Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1935, Qupperneq 5

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1935, Qupperneq 5
MÁNAÐARBLAÐ K. F. U. M. 51 Biblíulestur. Hvernig á jeg' a.ð lesa þannig Biblíuna, að mjer verði sem mest gagn af? Það er hægt á ýrnsa vegu og skal hjer bent á nokkur atriði. Áður en þú byrjar að lesa, þá biddu um leiðsögn Guðs Anda, svo.að þú fáir skilning, og- um fúsleik og hlýðni, svo að þú getir breytt eptir orðinu. Biddu líka um huggun orðsins og gleði þess. Viljirðu vita fleira, sem vert er að biðja um í þessu sambandi, þá flettu t. d.. u.pp þessum stöðum: II. Tínr. 3, 15.; Post. 11, 14.; II. Tím. 3, 16.—17.; Hebr. 4, 12.; Jóh. 8, 31.—32.; Fil. 1, 9.—11.; Kól. 1, 9.—13.; Sálm. 119, 9. cg 105. Mörg önnur orð mætti nefna til leiðbeiningar við bænina og þakklætið. Ef þú ert byrjandi, getur þú valiö þjer lítið rit .í Nýja-Testamentinu, t. d. Markús- arguðspjall og lesið lítinn kafla í einu. Þeg- ar þú hefur lokið því, gætir þú tekið Filippí- brjefið (brjef gleðinnar) eða annaðhvort Þessalónikubrjefið. Þegar þú hefur lesið mik- ið og ert orðinn kunnugur í Nýja-Testanænt- inu, geturðu farið að bera saman svipuð orð í ýmsum ritum, t. d. Mark. 1, 9.—10. og Matt. 3, 13.—17. eða Fíl. 4, 13. og I. Jóh. 5, 4. Þú getur og valið þjer einhver rit í Gamla-Testamentinu við og við, t. d. Sálm- ana, I. bók Móse, Jesaja og Orðskviðina. En fyrst skaltu Ix> leggja aðaláherzluna :i Nýja-Testamentið. Svo getur þú skipt um aðferð og hætt að Iesa ritin í samhengi og lesið vers og vers og smákafla hjer og hvar annaðhvort af hendingu eða eptir eigin vali, e. t. v. með samanburði jafnframt. Mannakorn má og vel nota. Þú getur líka valið þjer eitthvert efni, t. d,. Jesús líknar syndurum, og lest þá eina sögu af þessu tagi í hvert sinn (t. d. Jóh. 8, 1.-11.; Matt. 9, 1,—8.; Matt. 11,' 25.—30. o. s, frv.). Ennfremur getur þú valið þjer eitthvert efni og flett ýmsum stöðum um það, t. d. efn- ið: apturhvarf, flett upp Mark. 1, 15; Matt. 4, 17; Jes. 30, 15; Matt. 3, 8; Lúk, 15, 7; 24, 47; Post. 5, 31 o. s. frv. Til hjálpar í þessu. er ágætt að hafa biblíuorðabók. Þær eru að vísu ekki til íslenzkar. En á dönsku má fá þær. Þú getur spurt um þær á bókasafni K.F.U.M. Enn er ein aðferð, og það er að fylgja les- töflum, sem gefnar eru út í þessu augnamiði. Auðvitað muntu reka. þig á margt, sem ekki er auðskilið. Sumt geturðu leyst með eigin hyggjuviti. Sumt með því að spyrja aðra. Sumt með því að lesa skýringar. Þær færðu þó ekki á íslenzku nú sem stendur nema í bókum, sem eru ekki biblíuskýringar, heldur uppbyggilegar bækur eða fjalla um andleg efni, Á kristilegum fundum, samkomum og í kirkjunni færðu og margar skýringar. Þó • verður margt eftir óskýrt. En þá segir Guðs orð: »En ef einhvern brestur vizku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölu- laust, og honum mun gefast« (.Jak. 1, 5). Gleyptu ekki við hverri skýringu, heldur próf- aðu hana á Guðs orði sjálfu og' í samfjelagi við Drottinn. Ef ]>ú ert orðinn það lesinn í Guðs orði, að þú getur borið saman líka og ólíka staði, þá hefur þú eignast biblíuskýr- ingu, sem er af beztu tegund: Ritningin skýr- ir sig sjálf. Þegar orð Guðs og Andi leiðbeina þjer með skýringarnar, þá ertu á rjettri leið. Samt getur margt verið hulið. Það á svo að vera. Það bíður síns tíma. »Vitið umfram allt, að enginn ritningarspádómur verður þýddui af sjálfum sjer« (II. Pjet. 1, 20.). Reynslan mun leiða sannleikann í ljós á sínum tíma. Að endingu þetta: Legðu rækt við að lesa og skilja allt það, sem staðfestir þig í náðinni og leiðir þig áfram til helgunar. Þá verðurðu jafnframt fær um að leiðbeina öðrum (II. Kor. i; 3—4). Þó að þjer finnist stundum lítil uppbygg- ing í lestrinum og þú sjert kaldur og daufur, þá gefstu ekki upp, Breyttu heldur til og lestu eitthvað nýtt eða t. d. á öðru máli, ef þú getuj- það. En þó að ekkert dugi, þá skalty muna það, að orð Guðs snýr ekki árangurs- laust til baka og ef þú lest með trúmennsku, þá ber það ávöxt um síðir. Þú eignast sjóc'

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.