Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.04.1929, Blaðsíða 9

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.04.1929, Blaðsíða 9
MANAÐARBLAÐ K. P. U. M. 7 unni, sem er allt of síð og ermalöng, svo að hatm verður að bretta ermamar upp undir olboga. Samt stundar hann lærdóm sinn 0« gjörir það sem hann getur. Hann mundi vera einn af þeim efstu ef að hann fengi að lesa í náðum heima. I morgun kom hann í skólann með naglaför á annari kinninni, og þeir fóru allir að segja: „Þetta hefur faðir þinn gjört, þú getur ekki neitað því nú. Hann hefur gjört það. Þú ættir að segja skölastjóranum frá því, og hann ljeti kæra hann fyrir það“. En hann stökk upp, dreyrrauður í framan og sagði í róm, er titraði af geðshræringu: „Það er ekki satt! Það er ósatt. Pabbi minn lemur mig aldrei!“ En seinna í kennslutímanum, runnu tár hans niður á borðið, en ef einhver leit á hann, reyndi hann til að brosa til þess að leyna því. Aumingja Prekossí! Á morgun eiga þeir þeir Derossí, Korettí og Nellí að koma heim til mín. Mig langar til að bjóða honum líka. Mig langar til að láta hann borða milliverð með mjer, gefa honum bækur, setja. húsið á annan enda til þess að skemmta honum og fylla vasa hans með ávöxtum til þess að sjá hann einu sinni glaðan. Aumingja Prekossí! Hann er svo góður og hugrakkur! Skemmtileg heimsókn. Fimmtud. 12. Þetta hefur verið hinn skemmtilegasti fimmtudagur, sem jeg hef haft í allan vetur. Kl. 2 stundvíslega, komu þeir Derossí og Korettí ásamt Nellí, krypplingnum. Prekossí hafði ekki fengið leyfi hjá pabba sínum að koma. Derossí og Korettí voru enn þá að hlæja, af því að þeir höfðu mætt Krossí, syni kálsölukonunnar, honum með máttlausa handlegginn og rauða hárið. Ilann hafði haldið á gríðarstóru kálhöfði, sem hann var að reyna að selja, og hafði sagzt ætla að kaupa penna fyrir andvirðið. llann hafði verið svo glaður af því að faðir hans hafði skrifað frá Ameríku að þau mættu búast við homun á hverjum degi. Það voru vissulega tvær skemmtilegar stundii', er við höfðum saman. Þeir eru ein- hverjir allra kátustu drengir í bekknum, Derossí og Korettí. Faðir minn varð hug- fanginn af þeim. Korettí var í dökkmórótta jakkanum sínum, og hafði kattarskinnshúf- una á höfðinu. Hanri er mesti æringi, sem allt af finnur upp á einhverju, setur eitt- hvað i gang til að fást við. Hann hafði snemma um morguninn borið hálfa vagn- hleðslu af viði á öxlinni inn í búðina, en hann var samt á skokki um allt húsið, tók eptir öllu, og var allt af að tala, fjörugur og lið- ugur eins og íkorni. Hann kom út í eldhús og spurði eldastúlkuna hvað við gæfum fyrir tíu kíló af brenni, því að faðir sinn seldi það á 45 aura. Hann talar mjög opt um pabba sinn, og segir frá því, er hann var hermaður í fertugasta og níunda herfylkinu í bardag- anum við Custoza í riddarasveit Iiumbertós konungssonai'. — En þrátt fyrir fjör sitt er hann prúðmenskan sjálf. Það er alveg sama, þótt hann sje fæddur og alinn upp í smá- viðarsölubúð: „Hann hefur prúðmennskuna í blóði sínu og hjarta“, segir faðir minn. Við höfðum líka gaman að Derossí. Hann kann landafræðina sína eins vel og kennar- inn. Hann lokaði augunum og þuldi: „Sjá, jeg sje alla Ítalíu fyrir mjer! Appen- ínafjöllin, þar sem þau ganga niður að lóna- hafi; ár og fljót hjer og hvar, hvítar borgir, flóana og bláa firði og grænar eyjar*. Hann nefndi nöfnin rjett í röð sinni, og talaði hr-att, einsog hann væri að lesa þau upp á landabrjefinu. Og þar sem hann stóð þannig með hnarreistu höfði og gullna lokkasafnið, með lokuðum augum, klæddur fagurbláum fötum með gyllta hnappa, stóð beinn og fall- égur eins og myndastytta, þá gátum við ekki annað en dáðzt að honum. Á einni klukkú- stund hafði hann læi't utan að nærri því þrjár blaðsíður, sem hann á að lesa upp hihn daginn, á hinum árlega minningardegi um greptrun Victors konungs. Nelli starði líka á hann með sýnilegri aðdáun og ástúð, og var að strjúka hrukkurnar í svarta forklæðinu

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.