Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.04.1929, Síða 6

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.04.1929, Síða 6
4 MANAÐARBLAÐ R. P. U. M. syndsjúkar sálir, sem finna að lífið án Guðs er ekkert líf, og koma hingað að leita sjer fróunar í orði Guðs og senda upp hjeðan grátbeiðni sína og kveinstafi hjartans. Fyrir cillum slíkum biðjum vjer í dag með bæn Salomons: „Já, heyr þú þá bæn, Drottinn, þar sem þú býr á himni og fyrirgef, er þú heyrir!“ Þá mun fara svo að þeir sem hingað komu hryggir fara hjeðan glaðir. Þeir, sem voru að sligast undir byrði synda sinna, finna hjer hann sem burt tekur alla synd og fyrirgefur. Þetta hús er ennfremur vígt þeim æskulýð þessa bæjar, sem gimist að koma og styrkja æsku sína í guði og góðum fjelagsskap; þeirri æsku sem vill varðveita æskuhreinleika sinn og æskúsakleysi svo að þeir sem menn og ungar konur geti fært Guði: heilbrigðan lík- ama með heilbrigðri sál, helgaðan af guðs anda í sínum anda. Húsið ér ennfremur vígt æskulýð íslands, þeim sem vilja skipa sjer undir merki Guðs svo að þeir geti betur gengið undir merki þjóðar sinnar, og haldið heiðri hennar og velgengni uppi. Það sje því vígt sannri og heilbrigðri ættjarðarást, ekki ættjarðarást skrumara, heldur framkvæmdannanna. Hin sannasta og heilbrigðasta ættjarðarást hlýt- ur að vera hjá velkristnum lýð; því sá lýður, sem er heill og skiptur gagnvart guði í þjón- ustu hans, mun einnig veita fósturjörðinni óefgingjarna, fórnfúsa þjónustu, með því hver í 'sinni stjett og stöðu með óskiptum hjörtum að breyta eptir lögum Guðs og lialda boðorð hans. Þannig veri þá þetta Hús vort, hús KFTJM og K. vígt óg helgað'nafni Guðs og útbreiðslu ríkís hans og heill æskulýðs þessa bæjar og þessa lands. Iijer búi guðs heilaga nafn, hjer sjeu augu hans opin yfir þessum stað og þessu starfi. Hjer hljómi hans orð ætíð hreint og rjett. Iljer öðlist ungir menn frið, er þeir snúa sjer til Drottins. — Hjer varð- veitist hrein æska í ótta Guðs og grandvarri framkomu. Hjeðan hljómi lofsöngvar bemsk- unnar, gleðisöngvar æskunnar, og margradd- aðir strengir dáðríks manndóms og fljóð- dóms ; svo hjeðan gangi út kröptugur lýður, heilhuga í störfum lífsins á heimilum, í bygð- arlagi og á fósturjörð. Hjer verði lagður traustur grundvöllur kristinna framtíðar- heimiia; hjer mótist í guðs anda framtíðar- heimili; hjer mótist í Guðs anda framtiðar feður og mæður, svo hver kynslóðin, er kem- ur, verði betri en sú, sem fer. Og loks, hjeð- an gangi út stólpar heilagrar kirkju og ljós í musteri Guðs og hans ríkis. Svo snúum vjer oss til hins lifandi Guðs í bæn. Þessi ræða er hjer prentuð eptir beiðni margra fjelaga í Hafnarfirði, og meðfram í þeim tilgangi að vekja fjelögin hjer til um- hugsunar á voru eigin byggingarmáli. Þörf- ii: er mikil; vanefni stór, en máttur Guðs er takmarkalaus, og mun ekki fórnfýsin vakna ef vjer hefjumst handa. Ef nú Guð væri að bíða eptir að vjer sýndum trú vora í verki, og ætlaði þá að senda oss þá hjálp, sem vjer þurfum? Hvað segjum vjer og hvað hugsum vjer? ------------------o---- Sumarbúðir KFUM. Nú nálgast vorið og sumarið óðum, og fyr en venjulega fer að koma hugur í menn, hvernig þeir eigi að verja sumarfríi sínu. Fullorðnir meðlimir, sem vildu taka sjer eina viku saman til þess að dvelja í Vatnaskógi vikutíma, ættu að fara að hugsa um það nú þegar og hóa sjer sam- an. Sumarbúðirnar eru ekki aðeins fyrir drengi og unglinga, heldur og fyrir eldri fje- laga. Fullorðnir menn geta ekki síður grætt á að vera saman í náttúrunni en þeir yngri. A-D hefur tekið upp þá nýbreytni, að þeir sem vilja, geta keypt sjer kaffi' á eptir fimtudagsfundum, til þess að vera sáman og kynnast persónulega hverir öðrum. Þetta er því hægra sem fundurinn er ávalt búinn um 9\'-i eða rúmlega það. Úrval A-D hefur einnig gengizt fyrir þvi að prýða salinn á fundarkvöldum, til þess að ; gjöra hann meira aðlaðandi. |Í

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.