Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.04.1929, Page 5

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.04.1929, Page 5
MÁNAÐARBLAÐ K. P. U. M. 8 Ræða við vígslu fjelagshússins í Hafnarfirði 15. Dec. 1928. 1 Kon. 8, 27—31. Nú er hátíð í hjörtum vorum, af því að Drottinn hefur hjálpað oss að takmarki og litið í náð sinni til vor. Hann hefur verið í verki með oss og látið áform vor heppnast. Ilvernig mátti mjer þessi stund til hugar koma, þá er jeg fyrir nærfelt 18 árum kom hjer í Iíafnarfirði inn í litla stofu og sá þar 16 pilta saman, er þá undir leiðsögn sjera Þorsteins Briem höfðu stofnað þenna fjelags- skap, hvernig mátti mjer þá til þugar koma, að jeg ætti fyrir höndum svo veglegt verk, að vígja til fjelagsnotkunar stórt og fallegt hús, sem rúmað gæti um eða yfir 300 manns. En nú er það skeð og það er undursamlegt fyrir augum vorum. Dagurinn í dag verður ætíð merkisdagur í sögu KFUM og K hjer í bænum. Hann mun ætíð minna á baráttu, er lsuk með sigri; minna á áræði, sem áhætta var að leggja út í, sem þó með árangri sín- um sannar, að áræði byggt á trausti til Drottins, kærleika og fórnfýsi manna, er leið að miklum sigri. — Það var háð barátta áð- ui en lagt var út í þetta fyrirtæki. Vantrúin í brjósti voru sagði: „Það er óvita æði, að leggja út í slíkt fyrirtæki, fjelausir og alls- lausir, fátækir og fáir, með þó nokkurn mót- straum á móti yður! Trúin sagði: Er Drottni nokkuð ómáttugt. Getur hann ekki hjálpað?“ Skynsemin kom þá fram og sagðí: Jú að vísu er Guði allt megnugt, en samt má ekki óskyn- samlegt oftraust komast að, það er að freista Drottins. Það verður að byggjast á viti. Hvað eigið þjer til að byrja með; ekki 4. hluta þess, sem með þarf og hvernig fer svo? — Trúin varð lágróma: „Jú, það er mikið satt i því er skynsemin segir. En ef Guð er með oss, hver getur þá verið á móti oss“. Og vantrúin greip fram í: „Já, en er það víst að Cmð sje með?“ — Þörfin steig þá fram og sagði: „Það er lífsspursmál fyrir þenna fje- lagsskap. Án húsnæðis er það dauðadæmt“. Trúin sagði: „Þetta er málefni Guðs. Hann hefur kallað oss og gefið þetta hlutverk, get- ur hann ekki gefið luis?“ Vantrúin sagði: „Jú, en hann notar hjálp manna. Fæst hún?“ — Þá kom fórnfýsin og sagði: „Jeg er full- tvúi margra, og þeir eru reiðubúnir, ef menn þora að byrja“. — Þá sigraði trúin og bænin steig upp. Svo fæddist áræðið, og varð að á- formi og trúin sagði: „Svo byrjum í Guðs nafni“. Og það var byrjað. Og fulltrúi margra, fórnfýsin, varð ekki til skammar. Undursamlegur velvilji kom fram í verki hjá bæði innanfjelagsfólki og mörgum utanfje- lagsvinum. Já, ennþá meira en vjer höfðum í vantrú vorri látið oss til hugar koma. Og nú vígjum vjer húsið í nafni Drottins, sem vissulega hefur heyrt bænir vorar og vakið upp marga óvænta hjálp, og er megnugur að launa hverja velgjörð, sem málefni hans hefur verið sýnd. Drottins heilaga nafn hvíl- ir fyrst og fremst hjer yfir. — Þegar Salo- mon hafði reist musterið, játaði hann: „Himnanna himnar taka þig ekki, hve miklu síður þá þetta hús. Augu þín sjeu opin yfir þessu húsi dag og nótt“; Davíð faðir hans hafði áður sungið: „Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til einskis. Og ef Drottinn vakir ekki yfir staðnum, vaka verð- irnir til einskis“. — Svo bað Salómon um að nafn Drottins rnætti þar búa. — Og það er það sem vjer einnig viljum biðja um í dag í þessu nýja húsi. Ó, að nafn Drottins mætti ávallt búa hjer. Þá er þetta öruggur staður. Ó, að það mætti komast inn í meðvitund allra og sjerstaklega æskulýðsins: 1 þessu húsi býr nafn Drottins. Og' að þeir, sem hingað koma, mættu koma með þeirri lotn- ingu, seni sæmir þeim stað, þar sem nafn Drottins býr. Ó, að Ijóminn af guðs heilaga nafni mætti skína út frá þessu húsi og fyrir það starf, sem hjer fer fram, mætti guðs nafn helgast í þessum bæ. Þetta hús veri þá fyrst og fremst helgað: Nafni Drottins vors og frelsara Jesú Krists og orði náðar hans. Þetta hús sje því næst sem griðastaður fyrír

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.