Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1935, Page 10

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík - 01.10.1935, Page 10
56 MANAÐARBLAÐ K. F. U. M. komu frá, eða hvað beið þeirra, er þeir komu þangað aptur? Kári F. gat .ekki að sjer gert, að h'ugsa um þetta núna, eins og- svo opt áður á þessari ferð. Hann vissi vel hvað sjer sjálfum leið í þessu efni; hann vissi að hjarta hans var með í förinni og þar átti gleðin ekki sama- stað í raun og veru. Hann ól. þá von með sjer, er hann fór að heiman, að hreini fjallablærinn myndi feykja. burtu öllu þunglyndinu, og- að fjallanáttúran. hrein og- tignarleg', myndi skapa. jafnvægi í sálu hans og vekja lífslöngunina á ný, eins og áður. En áhrif náttúrunnar og líkamlega áreynsfan höfðu aðeins fengið hann til að gleyma sjer við og við; næðu hugsanirnar að leika lausum hala, sótti í sama horfið og ó- g'leðin náði yfirtökunum. Þetta óyndj kom yfir hann í vetur og ha.nn vissi ekkert hvaðan það stafaði. Honum fannst hann vera óánægður með allt, en þó mest með sjálfan sig. Til hvers lifði hann? Fyrir starfið á skrifstofunni? Það gátu hundrað fyrir einn leyst jafn vel af hendi, og hundruð manna öfunduðu hann af því. Hann átti marg'a kunning'ja. og hann tók þátt í íþróttum með þeim, og þeir fóru í skemmti- ferðir saman á sunnudögum; þeir höfðu spila- kvöld, hver heima hjá öðrum til skiptis, fóru út að »skemmta,« sjer saman á kvöldin og gáfu sig dálítið að dansi og daðri. Stundum hjelt hann kyrru fyrir heima hjá sjer og las þá skáldsögur og »a,lþýðleg vísindi«, sem vorn á allra vörum um þessar mundir. Hann lifði sem sje frjálsu einlífi í menningarborginni Osló — var hægt að kjósa á það betra? En hann var ekki hamingjusamur nje sæll einn einasta dag; hann lagðist aldrei til hvíldar g'laður og ánægður. Hann bjó hjá íoreldrum sínum og þau voru »trúuð«. Þau sóttu kirkju og kristilegar sam- komur, og þau höfðu smá samkomur heima hjá sjer öðru hvoru. Fyrst framan af báðu þau hann að koma með sjer þangað, sem þau fóru, en hann neitaði þvi, og nú voru þau hætt aö nefna það. Hann fór sinna ferða óáreittur, en hann vissi samt að þau tóku sjer þetta nærri að hann var svona kærulaus. En hvað átti hann að gera? Þetta var honum fjarstætt. Kristindómurinn? Hann hafði verið með- limur í K. F. U. M. um tíma, fyrst eptii ferminguna. En honum fannst það allt of barnalegt og leiðinlegt þar, og þá hætti hann því. Hann ha.fði ekkert saman að sælda vio neitt »kristilegt« eptir það. Hverjii' voru annars kristnir u.m þessar mundir? Fáein gamalmenni, sem voru vö)i þessu — einföld og trúgjörn frá þeim tím- um, sem voru svo g'jörólíkir nútímanum, — og svo nokkrir ósjálfstæðir unglingar, sem ekki voru búnir að slíta andlegu. barnaskón- um sínum enn þá. En nútíma æskan, sem hann umgekkst mest, var búin að leggja »barnatrúna« á hill,una. Og hvernig átti ann- að að vera? Hvar var góður Guð í þessum nístingskalda heimi, í allri þessari eymd og neyð, í öllu tilgangsleysinu og vonleysinu? Bernskudraumarnir, sem nútímaæskan átti einu sinni, stóðust ekki í harðskeyttum Veru- leika lífsins. Auk þessa hafði mikið af því er hann las kyppt fótunum un.dan »barna- trú« hans. Einu ,sinn.i fór hann að heimsækja fjfelaga sinn, sem lengi hafði legið þungt haldinn á sjúkrahúsi. Þá .hnykkti honum illa við, er sjúklingurinn skýrði honum frá því að »Jesús hefði gefið honum frið« og bað hann líka að »leita Jesú«. Gamalmenni og sjúklingar — það voru hin- ir kristnu. IJeldur ljeleg' meðmæli með krist- indóminum! Andlega og ljkamlega, hraust ung'- menni áttu þangað ekkert að sækja, Hann varð að bjarga sjer áfram í heiminum án þess, sem gamalmennin una sjer við og sjúkl- ingar hugga sig við af óttanum við dauðann. En hann segði ekki satt ef hann hjeldi því fram að líf hans væri hamingjuríkt æskulíf. Og loptið væri ekki æfinlega heijnæmt eða tært kringum hann heldur. En svona var það og svona hlaut það að vera. En þrátt fyrir það laumaðist efinn inn, — gæti það ef til vill verið öðmvísi? Var nokkuð annað af lif- inu að hafa en innihaldsleysi?

x

Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánaðarblað K.F.U.M. í Reykjavík
https://timarit.is/publication/497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.