiði Guðs rangar og
ósamboðnar kærleika hans og heilagleik. öll
hugsun um dutlunga, geðofsa, beiskju og
bræði og vanstilling í sambandi reiði Guðs,
er;.ósæmileg og guðlast. Allt það sem óprýðir
reiði vora á ekki heima í hugtakinu. Reiði
Guðs er ekki geðshræringar, sem koma og
hverfa, heldúr er hún óumbreytanlegur þátt-
ur í eðli hans, eins og það er óumbreytan-
lcgur þáttur í eðli eldsins að brenna það sem
brýtur lögmál hans. Reiði Guðs er birting
kærleika hans og heilagleika, jafnvíð og jafn-
eilíf sem kærleikur hans. Þessvegna stendur:
Reiði Guðs opinberast yfir öllum óguðleik og
rangsleitni. Guð hatar synd og elskar synd-